Algengar spurningar og svör

Hvenær er Norræna á Seyðisfirði?
Alla fimmtudaga yfir sumarmánuðina og á þriðjudögum og miðvikudögum vor og haust
Hvað er löng sigling til Færeyja
Svar: 17 klukkutímar
Hvað er löng sigling til Danmerkur?
Í sumaráætlun er farið kl. 10:00 á fimmtudegi frá Seyðisfirði og komið til Hirtshals kl.12:30 á laugardegi. Siglt er frá Danmörku á þriðjudegi á sumaráætlun og komið til Seyðisfjarðar á fimmtudegi. Á vor og haustáætlun er siglt frá Danmörku á laugardegi og komið til Seyðisfjarðar á þriðjudegi
Hvað er stoppað lengi í Færeyjum?
Þegar siglt er til Danmerkur og heim frá Danmörku, er stoppað í Þórshöfn á vor og haustáætlun í 6-9 klukkutíma en á sumaráætlun,frá miðjun júní til loka ágúst, er stoppað 0,5-1 tíma. Mismunandi er hvað er stoppað lengi í Þórshöfn á útleið eða heimleið. Vinsamlegast kynnið ykkur áætlun Norrænu
Þarf ekki lengur að fara af og gista í Færeyjum?
Nei, með breyttri áætlun, þegar siglingar til Noregs og Skotlands eru aflagðar, er aðeins stoppað stutt í Færeyjum og þarf ekki að fara af skipinu
Má fara með ketti eða hunda inn á klefa?
Nei en sérstök búr eru fyrir dýrin úti á dekki. Hægt er að fóðra og viðra dýrin eins og þarf
Er matur innifalinn í verði?
Nei
Hvaða gjaldmiðlar eru notaðir um borð?
Danskar krónur og Evrur og öll algeng greiðslukort
Eru hraðbankar um borð?
Nei
Kostar eitthvað að fara í líkamsræktina eða sundlaugina?
Nei það er frír aðgangur að sundlaug, saunabaði og líkamsrækt
Þarf ég að hafa vegabréf?
Nei, hvorki til að fara til Færeyja né Danmerkur, en við mælum samt með því að farþegar hafi meðferðis gild vegabréf
Hvað má ég koma með af tollvarningi til Íslands?
Tollfrjálsa verslunarvöru að verðmæti allt að 65.000 ISK. Verðmæti hvers hlutar má þó ekki vera meira en 32.500 ISK. Tollfrelsi matvara þar með talið sælgæti og fæðubótarefni er takmarkað við 18.500 ISK í verðmæti og 3 kg. að þyngd. Ekki má flytja inn ósoðið kjöt eins og td. spægipylsu og ógerilsneydda mjólkurvöru og osta. Áfengi og tóbak sem ferðamenn mega hafa með sér tollfrjálst er: 1 lítra af sterku áfengi og 1 lítra að léttvíni eða 1 lítra af sterku áfengi og 6 lítra af bjór eða 1.5 lítra af léttvíni og 6 lítra af bjór eða 3 lítra af léttvíni. 200 vindlinga eða 250 gr. af tóbaki, flytjandi þarf að vera 20 ára til að flytja inn áfengi og 18 ára til að flytja inn tóbak.
Hvenær þarf ég að mæta við brottför?
Ávallt 3 tímum fyrir auglýstan brottfarartíma
Hvenar þarf ég að vera búinn að greiða fyrir ferðina?
Sex vikum fyrir brottför
Hversu stór má bíllinn vera án þess að greiða aukagjald fyrir hæð og lengd?
5 m langur og 1,9 m á hæð. Aukagjald greiðist fyrir lengri og hærri bíla en ofangreind viðmið segja
Hvaða reglur gilda um tímbundin innflutting ökutækja?
Þeim sem hyggjast dvelja hér í ár eða styttri tíma vegna atvinnu eða ferðalaga er heimilt að flytja inn bifreið, skráða erlendis, án greiðslu aðflutningsgjalda, enda séu eftirfarandi skilyrði uppfyllt: 1. Innflytjandi hefur, eða hefur haft, fasta búsetu erlendis. 2. Ökutæki er skráð erlendis og innflytjandi er skráður eigandi eða löglegur umboðsaðili. 3. Ökutæki er flutt til landsins, eða keypt nýtt óskráð hér á landi, þegar innflytjandi kemur til landsins eða í síðasta lagi mánuði síðar. 4. Ökutæki sé vátryggt til notkunnar á Íslandi eða hefur fullnægjandi tryggingu.

Reglur um innflutning á matvælum sem er mikilvægt að kynna sér: Sjá heimasíðu tollsins, www.tollur.is

 

HEFUR ÞU TÝNT EÐA GLEYMT EINHVERJU UM BORÐ Í NORRÆNU?

Vinsamlegast hafðu samband við gestamóttökuna um borð með því að:
 
Senda póst á reception@norrona.fo
Eða hringja í síma +298 344900

 

Óskilamunir eru geymdir um borð í tvo mánuði.

Siglingaráætlun

Brottför (staðartími)
Tórshavn. 21. Nov 21:00
Koma (staðartími)
Hirtshals. 23. Nov 10:00
Brottför (staðartími)
Hirtshals. 23. Nov 15:00