Móttakan um borð í MS Norrænu

Komdu við hjá okkur í móttökunni ef þig vantar upplýsingar og við aðstoðum þig með ánægju.

 
Móttakan er á þilfari 5. Starfsfólk Smyril Line eru alltaf tilbúin til að aðstoða þig. Ef lykilkort af klefanum virkar ekki komdu þá til okkar og við leysum málið. Nú ef þú hefur gleymt að taka sjóveikistöflu með þér þá getur þú komið til okkar og við björgum því.

Í móttökunni getur þú einnig keypt tímarit, sælgæti og ýmislegt fleira. 

 
Móttakan - upplýsingaþjónustan,  er opin allan sólarhringinn alla daga vikunnar. (Á ekki við um vetrarsiglingar)