Einstakt tækifæri til að upplifa og kynnast Færeyjum

Einstakt tækifæri til að upplifa og kynnast Færeyjum og frændum okkar og vinum, Færeyingum.

Undir leiðsögn þaulkunnugra manna verður ferðin ógleymanleg.

Þessi ferð hentar öllum en einnig gefst nægur frjáls tími í Þórshöfn fyrir þá sem vilja skoða sig betur um eða versla.

Dvalið er í Þórshöfn í 4 nætur á Hótel Brandan sem er nýtt fjögura stjörnu hótel staðsettt í stutt frá miðbæ Þórshafnar. Við hliðina á hótelinu er verslunarmiðstöð og um þrjár mínútur tekur að ganga niður í miðbæ Þórshafnar. 

Bókanir í síma 5708600 eða cruise@nordictravel.is. Ferðin er farin í gegnum Norrænu Ferðaskrifstofuna og biðjum við viðskiptavini að bóka ferðina þar. Norræna Ferðaskrifstofan er til húsa í Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. 

ATH: Lágmarksþáttaka 20 manns.

Verð á mann


Í tveggja manna klefa án glugga i Norrænu og tveggja mann herbergi á Hótel Brandan:

165.000 ISK


Í eins mans klefa i Norrænu og eins mans herbergi á Hótel Brandan:

205.000 ISK
 

 • Innifalið
  • Allar rútuferðir samkvæmt ferðalýsingu
  • Siglingin með Norrænu fram og til baka í klefa án glugga.
  • Gisting á Hótel Brandan í fjórar nætur með morgunverði
  • Kvöldverðir á Hótel Brandan.
  • Allar skoðunarferðir í Færeyjum og allur akstur allan tímann samkvæmt dagskrá.
  • Íslensk fararstjórn

   

  Ekki innifalið: 

  • Máltíðir um borð í Norrænu og hádegisverðir í Færeyjum 
  • Aðgangseyrir á söfn og kirkjur
 • Viðbætur
  • Það er ódýrara að panta matinn um borð fyrir brottför. Sjá verð hér.

Hagstæðir greiðsluskilmálar: Borgaðu 25% við bókun, að lágmarki 60.000 ISK. Greiða þarf eftirstöðvar til SML ekki síður en 30 dögum fyrir brottför. Nýttu þér þessa hagstæðu greiðsluskilmála og bókaðu þann klefa og brottfarardag sem hentar þér með góðum fyrirvara.

 

Dagskrá og annað

2. september 

Seyðisfjörður og innritun í ferjuna Norrænu (Rúta frá Tanna Travel verður á hafnarsvæðinu, þar eru aðgöngumiðar og hægt að koma töskum í rútuna sem ekki þarf að nota um borð).
Mæting er 3 tímum fyrir brottför eða kl. 17:00. Siglt frá Seyðisfirði kl. 20:00 um kvöldið og komið til Þórshafnar kl. 15:00 á fimmtudegi 3. september.
 

3. september
Kirkjubæjarheimsókn

Eftir að í land er komið er ekið frá Þórshöfn yfir að Kirkjubö ca 30 mín akstur. Gamalt höfðingjasetur sem m.a. tengist kristni í Færeyjum og konungsdæmi Ólafs Tryggvasonar. Merkar fornar minjar á staðnum m.a. tvær kirkjubygginar frá 11. og 12. öld. 
Innritun á Hótel Brandan þar sem hópurinn gistir næstu fjórar nætur.
 

4. september
,,Hin eiginlega skemmtiferð” 

Ekið frá Þórshöfn um Kollafjörð inn Sundalagið og yfir á Austurey til Eiði þar sem verður smá stopp. Ekið með hlíðum Slattartinds hæsta fjalls Færeyja yfir í Gjógv. Á leiðinni má sjá steindrangana Kellingin og Risinn. Gjógv þýðir Gjá og eru þar stórfenglegir klettaveggir sem mynda gjá sem hefur verið notuð sem skipalægi um aldir.
Áfram er haldið á Austurey og Skálafjörð. Á þessum degi er farið um Skálafjarðarbotn og ekið í gegnum bæina: Skála sem er þekkt fyrir skipasmíðastöðina og góðan árangur heimamanna í hand- og fótbolta og áfram um Strendur. Ekið er í gegnum Strendur og farið út á Rakatanga. Mynnismerki um „sjólátna“ skoðað
 

5. september
Vágar og Gásadalur

Ekið um Vestmannasund áleiðis til Vagar og endað út í Gásadal sem er minnsta byggði í Færeyjum en íbúafjöldi þar er nú 15 manns en var kominn í 7 manns þegar fæst var. Þar skiptu jargöngin á milli Bö og Gásadal sköpum við að stöðva fólksflóttann frá Gásadal. 
 

6. september
Klaksvík og Viðareiði

Heimsækjum Klaksvík og skoðum í kringum okkur.  Ef tími gefst þá förum við til Viðareiði.
 

7. september
Þórshöfn – Seyðisfjörður

Í dag er bæjarferð í Þórshöfn en síðan er innritum kl. 12:00 í Norrænu. Siglt frá Þórshöfn kl. 14:00 áleiðis til Seyðisfjarðar og komið til Seyðisfjarðar kl. 09:00. næsta morgun eða þann 8. september.  
 
Við áskiljum rétt til að breyta dagskránni ef þurfa þykir.
 • Hótel Brandan

  Hótel Brandan

  Hótelið verður 4 stjörnu umhverfisvænt hótel með vottun frá Greenkey. Hótelið er vel staðsett í höfuðborginni Tórshavn, aðeins nokkrar mínútur frá miðbænum, verslunarmiðstöð, fótboltavelli og miðstöð íþrótta í Tórshavn.

  Samband
  Oknarvegur 2, 100 Tórshavn
  +298 309290
  hotelbrandan.com

  Lestu meira

Minibar - Kaldir drykkir og snakk

Allir klefar með glugga hafa minibar eða ísskáp.
Ef þú bókar klefa með glugga getur þú pantað minibar með fyrirvara.
Með því verður minibarinn opinn og þú getur notið veitinganna í klefanum þínum.
Þú getur valið á milli minibars með eða án áfengra drykkja. Hér fyrir neðan sést hvað er í boði.

Minibar er innifalinn í verði fyrir delúx klefa and svítuna.
Hann inniheldur: 2 Aqua D’or, tvo bjóra, 2 gosdósir, 1 Mars/Snickers/Twix og 1 Kims Chims (lítill poki). Með fyrirvara um að innihald minibars geti breyst.

 

Minibar án áfengra drykkja ISK 1.640
(keypt fyrir brottför)

2 x Vatn 50cl.
2 x Sódavatn 33cl.
2 x Coca Cola 33cl.
2 x Fanta 33cl.
1 x Súkkulaði KitKat
2 x Kims Chips 25g.
1 x Haribo Candy 500g.
2 x Súkkulaði Twix mini
2 x Súkkulaði Snickers mini

 

Minibar með áfengum drykkjum​ ISK 2.380
(keypt fyrir brottför)

2 x Vatn 50cl.
2 x Sódavatn 33cl.
2 x Coca Cola 33cl.
2 x Føroya Bjór Veðr bjór 33cl.
2 x Føroya Bjór Gull bjór 33cl.
1 x Rauðvín Casa Major
2 x Kims Chips 25g.
2 x Súkkulaði Twix mini
2 x Súkkulaði Snickers mini


Með fyrirvara um að innihald minibars getur breyst.

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues