Smyril Line - Sértilboð til Færeyja 13.9

Sértilboð til Færeyja 13.9

Sparið allt að kr. 15.500 á mann! Aðeins 2 ferðir eftir fyrir þetta frábæra tilboð!

Frábært tilboð til Færeyja, sigling með Norrænu og bíllinn með. Gist í 4 nætur í Þórshöfn á Hótel Færeyjum. Einstakt tækifæri til að heimsækja Færeyjar. Siglt frá Seyðisfirði á miðvikudagskvöldi þann 13. september og komið til baka á þriðjudagsmorgni þann 19. september.

 

Hótel Föroyar stendur í hlíðunum ofan við Þórshöfn með frábæru útsýni yfir miðbæinn sem er í góðu göngufæri frá hótelinu. Þórshöfn er fallega staðsett þar sem annars vegar fjöllin ramma inn bæinn og hins vegar höfnin og hafið. Í Þórshöfn leynast margir spennandi möguleikar, þar má upplifa margt og sjá áhugaverða staði. Litagleði húseiganda hefur glatt erlenda blaðamenn sem oft lýsa bænum sem fallegum smábæ með draumkenndu yfirbragði rétt eins og hann hafi sprottið út úr ævintýri.

 

 

Verð á mann í tveggja manna herbergi

 

kr. 69.000

Miðað við 2 saman.

 

ISFIHP2X

Innifalið:
Add-on:

Bóka eða fá frekari upplýsingar

5708600 / 4702808

    Hótel Færeyjar er rétt fyrir utan Þórshöfn aðeins í um 25 mín. göngufæri eða 5 mín. með bíl.  Fallegt og friðsælt umhverfi með frábæru útsýni yfir Þórshöfn. Næstu nágrannar hótelsins eru fuglar og kindur, þannig að þetta er hrein náttúruparadís. Nýr veitingastður "Gras" er á hótelinu sem hefur fengið góða dóma og ekki skemmir útsýnið frá veitingastaðnum.