Kaffihús og barir um borð í Norrænu

Um borð í Norrænu eru 2 kaffihús/barir og eru staðsett á 5 og 8 dekki.

 

Naust

 

Njóttu þess að fá þér kaffibolla, svalandi drykk eða vínglas á nýja kaffihúsinu okkar, Naust, sem er staðsett á 5. þilfari.
 

Á daginn getur þú setið og notið útsýnisins yfir Atlantshafið, lesið bók, spilað Bingó eða hlustað á lifandi tónlist með nokkrum bestu tónlistarmönnum Færeyinga.

 

Naust tekur allt að 225 gesti í sæti og einnig er hægt að nota staðinn til þess að vera með ráðstefnur eða fundi.

 

Sky bar

 

Sky barinn er staðsettur stjórnborðsmegin á 8.þilfari. Barinn er hannaður í slakandi setustofu stíl með sófum og stólum í bland, grænum plöntum og þæginlergri bakgrunns tónlist.

 

Bjórinn sem er í boði er bruggaður í Færeyjum, kallaður Føroya Bjór.

 

Einnig eru í boði fleiri drykkir eins og hinn vinsæli kokteill Strawberry Daiquiri ásamt kökusneiðum og pylsu með öllu.