Smyril Line Ísland
470 2808
Norræna ferðaskrifstofan
570 8600

Afþreying um borð

Sigling með Norrænu - ógleymanleg upplifun

“Sigling með Norrænu er ógleymanleg upplifun. Starfsfólk okkar mun gera sitt allra besta til að tryggja að þú njótir ferðarinnar sem best,” segir sölu og þjónustustjóri Norrænu.”

 
Við spurðum hann hvernig ætti að njóta sem best dagsins um borð í Norrænu. 
 
“Ég mæli með að byrja daginn á okkar frábæra morgunverðarhlaðborði. Svo myndi ég færa mig yfir í Naust til að fá mér einn góðan kaffibolla. Ekki gleyma að rölta um sóldekkið og anda að þér ferska sjávarlofinu og njóta útsýnisins. Ég mæli einnig með að prófa nýju heitu pottana sem eru á þilfari 7 og fara svo niður í sundlaugina og skella sér síðan í gufubað. Eftir hádegi færi ég í bíó og svo er það kvöldverðurinn en þá er valið m.a. á milli okkar girnilega hlaðborðs á Norröna Buffet veitingasaðnum eða fara á Simmer Dim. Síðan er frábært að enda góðan dag á því að kíkja á Naust og bjóða elskunni þinni uppá kokteil og hlusta á yndislega tónlist flutta af færeyskum tónlistarmönnum.”

 

Hér að neðan eru upplýsingar um afþreyingu um borð.

 

  Siglingaráætlun

  Brottför (staðartími)
  Tórshavn. 22. Apr 14:00
  Koma (staðartími)
  Seyðisfjørð. 23. Apr 09:00
  Brottför (staðartími)
  Seyðisfjørð. 24. Apr 20:00

  Fréttir