Sumarfríið hefst um borð í Norrænu

Sjóndeildarhringurinn, haf og himinn, það er útsýnið sem þú hefur frá þilfari Norrænu og ekki skemmir að sjá fallegu Færeyjar birtast úr sjó á útleið og svo okkar magnaða Ísland á heimleið.

 

Sumarfríið hefst í Norrænu. Þar getur þú notið margskonar afþreyingar, farið í sund, líkamsrækt, bíó, leikjasalinn, á kaffihús og borðað á góðum veitingastöðum. Þú getur fylgst með fuglunum og jafnvel séð hvali á siglingunni yfir hafið. 
 

Hægt er að velja um "allskonar" mat, létta rétti, steikur, fisk, hlaðborð með fjölbreyttu úrvali rétta og alltaf nýbakað brauð og bakkelsi frá bakaríinu okkar um borð. Kíktu á tenglana og veldu það sem hentar þér. Á cafeteria  (kaffiteríunni) er hægt að fá heita og kalda rétti. Þú getur borðað eins og þú vilt á Norröna Buffet Restaurant. Svo er einnig í boði nýtt glæsilegt steikhús um borð Simmer Dim, þar sem hægt er að njóta kvöldsins í fallegu umhverfi. Frábær matur og gott úrval af vínum í boði.

 

Um borð í Norrænu er góð fríhöfn. Þar er úrval hefðbundins fríhafnarvarnings, snyrtivörur, áfengi, sælgæti o. fl. sem og gott úrval af vörum frá færeyskum og íslenskum hönnuðum. Í fríhöfninni færðu falleg handverk og sérunnar heilsuvörur frá Danmörku, Færeyjum og Íslandi.

 

Velkomin um borð

  Bæklingur 2018

  Catalogue (single)

  • Bæklingur 2018

   Bæklingur 2018

   Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur.

  Siglingaráætlun

  Koma (staðartími)
  Tórshavn. 22. Jan 06:00
  Brottför (staðartími)
  Tórshavn. 22. Jan 14:00
  Koma (staðartími)
  Seyðisfjørð. 23. Jan 09:00

  Fréttir