•  
 •  
 •  
 •  
 •  

Sumarpakkar til Færeyja

Smyril Line - Sumarpakkar til Færeyja

Sumarpakkar til Færeyja

Hvernig væri að njóta frísins í Færeyjum, sigla til eyjanna, gista á hóteli og njóta þess að keyra um eyjarnar á sínu eigin farartæki.

 

Sumarpakkarnir innihalda siglingu með Norrænu, gistingu á hóteli auk þess sem hægt er að taka farartækið með sér. Tímabilið er frá 1.apríl til 21.október 2020. 

 

Í boði eru 4 gistinætur eða 6 gistinætur. Gistinæturnar má nýta á hótelum í Þórshöfn og einnig í öðrum bæjum Færeyja. Þar má meðal annars nefna Klaksvík og Rúnavík.
Norræna sest að bryggju í Þórshöfn og er því auðvelt að koma sér á milli staða í höfuðborginni, sem er ein sú minnsta í heimi. Gott er að njóta þess að gista í höfuðborginni og geta keyrt um eyjarnar. 

 

Samgöngur eru auðveldar og eru tvær stærstu eyjarnar Straumey og Austurey tengdar með brú, auk þess sem finna má neðansjávargöng milli eyjanna Austurey og Borðey.

 

 

Verð á mann þegar 2 ferðast saman


4 nætur

01.04-27.05 & 26.08-21.10.2020


Klefi án glugga: 
ISK 80.790


Klefi með glugga: 
ISK 86.290


Klefi með glugga og tvíbreiðu rúmi: 
ISK 90.890


Lúxusklefi: 
ISK 100.990

 

6 nætur

11.06-13.08.2020


Klefi án glugga: 
ISK 140.690


Klefi með glugga: 
ISK 154.590


Klefi með glugga og tvíbreiðu rúmi: 
ISK 163.690


Lúxusklefi: 
ISK 195.890

 

 

Innifalið:
 • Seyðisfjörður - Þórshöfn og til baka
 • Klefi
 • Fólksbíll
 • 4 eða 6 nætur á hótelum (hótel fyrir utan Þórshöfn á Hotel Klaksvík eða Hotel Runavík, hótel í Þórshöfn á Hotel Hafnia eða Hotel Brandan)
 • Morgunverður á hóteli
Viðbætur:

Bóka eða fá
frekari upplýsingar

+354 470 2803

  Hótel Hafnia

  Hótel Hafnia er staðsett í sögulega hluta bæjarins. Frá verönd hótelsins, er einstakt útsýni yfir bæinn og höfnina. Hótelið var opnað árið 1951 en það var Christian Restorff sem byggði hótelið á landareign fjölskyldu sinnar þar sem fyrir höfðu þau búskap og leigðu m.a. út herbergi árið um kring. Hótelið hefur stækkað jafnt og þétt frá því það var byggt og er eitt fremsta hótlið í Færeyjum. Nafnið Hafnia er komið úr Latnesku og þýðir "höfn". Hr. Restorff krafðist þess að Hótel Hafnia væri fyrsta flokks hótel og hefur starfsfólk Hafnia það að leiðarljósi enn þann dag í dag.

   


   

  Hótel Brandan

  Hótel Brandan mun opna í Maí 2020. 

  Hótelið verður 4 stjörnu umhverfisvænt hótel með vottun frá Greenkey. Hótelið er vel staðsett í höfuðborginni Þórshöfn, aðeins nokkrar mínútur frá miðbænum, verslunarmiðstöð, fótboltavelli og miðstöð íþrótta í Þórshöfn.


  Hótel Brandan samanstendur af 124 hótelherbergjum, 4 fundarherbergjum, saunu, líkasrækt og heitum pottum auk þess sem til staðar eru 130 bílastæði fyrir gesti. 

   

  Hotel Runavík

  Hótel Rúnavík er vel staðsett hótel á Austurey, í Rúnavík, nálægt höfn bæjarins og verslunum. 

   

  Hótel Rúnavík býður upp á 12 tveggjamanna herbergi, 6 einstaklingsherbergi og svítu. Sum herbergi hafa útsýni yfir höfnina og fjörðinn. Öll herbergin eru vel útbúin með sjónvarpi og uppfylla allar kröfur nútíma hótels. Frítt Wi-Fi er fyrir alla gesti. Tvö herbergi eru útbúin rúmfötum sérstaklega hönnuð fyrir þá gesti sem hafa ofnæmi, auk þess sem engin teppi eru á gólfum. Eitt herbergi hótelsins er hannað fyrir fatlaða auk þess sem hótelið býður einnig upp á fjölskylduherbergi. Á hótelinu er lyfta sem getur flutt hjólstóla. 

   


   

  Hótel Klaksvík

  Hótel Klaksvík er vel staðsett í nærst stærsta bæ Færeyja, Klaksvík á eyjunni Borðey. 

   

  Hótelið býður upp á fallegt útsýni yfir höfnina úr morgunverðarsalnum auk þess sem hægt er að njóta útsýnisins yfir kaffibolla seinna um daginn. Hótelið er með 30 tveggja manna/einstaklingsherbergi í mismunandi stærðum. Nánast hvert einasta herbergi er með gott útsýni. Ekki er heimilt að reykja í herberginu og býður hótelið upp á frítt internet fyrir gesti.  

   

  Siglingaráætlun

  Brottför (staðartími)
  Tórshavn. 21. Nov 21:00
  Koma (staðartími)
  Hirtshals. 23. Nov 10:00
  Brottför (staðartími)
  Hirtshals. 23. Nov 15:00