Bíllinn með

Smyril Line - Bíllinn með

Bíllinn með

Njóttu Færeyja með alla sína fallegu kletta, fjörur og grænu hlíðar

Við þekkjum Færeyjar og getum aðstoðað þig við að skipuleggja þá ferð sem hentar þínum þörfum. Þar má nefna gönguferðir, skoðunarferðir auk bæjarferða. Í Færeyjum má finna fjölbreytta gististaði, hvort sem það eru hótel, bændagisting eða einkaíbúðir. Í Færeyjum má einnig finna góða veitingastaði og frábæra fiskrétti. 

 
Það er ýmislegt að gera fyrir börn í Færeyjum. Þar má meðal annars finna leikvelli með ýmsum leiktækjum eins og klifurgrindum og rennibrautum. Einnig er hægt að fara í kajaksiglingar, leika í fjörunni auk þess sem finna má fótboltavelli til að leika sér á. 

 

Hefur þú áhuga á að gista á hóteli, gistiheimili eða jafnvel leigja íbúð? Þá borgar sig að hafa samband við okkur til að skipuleggja með þér fríið. Skoðaðu tilboðin á síðunni og ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá skaltu hafa samband við okkur og við aðstoðum þig. 

 

Bókaðu snemma til að tryggja þér pláss!

 

 

Verð 2020 báðar leiðir

 

2 fullorðna með bíllinn:

 • Vetrartímabil: frá ISK 55.090
 • Lágannatímabil: frá ISK 68.350
 • Miðjannatímabil: frá ISK 111.080
 • Háannatímabil: frá ISK 171.880

 

2 fullorðna og 2 börn (3-11 ára) með bíllinn:

 • Vetrartímabil: frá ISK 79.790
 • Lágannatímabil: frá ISK 98.930
 • Miðjannatímabil: frá ISK 147.200
 • Háannatímabil: frá ISK 217.200

 

Sjá siglingaráætlun 2020

 

Innifalið:
Viðbætur:

Bóka eða fá
frekari upplýsingar

+354 470 2803

  Við mælum með

   

  Keyrðu um Færeyjar og skoðaðu meðal annars fallegu staðina sem við mælum með. 

   


   

  Gjógv

  og aðrir viðkomustaðir í nágrenninu

   

  Gjógv er vinsælasti staður Færeyja til að ljósmynda, en staðurinn liggur á norðurhluta Eystureyjar. Til að komast til Gjógv þarf að keyra yfir háan fjallshrygg. en frá toppi fjallshryggsins opnar sig stór og grænn dalur með tilkomumiklum fjöllum á báða vegu. Við enda dalsins má finna litríka byggð Gjógv, með frjálslega staðsettum húsum við á byggðarinnar. Í miðri á má finna stíflu þar sem finna má börn á leik að sumri til. Gjógv er þó einnig þekktur fyrir náttúrulega höfnina sem þar má finna. 

   

  Gjógv

   

  Gjógv er færeyska orðið yfir gjá og er nafnið dregið frá stórri gjá sem sker landslag bæjararins í miðju og myndar nátturulegu höfn staðarins. Tilvalið er að ganga niður tröppur sem liggja að gjánni og út að höfninni og njóta hinna fjölmörgu hljóða náttúrunnar. Við byggðina er ströndin lág, en á móti austri við Múlin og lengra við tangann, að suðurströndinni, mætir hafið landi. Í hina áttina teygir sig djúpur dalur niður á móti byggðinni. Aðeins frá liggur önnur falleg náttúruperla, dalurinn Ambadalur, en þangað er mjög vinsælt að fara í göngutúra. Fyrir utan Ambadal stendur svo ein stærsta einstaka klöpp eða súla í Færeyjum sem nefnist Búgvin, 188 metrar að hæð.

   

  Tveir vegir liggja að Gjógv. Mælum við með að keyra annan á leið til Gjógv og taka hinn á leiðinni frá staðnum. Ef ferðast er á bíl mælum við með að taka svokallaða "Sex rétta seðilinn". Hann inniheldur Funning, Gjógv, Slættartindi, Risin og Kellingen, Tjörnuvík og Saksun. Seðillinn býður upp á dagleið sem býður upp á fallega náttúru og ferskt heilnæmt loft. 

   


   

  Kirkjubøur

  Í bænum Kirkjuböur, eða Kirkjubæ í Færeyjum má finna stórfenglegar minjar frá fortíðinni. 

   

  Kirkjubøur

   

  Á miðöldum var bærinn miðpunktur fyrir menningu- og trú í Færeyjum, auk þess sem hann var hluti af kaþólsku kirkju Noregs. Prestaskólinn á Kirkjubæ var sá fyrsti og eini sinnar tegundar fram að endurreisninni árið 1538. Sverrir Noregskonungur óx upp í bænum og hlaut prestmenntun sína og síðar vígslu í bænum. 

   

  Í dag búa um 80 manns á Kirkjubæ og liggur bærinn í um 15 mínutna akstursfjarlægð frá höfuðborginni, Þórshöfn.

   


   

  Klaksvík

  Klaksvík er nærststærsti bær Færeyja og býr þar um 10% færeysku þjóðarinnar. Umhverfis bæinn liggja píramídalöguð fjöll með fallegum flóa sem liggur beggja vegna við fjöllin. 

   

  Klaksvík er einn af mikilvægustu hafnarbæjum Færeyja og má þar finna blómstrandi efnahagslíf. Íbúar bæjarins eru mjög góðir í að búa til viðburði og finna tækifæri til að draga að sér gesti allstaðar af eyjunum. Flestir viðburðir bæjarins fara fram yfir sumartímann. 

   

  Keyra þarf göng, sem liggja undir hafinu, frá Leirvík til Klaksvíkur. 

     Kvívík, Vestmanna og Vestmannafjöllin

  Á leið til Vestmanna er farið framhjá bæði Leynum og Kvívík. Þessir tveir bæir erum bæði fallegir auk þess sem þeir hafa mikið aðdráttarafl. Bærinn Leynar breiðir úr sér upp fjallshlíðina að einni af fallegustu sandfjörum Færeyja, en þar er mikið útsýni yfir til Koltur og Vágoy. Ánægjulegt er að heimsækja ströndina, bæði fyrir börn jafnt sem fullorðna. 

   

  Eftir að hafa ekið frámhjá Leynar, er komið til Kvívíkur. Í Kvívík má finna uppgröft frá tímum víkinga sem ber þess vitni að Kvívík er eitt af elstu bæjarstæðum Færeyja. Kirkja bæjarins var vígð árið 1903 og er mælt með að gestir skoði kirkjuna. Byggð Kvívíkur er einnig mjög falleg og er hiklaust mælt með að gestir gangi um bæinn. 

   

  Vestmannabjørgini

   

  Þegar keyrt er frá Kvívík í átt til norðurs má finna Vestmanna. Vestmanna er þekktur fyrir mikilfeng fuglabjörg og ótrúlega hella. Þar má einnig finna Vestmannabjörgin. Á háannatíma eru daglegar skoðunarferðir út að fuglabjörgunum og eru þær vinsælar hjá ferðamönnum jafnt sem heimamönnum. Í þeim ferðum er siglt meðfran klettunum upp að sjálfum Vestmannafjöllunum sem liggja berskjölduð út að Atlantshafinu. 

   


   

  Mykines

  Mykines er sú eyja Færeyja sem liggur vestast. Hún er þekkt fyrir ríkt fuglalíf en eyjan er heimkynni þúsunda farfugla sem verpa þar yfir sumarið. 

   

  Mykines

   

  Á Mykinesi má finna einu súlubyggð Færeyja sem gerir eyjuna einstaka. Lundinn á það þó til að stela sennunni á eyjunni þegar hann stillir sér upp fyrir myndatökur með litríka gogginn sinn fullan af fiski. 

   

  Siglingin yfir á Mykines, tekur um rúma klukkustund, og er ein besta leiðin til að sjá Tindahólm í návígi. Tindahólmur er lítil og brött klettaeyja sem liggur fyrir utan eyjuna Vágoy. Þegar komið er til Mykines er siglt meðfram fuglabjörgunum á suðurhlið eyjunnar áður en komið er til byggðarinnar á eyjunni. 

     Saksun

  Saksun er ein af óvæntu perlum Færeyja.

   

  Saksun

   

  Til að komast til Saksun er keyrt í gegnum langan dal frá bænum Hvalvík. Eftir að hafa keyrt fram hjá fallegu vatni, Saksunvatni, kemur byggð staðarins óvænt í ljós. Í gegnum bæinn liggur svo djúpur skorningur. Ef keyrt er hægra megin við skorninginn er komið að minnsta bæjarhlutanum þar sem finna má stórkostlegt safn, Dúvugarð. Þar er hægt að sjá hvernig lífið var á bóndabæjum á árum áður. Í Saksun má einnig finna hvítkalkaða kirkju með grasþaki sem liggur utan í bergkantinum. 

  Siglingaráætlun

  Brottför (staðartími)
  Tórshavn. 21. Nov 21:00
  Koma (staðartími)
  Hirtshals. 23. Nov 10:00
  Brottför (staðartími)
  Hirtshals. 23. Nov 15:00