Flug og gisting á hóteli í Tórshavn

Færeyjar eru einstaklega sjarmerandi í maí, en veðurfar eyjanna er svipað og á Íslandi. Nándin við náttúruna og hafið er sterk og þegar keyrt er um eyjarnar er hafið aldrei langt undan. 

Dagsetningar eru eftirfarandi*: 

1.maí til 4.maí (gisting á Hótel Hafnia) Uppselt
8.maí til 11.maí (gisting á Hótel Brandan)

Flugvöllurinn á Vagar er staðsettur í kringum 45 mínútna akstursfjarlægð frá Þórshöfn og er mælt með að gestir panti leigubíl fyrir brottför.

Smyril Line getur aðstoðað við bókun á leigubíl en einnig bjóðum við upp á aðstoð við að bóka bílaleigubíla. Mikið eru um bílastæði fyrir framan Hótel Brandan og Hótel Hafna. 

Við mælum með að skoða excursions.fo ef áhugi er fyrir því að fara í skipulagðar ferðir með leiðsögumanni um helstu staði Færeyja. 

Til að bóka ferð eða fá frekari upplýsingar, þá biðjum við ykkur um að senda póst á booking@smyrilline.is undir nafninu “Flug til Færeyja” eða hafa samband við okkur í síma 470-2803. 
  
*Vinsamlegast athugið að ferð þarf að ná lágmarksþáttöku til að vera farin.

Verð eru eftirfarandi

 
1.-4.maí 2020 Uppselt

68.590 ISK á mann í 2 manna herbergi á Hótel Hafnia

93.990 ISK á mann fyrir einstakling í 2 manna herbergi á Hótel Hafnia

 

8.-11.maí 2020

72.790 ISK á mann í 2 manna herbergi á Hótel Brandan

98.290 ISK á mann fyrir einstakling í 2 manna herbergi á Hótel Brandan
 

 • Innifalið
  • Flug með Atlantic Airways til Vagar frá Keflavíkurflugvelli (flugið er 1 klst og 25 mínútur)
  • Brottför frá KEF: 09:00
   Brottför frá VAG: 14:25
  • Gisting í 3 nætur á Hótel Hafnia eða Hótel Brandan
 • Viðbætur
  • Bókun á leigubíl
  • Bókun á bílaleigubíl
Sími: +354 470 2803 Tölvupóstur: booking@smyrilline.is

Annað

 • Hótel Hafnia

  Hótel Hafnia

  Hótel Hafnia er þriggja stjörnu hótel sem er staðsett í miðbæ Tórshavn. Hótelið hefur mikla sögu og má finna fallegar myndir af lundum víðsvegar um hótelið. Staðsetningin gerir það að verkum að auðvelt er fyrir gesti að rölta um bæinn og heimsækja helstu staði, t.d. Tinganes þar sem partur af starfsemi þingsins er staðsett. 

  Samband
  4-10 Áarvegur, Tórshavn
  +298 313233
  hafnia.fo/en

  Lestu meira
 • Hótel Brandan

  Hótel Brandan

  Hótel Brandan mun opna í Maí 2020. 

  Hótelið verður 4 stjörnu umhverfisvænt hótel með vottun frá Greenkey. Hótelið er vel staðsett í höfuðborginni Tórshavn, aðeins nokkrar mínútur frá miðbænum, verslunarmiðstöð, fótboltavelli og miðstöð íþrótta í Tórshavn.

  Samband
  Oknarvegur 2, 100 Tórshavn
  +298 309290
  hotelbrandan.com

  Lestu meira
 • Tórshavn

  Tórshavn

  Tórshavn er ein af minnstu höfuðborgum í heimi og hefur um 20.000 íbúa. Borgin hefur sjarmerandi blöndu af því gamla og nýja, gamlar friðaðar byggingar koma saman við nýjan arkitektúr. Við mælum með að gengið sé í gegnum Tinganes, þar sem finna má alþingi Færeyinga auk þess að kynna sér menningu Færeyinga með því að skoða Þjóðarsafn Færeyja og Norræna húsið. Færeyjar bjóða upp á þann möguleika að versla færeyska hönnum í búðum eins og Ostrom og Gudrun & Gudrun, auk þess að smakka skandinavískri matargerð á mörgum af veitingastöðum Tórshavn. 

  Góð ráð: Fylgstu með Sumartónum, færeyskri tónlistarhátíð með klassískri og númtímalegri tónlist. Tónlistarhátíðin felur í sér mikið af tónleikum víðsvegar um eyjarnar og margir af þeim eru með frían aðgang. 

 • Nólsoy

  Nólsoy

  Nólsey er sjarmerandi eyja með mikilli náttúrufegurð og fallegu þorpi. Á eyjunni er hægt að fara í náttúrugöngur, t.d. meðfram steinilögðum stígum yfir fjallið Eggjarklett, að vita sem staðsettur er á Borðan. Gangan tekur um fjórar klukkustundir. Finna má nokkur kaffihús í þorpinu á Nólsey, sem ber sama nafn og eyjan. Oft má finna lifandi tónlist í þorpinu. Vinsamlegast skoðið excursions.fo til að fá frekari upplýsingar um ferðir með leiðsögn um Nólsey. 

 • Kirkjubær

  Kirkjubær

  Þorpið Kirkjubær hefur mikla sögu og má finna í einungis 10 mínútna akstursfjarlægð frá Tórshavn. Kirkjubær var aðsetur biskupsins og því kristilegur og menningarlegur miðpunktur Færeyja. Þar má nefna St. Ólavs kirkja (11.öld ), Magnúsar kirkja (12.öld) og Kirkjubæjargarð, sem nú er heimili sautjánda ættliðar Patursson fjölskyldunnar. Þessi mannvirki hafa öll mikla sögu. Við mælum með að fara í góða göngu frá Tórshavn til Kirkjubæjar, en gangan er 7 km og frekar auðveld. Útsýnið er hreint stórkostlegt. 

 • Vestmanna Klettagarðar (Seacliffs)

  Vestmanna Klettagarðar (Seacliffs)

  Klettagarðar Vestmanna eru einn af vinsælustu ferðamannastöðum Færeyja. Við mælum með að farið sé í bátsferð til klettagarðanna, þar sem gestir fá tækifæri til að vera í návígi við fuglalíf, hella og klettagarða. Hægt er að fá upplýsingar og bóka siglingu á excursions.fo

 • Saksun & Tjörnuvík

  Saksun & Tjörnuvík

  Ljósmyndaferð um Saksun er vinsæl ferð í norðvestur hluta Straumeyjar. Þegar fjara er, þá er gengið um 3 km til strandar Atlantshafsins. Dúvagarður, sem er gamalt bóndabýli, hefur rætur sínar að rekja til 17. aldar og er opið á sumrin sem safn og kaffihús. Aðeins norðar á eyjunni er að finna Tjörnuvík, þar sem hægt er að líta yfir fjörðinn, með fjallagarðanna yfirgnæfandi beggja vegna við þorpið, sem nefnast “The Giant” og “The Hag”. 

  Við mælum með að stoppa og staldra við hjá fallegum fossi að nafni Fossá, sem finna má á leið til Tjörnuvíkur.

 • Gjógv

  Gjógv

  Gjógv má finna á norðurströnd Austureyjar. Þorpið er sjarmerandi og þekkt fyrir höfnina sem mynduð hefur verið af sjónum og landslaginu. Höfnin var áður eini aðgangur að þorpinu þangað til að vegur var lagður í þorpið áður 1960. Gjógv er færeyska orðið fyrir gjá. Á sumrin er gamla búðin, sem er búin að vera síðan 1883, búð og kaffihús. Að auki má finna veitingastað á Gistiheimilinu Gjáargarður sem staðsett er í Gjógv. Mikið er um frábæra staði til að fara í fjallgöngur. Nálægt Gjógv má finna hæsta fjall Færeyja, Slættaratindur, en það er einstök upplifun að ganga upp 800m hátt fjallið, setjast niður og njóta útsýnisins. 

 • Mykines

  Mykines

  Mykines er vestasta eyja Færeyja. Gangan frá þorpinu á Mykanesi út til vitans er mögnuð upplifun. Þar er hægt að njóta stórfenglegs útsýnis yfir hafið til vesturs og yfir eyjuna til austurs þegar gengið er yfir eyjuna. Staðurinn er þekktur sem fuglaparadís, sem lýsir ríkifengnu fuglalífinu, sem felur í sér hundruði lunda sem byggja býli sín þar á sumrin. Til að bóka pláss í ferjunni eða til að bóka pláss til að ganga yfir eyjuna til Mýkaneshólms er æskilegt að hafa samband við mykines.fo. Vinsamlegast athugið að ferðir geta breyst vegna veðurs. 

 • Trælanípan & Gásadalur

  Trælanípan & Gásadalur

  Trælanípa er einn af mest mynduðu stöðum Færeyja. Á klettabrúninni er hægt að horfa beint niður 142m á sjóinn, en á sama tíma horfir þú á Sorvágsvatn, stærsta stöðuvatn Færeyja. Frá þessum sjónarhól getur þú einnig séð part af suðurhluta Straumeyjar, auk Hestur, Koltur, Sandey, Skúvey og Suðurey. Í hina áttina er hægt að upplifa fuglabjarg Sorvágsbjarg, eyjuna Mykines og Mykineshólm. 

 • Klaksvík

  Klaksvík

  Klaksvík er annar stærsti bær Færeyja. Hann stendur í norðurhlutanum við höfða sem gerir höfnina einstaka. Stórir fjallagarðar, þar á meðal Klakkur sem bærinn er nefndur eftir, umlykja bæinn. 

  Við mælum með gönguferð, sem er rúmur 1 og hálfur tími, til Klakks. Í góðu veðri er útsýnið stórkostlegt en Klaksvík býður einnig upp á menningu, verslanir í litlum búðum heimamanna auk notalegra kaffihúsa.  

 • Sandur

  Sandur

  Sandur, einn af elstu stöðum Færeyja, er aðalþorp Sandeyjar. Það er þekkt fyrir víðar strendur og sandhóla, auk fallegs höfða að nafni Söltuvík á vesturhluta Sandeyjar. Að auki eru tvö söfn og notalegt kaffihús í Sandi. Reglulegar ferðir með ferju ganga frá Gamlarætt á Straumey yfir til Skopun. Vinsamlegast heimsækið upplýsingamiðstöðina hjá ferjunni í Skopun fyrir frekari upplýsingar um aðra staði til að heimsækja í Sandey. 

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues