Smyril Line - Stökktu til Færeyja

Stökktu til Færeyja

Fjórar eða sex nætur á hótelum á mismunandi eyjum.

Stökktu til Færeyja inniheldur fjórar eða sex nætur á hótelum í Færeyjum. Frábært tækifæri til að kynnast landi og menningu. Færeyjar eru þekktar fyrir gullfallega náttúru og yndislegt fólk. Þessi ferð ætti því ekki að valda neinum vonbrigðum.

 

Tryggðu þér pláss og bókaðu núna!

 

 

 

Verð fyrir 2 fullorðna

 

Siglingin og 4 nætur í Færeyjum

 

03.10-12.12.2018

 

frá DKK 8.370

 

 

29.08-19.09.2018

 

frá DKK 9.090 

 

 

 

Valuta konverter dkk-isk

Vinsamlegast athugaðu að öll verð eru í DKK.

Hins vegar getur þú auðveldlega fengið verð í gjaldmiðli þínu með því að slá inn magnið í reiknivélinni hér að neðan:

Innifalið:

Bóka eða fá
frekari upplýsingar

5708600 / 4702808

  Hótel Hafnia

  Hótel Hafnia er staðsett í sögulega hluta bæjarins. Frá verönd hótelsins, er einstakt útsýni yfir bæinn og höfnina. Hótelið var opnað árið 1951 en það var Christian Restorff sem byggði hótelið á landareign fjölskyldu sinnar þar sem fyrir höfðu þau búskap og leigðu m.a. út herbergi árið um kring. Hótelið hefur stækkað jafnt og þétt frá því það var byggt og er eitt fremsta hótlið í Færeyjum. Nafnið Hafnia er komið úr Latnesku og þýðir "höfn". Hr. Restorff krafðist þess að Hótel Hafnia væri fyrsta flokks hótel og hefur starfsfólk Hafnia það að leiðarljósi enn þann dag í dag.

   


   

  Hotel Føroyar

  Hotel Føroyar er rétt fyrir utan Þórshöfn aðeins í um 25 mín. göngufæri eða 5 mín. með bíl.  Fallegt og friðsælt umhverfi með frábæru útsýni yfir Þórshöfn. Næstu nágrannar hótelsins eru fuglar og kindur, þannig að þetta er hrein náttúruparadís. Nýr veitingastður "Gras" er á hótelinu sem hefur fengið góða dóma og ekki skemmir útsýnið frá veitingastaðnum. 

   


   

  Hotel Tórshavn

  Hótel Tórshavn er frábærlega staðsett og þaðan er magnað útsýni yfir höfnina en aðaltorg Þórshafnar er hinu megin við hótelið. Með dvöl á Hótel Tórshavn ert þú staðsettur í miðbæ Þórshafnar með verslanir, kaffihús og veitingahús í göngufæri. Hótel Tórshavn er gott hótel, staður sem þú getur notið dvalarinnar í þæglegum og vel hönnuðum herbergjum. Á hótelinu eru 43 herbergi með 73 rúmum. Herbergin eru misjöfn að stærð sem gefur möguleika á að velja herbergi við þitt hæfi.

   


   

  Hótel Skálavík

  Hótel Skálavík er bjart og nútímalegt hótel sem býður gestum sínum uppá huggulega og þæginlega gistingu, en góður nætursvefn er ekki það eina sem skiptir máli.  Hótel Skálavík er með aðstöðu sem hentar vel fyrir mjög fjölbreytta hópa en til staðar eru æfingavellir, skrifstofuaðstaða og veislusalur m.a. Hótelið er frábært hvort sem það er fjölskyldufrí, vinnuferðir eða skólaferðir í vændum. Þetta vinsæla hótel ætti því að vera auðvelt val fyrir fyrirtæki, pör eða fjölskyldur.

   

  Veitingarstaður Hótelsins býður uppá fjölbreytt úrval af bragðgóðum réttum. Í hádeginu er nýr réttur dagsins á hverjum degi og á kvöldin er boðið uppá eins eða tveggja rétta matseðil. Með öllum réttum eru innifaldir heitir drykkir og smákökur en ef þú vilt fá þér eftirrétt þá er það að sjálfsögðu líka í boði. Morgunverður er innifalin fyrir alla sem gista á hótelinu.

   

  Á hótelinu eru 23 nútímaleg og vel útbúin herbergi, ásamt íbúð með 3 herbergjum. Í boði eru tveggja manna herbergi, fjölskylduherbergi með tvíbreiðu rúmi og koju og einnig herbergi með 2 kojum. Íbúðin er tilvalin fyrir stórar fjölskyldur, vini eða litla hópa. Í henni eru 3 herbergi, 3 baðherbergi, eldhús, stofa og sérinngangur. Hægt er að fá aukarúm ef þess er óskað.  

   


  Gjáargarður Gesthús

  Gjáargarður Gesthús

  Gjáargarður er ekki langt frá Gjógv en gesthúsið er sannarlega langt frá hversdagsleikanum. Þetta heillandi gesthús er staðsett í mjög friðsælu og fallegu umhverfi þar sem er gott og vinalegt andrúmsloft.
   
  Staðurinn fær nafnið frá höfninni (gjógv - gorge). Gjógv er 400 ára gamalt þorp þar sem um 60 manns búa, þorpið er nyrsta þorpið á Austurey og er í tæplega 70km fjarlægð frá Þórshöfn. Vegurinn að Gjógv fer í gegnum 10 þorp og yfir brúnna sem tengir saman tvær stærstu eyjar Færeyja, Straumey og Austurey.
    
  Á Gjárgarði eru einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Gjáargarður er með eitthvað fyrir alla. Þrátt fyrir að gesthúsið sé á nokkrum hæðum þá er gott aðgengi fyrir hjólastóla, á öllum hæðum eru útgangar og búið er að breyta gólfinu svo að auðvelt sé að komast á milli hæða. Reykingar eru bannaðar í öllum herbergjum. Frí nettenging er í boði fyrir gesti.
  Veitingarstaðurinn býður fram morgunverð, léttan hádegisverð og kvöldverð.

   

   

   

  Til/frá Sandey

  Siglingin tekur um 30 mín í ferjunni M/F Teistin.

   

  Viðskiptavinir borga fyrir ferjuna á bakaleiðinni frá eyjunni. Hér getur þú séð verðin.

   

  Bíll og bílstjóri <5m: 160 DKK

  Farþegar yfir 15 ára: 40 DKK

  Börn 7-15 ára: 20 DKK

  Fyrir stærri bíla þarf að hafa samband við skrifstofu.

   

  Hér má finna siglingaráætlun. Siglt er á milli Gomlurætt og Skopun.

  Það tekur u.þ.b 20 mín að keyra frá Þórshöfn til Gomlurætt

  Það tekur u.þ.b 20-30 mín að keyra frá Skopun til Skálavíkur.

   

  Mæta þarf að minnsta kosti 15 mín fyrir brottför með farartæki.

  Tilboð

  sml-productlist-2015-new-general

  Bæklingur 2018

  Catalogue (single)

  • Bæklingur 2018

   Bæklingur 2018

   Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur.

  Siglingaráætlun

  Koma (staðartími)
  Seyðisfjørð. 18. Sep 09:00
  Brottför (staðartími)
  Seyðisfjørð. 19. Sep 20:00
  Koma (staðartími)
  Tórshavn. 20. Sep 15:00

  Fréttir