is - Einstakt frí í litlu þorpi – Skálavík

Einstakt frí í litlu þorpi – Skálavík

Hótel Skálavík er nútímalegt 3 stjörnu hótel sem er staðsett á einum fallegasta stað Færeyja

Siglt með Norrænu og bílinn meðferðis. Hótel Föroyar stendur í hlíðunum ofan við Þórshöfn með frábæru útsýni yfir miðbæinn sem er í góðu göngufæri frá hótelinu. 

 

Sandey er aðeins í 30 mín fjarlægð með ferju frá Straumey, þetta er mjög einstakur staður þar sem má sjá fallega náttúru, hugguleg lítil þorp og sögulega staði. Sandey er fimmta stærsta eyja Færeyja ásamt Suðurey, hún er talin vera flatasta eyjan, með breiða dali og marga litla læki, lág fjöll og sandstrandir. Lágu fjöllin eru þakin gróðri og því virðist sem Sandey sé grænni en hinar eyjurnar sem eru með grárri fjöll. Á vestur strönd eyjunnar eru brattir klettar þar sem er mikið fuglalíf.

 

 Á Sandey má finna einu flottustu strönd Færeyja. Stór og falleg strönd er aðalsmerki þorpsins Sandur, sem er eimmitt nefnt eftir ströndinni. Stóru sandöldurnar eru fullkomin staður til þess að setjast niður og slaka á eftir góða göngu eða veiðiferð um eyjuna. Helsta aðdráttarafl þorpsins er listasafnið Sands Listasavn sem var gjöf frá listamanni. Það má finna verk eftir alla helstu listamenn Færeyja eins og Mykines, William Heinesen og Ingálvur av Reyni. Austur af Sandey eru þorpin Skálavík, Húsavík og Dalur þar sem má sjá frábært útsýni yfir stórt hafið.

 

Hægt að fara í margar skemmtilegar skoðunarferðir á Sandey. Túristaskrifstofa er staðsett í bænum Sandur og þar er hægt að plana og bóka allskonar skoðunarferðir eins og veiði- og gönguferðir eða bátsferð að sjá klettana. Hér getið þið séð heimasíðu skrifstofunnar.

 

Til þess að skoða Hótel Skálavík betur: www.hotelskalavik.fo

 

Verð á mann miðað við 2 fullorðna

 

Siglingin og 4 nætur í Færeyjum:

frá kr. 58.500

Gildir 30.08-18.10.2017

 

 

Siglingin og 6 nætur í Færeyjum:

frá kr. 82.000 

Gildir 07.06..2017

 

Innifalið:

Bóka eða fá frekari upplýsingar

5708600 / 4702808