is - Hótel Klaksvík

Hótel Klaksvík

Siglt með Norrænu og bílinn meðferðis. Hótel Klaksvík er huggulegt hótel og þaðan er glæsilegt útsýni er yfir bæinn. Þar getur þú notið góðs matar og átt ánægjulega dvöl. 

 
Þú getur fengið þér morgunmat eða kaffi og notið þess yfir flottu útsýni yfir bryggjuna. 28 herbergi eru á hótelinu í mismunandi stærðum og næstum öll herbergi hafa gott útsýni. 25 herbergi eru með sturtu, klósetti og sjónvarpi. Ekki er leyfilegt að reykja inná herbergjum. Hótelið býður uppá fría internettengingu.

 

Klaksvik er næststærsti bær Færeyja og þar býr um 10% færeysku þjóðarinnar. Bærinn liggur fallega umkringdur píramídalöguðum fjöllum með fallegum flóanum á báðar hliðar. Klaksvik er einn af mikilvægustu hafnarbæjum eyjanna og er þar blómstrandi efnhagslíf. Íbúar bæjarins eru mjög duglegir og eru þeir sérstaklega góðir í að búa til viðburði og finna tækifæri til að draga að sér gesti alls staðar af landinu. Flestir viðburðir fara fram yfir sumartímann.
 

Til þess að komast til Klaksvikur þarf að keyra göng sem liggja undir hafinu frá Leirvík til Klaksvíkur.

 

Verð á mann miðað við 2 fullorðna

 

Siglingin og 4 nætur í Færeyjum:

frá kr. 74.300

Gildir 24.08-18.10.2017

 

 

Siglingin og 6 nætur í Færeyjum:

frá kr. 105.700 

Gildir 07.06-17.08.2017

 

Innifalið:

Bóka eða fá frekari upplýsingar

5708600 / 4702808

   

  Keyrðu um  Færeyjar og skoðaðu meðal annars þessa fallegu staði sem við mælum með. 

   


   

  GJÓGV

  og aðrir viðkomustaðir í nágrenninu

   

  Sá staður sem vinsælast er að ljósmynda í Færeyjum er byggðin Gjógv sem liggur í norðurhluta Eystureyjar. Til þess að komast til Gjógv þurfið þið að keyra yfir fjallshrygg sem liggur hátt. Frá toppi hans opnar sig stór og grænn dalur með tilkomumiklum fjöllum á báða vegu. Alveg niðri og við enda dalsins eru litrík hús, frjálslega staðsett við fallega og hreina á. Í miðri ánni er stífla þar sem börnin leika sér á sumrin. Það er samt sérstaklega hin náttúrulega höfn sem Gjógv er mest þekkt fyrir. Gjógv er færeyska orðið yfir gjá og það er hin stóra gjá mitt í bænum sem sker landslagið sem myndar náttúrulegu höfnina sem vísað er til. Það er tilvalið að ganga niður tröppurnar niður að gjánni að höfninni og njóta hinna fjölmörgu hljóða náttúrunnar og alls ægivalds hennar. Við byggðina er ströndin lág, en á móti austri við Múlin og lengra við tangann að suðurströndinni mætir hafið landi. Í hina áttina teygir sig djúpur dalur niður á móti byggðinni og aðeins frá liggur önnur falleg náttúruperla, dalurinn Ambadalur, en þangað er mjög vinsælt að fara í göngutúra. Fyrir utan Ambadal stendur ein stærsta einstaka klöpp eða súla í Færeyjum sem heitir Búgvin.

   

  Það eru tveir vegir sem liggja að Gjógv og skemmtilegast er að koma annan þeirra til Gjógv og fara hinn til baka. Ef þið eruð á bíl ættuð þið að taka sex rétta seðilinn svokallaða- með Funning, Gjógv, Slættartindi, Risin og Kellingen, Tjörnuvík og Saksun. Þetta er í raun dagleið sem gefur manni tilfinningu fyrir fallegri náttúru og fullt af heilnæmu fersku lofti.

   


   

  KIRKJUBÆR

   

  Í bænum Kirkjuböur, eða Kirkjubæ á Færeyjum finnur maður stórfenglega minjar fortíðar. Á miðöldum var bærinn menningar- og trúarlegur miðjupunktur í Færeyjum og var hluti af kaþólsku kirkju Noregs. Prestaskólinn á Kirkjubæ var sá fyrsti og eini fram að endurreisninni árið 1538. Sverrir Noregskonungur óx hér úr grasi og hann hlaut hér prestsmenntun sína og síðar vígslu.

   

  Í dag búa um 80 manns á Kirkjubæ, sem liggur í um 15 mínútna akstri frá Þórshöfn.

   

   

   


   

  KLAKSVIK

   

  Klaksvik er næststærsti bær Færeyja og þar býr um 10% færeysku þjóðarinnar. Bærinn liggur fallega umkringdur píramídalöguðum fjöllum með fallegum flóanum á báðar hliðar. Klaksvik er einn af mikilvægustu hafnarbæjum eyjanna og er þar blómstrandi efnhagslíf. Íbúar bæjarins eru mjög duglegir og eru þeir sérstaklega góðir í að búa til viðburði og finna tækifæri til að draga að sér gesti alls staðar af landinu. Flestir viðburðir fara fram yfir sumartímann.

   

  Til þess að komast til Klaksvikur þarf að keyra göng sem liggja undir hafinu frá Leirvík til Klaksvíkur.

   

   

     KVÍVÍK, VESTMANNA OG VESTMANNAFJÖLLIN

   

  Á leiðinni til Vestmanna, farið þið framhjá bæði Leynum og Kvívík, tveimur fallegum bæjum sem hvor um sig hefur mikið aðdráttarafl. Bærinn Leynar breiðir úr sér upp fjallshlíðina utan í einni fallegustu færeysku sandfjöru sem þar finnst, en þaðan er mjög áhrifamikið útsýni yfir til Koltur og Vágoy. Það er dásamlegt að heimsækja ströndina, bæði fyrir bæði börn og fullorðna alls staðar af landinu. Eftir að hafa farið framhjá Leynar, komið þið til Kvívíkur, sem er aðeins lengra niður aðalgötuna. Í Kvívík finnið þið uppgröft frá víkingatímum sem ber þess vitni að Kvívík var eitt af elstu bæjarstæðum Færeyja. Kirkjan var vígð árið 1903 og er mjög heillandi og algjörlega þess virði að heimsækja. Byggðin er líka ótrúlega falleg og göngutúr um hana er eitt af því sem við mælum hiklaust með.

   

  Ef þið keyrið frá Kvívík og lengra í norður, komið þið til Vestmanna, sem er þekktur staður en þaðan geta ferðalangar farið og skoðað hin mikilfenglegu fuglabjörg og ótrúlega hella. Vestmannabjörgin eru einnig þar útfrá. Á ferðamannatímanum eru daglega margar ferðir út að fuglabjörgunum og er það mjög vinsæll áfangastaður fyrir jafnt ferðamenn og Færeyinga sjálfa. Á leiðinni siglið þið meðfram klettunum upp að sjálfum Vestmannafjöllunum sem liggja berskjölduð út að Atlantshafinu.

   


   

  MYKINES

   

  Mykines er vestasta eyja Færeyja. Mykines er þekkt fyrir ótrúlegt fuglalíf en eyjan er heimkynni þúsunda á þúsunda ofan af farfuglum sem verpa þar yfir sumarið. Á Mykinesi er eina súlubyggð Færeyja, sem gerir eyjuna að einstökum stað í sjálfu sér, en það er kannski lundinn sem stelur senunni á eyjunni þar sem hann stillir sér upp fyrir myndatökur með litríka gogginn sinn fullan af fiski.

   

  Siglingin yfir á Mykines tekur aðeins undir klukkutíma og er ein besta leiðin til þess að sjá Tindhólm í návígi. Tindhólmur er lítil og brött klettaeyja sem liggur fyrir utan Vágoy. Þegar þið komið til Mykines siglið þið meðfram fulgabjörgunum á suðurhlið eyjarinnar áður en þið komið að sjálfri byggðinni.

     SAKSUN
   

  Saksun er ein af óvæntu perlum Færeyja. Til þess að komast til Saksun keyrið þið í gegnum langan dal frá bænum Hvalvík. Eftir að hafa keyrt framhjá fallegu vatni, Saksunvatni, kemur byggðin óvænt í ljós. Það liggur djúpur skorningur niður í gegnum bæinn. Ef þið keyrið hægra megin við skorninginn komið þið að minnasta bæjarhlutanum þar sem er alveg stórkostlegt safn, Dúvugarður. Þar má sjá hvernig lífið var á bóndabæjunum í gamla daga. Hér kúrir líka falleg hvítkölkuð kirkja með grasþaki utan í bergkantinum.