•  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  
  •  

Ert þú að hugsa um að heimsækja Færeyjar í sumar?

Smyril Line - Ert þú að hugsa um að heimsækja Færeyjar í sumar?

Ert þú að hugsa um að heimsækja Færeyjar í sumar?

Við erum með tilboð frá Seyðisfirði til Þórshafnar í júlí og ágúst

Brottfarir frá Seyðisfirði:  04.07 & 08.08 2019 

Brottfarir frá Þórshöfn: 10.07 & 14.08 2019 


Njóttu lífsins í 5 daga í Færeyjum. Færeyjar samanstanda af 18 fallegum eyjum sem bíða þess að vera skoðaðar. Náttúra Færeyja er ósnortin og þar er náttúrufegurð, góður matur, hreint vatn og skemmtileg einstök menning.

 

Þess vegna valdi Lonely Planet Færeyjar sem einn mest spennandi áfangastað í heimi og National Geographic Traveller segir Færeyjar vera best varðveittu eyjur í veröldinni. Þarna getur þú sett þig í umhverfi þar sem Lord of the Rings var myndað.

 

Þú kemst hvergi meira en 5 km frá hafinu og allstaðar er hægt að njóta útsýnis frá einum af 340 fjallstoppum eyjanna. Stór svæði ósnerts lands er auðvelt að komast til. Af 18 eyjum eru 17 aðgengilegar og 6 eru tengdar með göngum eða brúm. Það sem gerir Færeyjar svo einstakar að þær eru staðsettar mitt í Atlandshafi en bjóða uppá allt sem tengist nútíma þægindum og tækni.

 

Að aka er auðvelt, eyjarnar státa af góðu vegakerfi sem er vel viðhaldið og göngum. Þeir sem aka stórum ökutækjum þurfa að kynna sér fyrirfram hvað þau göng sem þeir hyggjast aka geta tekið stór ökutæki. Í Færeyjum er hægri umferð og reglur samkvæmt öðrum Evrópulöndum. Aka þarf alltaf með ljós og öryggisbelti. Hámarskhraði er 80 km utan þéttbýlis og 50 km í þéttbýli. Sektir fyrir hraðakstur er háar. Mikið er af kindum meðfram vegum og á vegunum. Parking í Þórshöfn, Klakksvík og Rúnavík er háð takmörkunum. Parking miðar verða að vera sýnilegir í framrúðu og sýna hvenar ökutækinu var lagt. Miðar eru fáanlegir ókeypis í bönkum og upplýsingamiðstöðvum. 

 

Allar eyjurnar eru tengdar með almenningssamgöngum. Þar sem flestar eyjur eru tengdar með brúm eða göngum er auðvelt að aka um eyjarnar. Vegir eru góðir og öruggir til aksturs. Allir aðalvegir eru malbikaðir en í nokkrum litlum þorpum eru enn malarvegir.

Tilboð

 

2 fullorðnir með bílinn:


frá DKK 5.990

Sparaðu DKK 3.150

 

 

2 fullorðnir og 2 börn (3-11 ára) með bílinn:


frá DKK 7.990

Sparaðu DKK 3.590

 

 

Valuta konverter dkk-isk hid

Vinsamlegast athugaðu að öll verð eru í DKK.

Hins vegar getur þú auðveldlega fengið verð í gjaldmiðli þínu með því að slá inn magnið í reiknivélinni hér að neðan:

ISFI

Innifalið:
Viðbætur:

Bóka eða fá
frekari upplýsingar

5708600 / 4702808

Siglingaráætlun

Brottför (staðartími)
Tórshavn. 19. Jul 03:30
Koma (staðartími)
Hirtshals. 20. Jul 12:30
Brottför (staðartími)
Hirtshals. 20. Jul 15:30

Fréttir