Smyril Line - Hópferð með Fúsa á Brekku 10. árið á röð

Hópferð með Fúsa á Brekku 10. árið á röð

05. – 11. september 2018 

Færeyjaferð með Fúsa á Brekku og Svenna frá Hafursá. Skoðunarferðir, skemmtun, matur, gisting og íslensk fararstjórn. Uppselt hefur verið öll árin og þetta ár er engin undantekning.

 

Hotel Føroyar

 

Einstakt tækifæri til að upplifa og kynnast Færeyjum frændum okkar og vinum. Undir leiðsögn þaulkunnugra manna verður ferðin ógleymanleg. Þessi ferð hentar öllum en einnig gefst nægur frjáls tími í Þórshöfn fyrir þá sem vilja skoða sig um eða versla.

 

Gist er á Hótel Færeyjum og borðað saman þar á hverju kvöldi. Farið er í skoðunarferðir um Færeyjar fra Þórshöfn. Þessi ferð hefur verið uppseld sjö ár í röð en fararstjóri er sjálfur Fúsi á Brekku og Sveinn Sigurbjarnarson er bílstjóri.

 

 

Verð á mann

 

ISK 159.900
·   miðað við 2 saman í tveggja manna herbergi

 

ISK 189.000
·   í eins manns herbergi

 

Valuta konverter dkk-isk

Vinsamlegast athugaðu að öll verð eru í DKK.

Hins vegar getur þú auðveldlega fengið verð í gjaldmiðli þínu með því að slá inn magnið í reiknivélinni hér að neðan:

Innifalið:
 • Allar rútuferðir samkvæmt ferðalýsingu.
 • Siglingin með Norrænu fram og til baka í 4m eða 2m klefa inn.
 • Gisting í tveggja manna herbergi á Hótel Færeyjum í fjórar nætur með morgunverði.
 • Kvöldverðir á Hótel Foröyar, þar af einu sinni Færeyskt hlaðborð með Færeyskum þjóðréttum.
 • Íslensk fararstjórn.

 

Ekki innifalið: 

 • Máltíðir um borð í Norrænu og hádegisverðir í Færeyjum. 
 • Aðgangseyrir á söfn og kirkjur.
 • Í Norrænu er 2ja manna klefi inn án glugga og án ískáps. Verðið í 4ja manna inn klefa miðast við klefa sem snýr inn og er án glugga og ísskáps.
 • Athugið að það borgar sig að pakka niður í litla handtösku fyrir siglinguna með ferjunni. Plássið er ekki mikið í klefunum í ferjunni, svo það er mun þægilegra að geyma ferðatöskuna í rútunni þar til Færeyja er komið.
Viðbætur:

Bóka eða fá
frekari upplýsingar

5708600 / 4702808

  Ferðalýsing

   

  Einstakt tækifæri til að upplifa og kynnast Færeyjum og frændum okkar og vinum, Færeyingum. Undir leiðsögn þaulkunnugra manna verður ferðin ógleymanleg. Þessi ferð hentar öllum en einnig gefst nægur frjáls tími í Þórshöfn fyrir þá sem vilja skoða sig betur um eða versla. 

   

  5. september 

  Seyðisfjörður og innritun í ferjuna Norrænu (Rúta frá Tanna Travel verður á hafnarsvæðinu, þar eru aðgöngumiðar og hægt að koma töskum í rútuna sem ekki þarf að nota um borð). Mæting er 3 tímum fyrir brottför eða kl. 17:00. Siglt frá Seyðisfirði kl. 20:00 um kvöldið og komið til Þórshafnar kl. 15:00 á fimmtudegi 8. September.

   

  6. september / Kirkjubæjarheimsókn

  Kirkjubøur

  Eftir að í land er komið er ekið frá Þórshöfn yfir að Kirkjubö ca 30 mín akstur. Gamalt höfðingjasetur sem m.a. tengist kristni í Færeyjum og konungsdæmi Ólafs Tryggvasonar. Merkar fornar minjar á staðnum m.a. tvær kirkjubygginar frá 11. og 12. öld. 

   

  Innritun á Hótel Færeyjar þar sem hópurinn gistir næstu fjórar nætur.

   

  7. september / ,,Hin eiginlega skemmtiferð” 

  Ekið frá Þórshöfn um Kollafjörð inn Sundalagið og yfir á Austurey til Eiði þar sem verður smá stopp. Ekið með hlíðum Slattartinds hæsta fjalls Færeyja yfir í Gjögv. Á leiðinni má sjá steindrangana Kellingin og Risinn. Gjögv þýðir Gjá og eru þar stórfenglegir klettaveggir sem mynda gjá sem hefur verið notuð sem skipalægi um aldir.

   

  Gjógv

  Áfram er haldið á Austurey og Skálafjörð. Á þessum degi er farið um Skálafjarðarbotn og ekið í gegnum bæina: Skála sem er þekkt fyrir skipasmíðastöðina og góðan árangur heimamanna í hand- og fótbolta og áfram um Strendur. Ekið er í gegnum Strendur og farið út á Rakatanga. Mynnismerki um „sjólátna“ skoðað.

   

  8. september / Vogar og Gasadalur

  Gásadalur

  Ekið um Vestmannasund áleiðis til Vagar og endað út í Gasadal sem er minnsta byggði í Færeyjum en íbúafjöldi þar er nú 15 manns en var kominn í 7 manns þegar fæst var. Þar skiptu jargöngin á milli Bö og Gasadal sköpum við að stöðva fólksflóttann frá Gasadal. 

   

  9. september / Klaksvík og Viðareiði

  Viðareiði

  Heimsækjum Klaksvík og skoðum í kringum okkur. Ef tími gefst þá förum við til Viðareiði.

   

  10. september / Þórshöfn – Seyðisfjörður

  Í dag er bæjarferð í Þórshöfn en síðan er innritum kl. 12:00 í Norrænu. Siglt frá Þórshönf kl. 14:00 áleiðis til Seyðisfjarðar og komið til Seyðisfjarðar kl. 9.00. næsta morgun eða þann 11. september.  

   

   

  Við áskiljum rétt til að breyta dagskránni ef þurfa þykir.

  Bæklingur 2018

  Catalogue (single)

  • Bæklingur 2018

   Bæklingur 2018

   Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur.

  Siglingaráætlun

  Brottför (staðartími)
  Seyðisfjørð. 19. Jul 10:30
  Koma (staðartími)
  Tórshavn. 20. Jul 03:00
  Brottför (staðartími)
  Tórshavn. 20. Jul 03:30

  Fréttir