Með Norrænu til Danmerkur

Þaðan má aka vítt og breitt um Evrópu

 Við bjóðum frábær tilboð fyrir alla fjölskylduna frá Íslandi, með Norrænu, til Færeyja og Danmerkur. Þaðan má aka vítt og breitt um Evrópu.

 

Danir eru góðir heim að sækja enda einstaklega vinalegt fólk sem tekur vel á móti gestum. Ánægjulegt er að ferðast um Danmörku, njóta góðs matar og veðurblíðunnar, sem einkennir Danmörku á sumrin. Danmörk hefur upp á margt að bjóða. Þar má nefna Tívolí í Kaupmannahöfn, Legoland og Djurs Sommerland á Jótlandi. Það eru endalausir möguleikar í boði, bæði í Danmörku og í Evrópu. Það besta við að fara með bílinn í fríið og taka Norrænu, er að það er allt mögulegt.  

 

Hægt er að keyra suður í sólina, heimsækja vini og ættingja á Norðurlöndunum, skoða stórborgir eins og Berlín og París. Það er einnig dásamlegt að njóta tímans í Danmörku, að sumri og vetri til. 

Stutt að fara

Frá höfninni í Hirtshals til:

 • Berlínar: 7 klukkutímar
 • Amsterdam: 9 klukkutímar
 • Prag: 11 klukkutímar
 • Parísar: 14 klukkutímar
 • Milano: 15 klukkutímar
 • Barcelona: 21 klukkutími

  Siglingaráætlun

  Brottför (staðartími)
  Tórshavn. 21. Nov 21:00
  Koma (staðartími)
  Hirtshals. 23. Nov 10:00
  Brottför (staðartími)
  Hirtshals. 23. Nov 15:00