Skilmálar

Almennir skilmálar

 

 • Skilmálar Smyril Line

  Auglýst verð miðast við staðgreiðslu. Ef greitt er með kreditkorti er 3% álag.  

  Staðfestingargjald er 25% af heildarverði og greiðist við bókun. Matur og drykkjarvörur er ekki innifalið meðan á ferð stendur og aðrar ferðir nema tekið sérstaklega fram í lýsingu á viðkomandi ferð. Ekki heldur venjubundin útgjöld vegna bifreiðar, ferða- og farangurstrygging, forfallatrygging og ýmis önnur gjöld. Sængurföt og hreingerning er ekki innifalin í verði fyrir íbúðir nema annað sé tekið fram.

  Í öllum klefum nema svefnpokaplássi (couchette) eru rúmföt og handklæði innifalin. Innifalið í auglýstum verðum Smyril Line er flutningur á fólksbíl, innan við 5m á lengd og 1,90m á hæð, sé annað ekki tekið fram. Mikilvægt er að við pöntun séu gefnar réttar upplýsingar um stærðir ökutækja. Þeir, sem gefa upp rangar upplýsingar um hæð eða lengd ökutækja sem eru yfir stærðarmörkum fólksbíla (1,9m á hæð og 5m á lengd), geta átt á hættu að vera vísað frá án endurgreiðslu.

  Viðskiptavinir eru ábyrgir fyrir því að veittar upplýsingar séu réttar. Gisting á hóteli er ef annað er ekki tekið fram m.v. tveggja manna herbergi.

  Fyrir þá sem ferðast einir og gista í eins manns herbergi greiðist aukagjald. Gisting er á ákvörðunarstöðum sem tilgreindir eru í bæklingnum á hótelum, sumarhúsum, íbúðum, farfuglaheimilum eða öðrum gististöðum, en Smyril Line áskilur sér rétt til að breyta út af gististöðum og nota aðra af samsvarandi eða betri gerð.

  Verð fyrir börn (3-11 ára) miðast við aukarúm í tveggja manna herbergi á hótelum/gististöðum og eigin koju í klefa foreldra, nema annað sé tekið fram (hámark 1 eða 2 börn í herbergi).

  Börn undir 18 ára skulu vera í fylgd fullorðinna. Börn 0-2 ára ferðast með án gjalds, ekki er boðið upp á sér koju um borð eða rúm á hótelum. Sé óskað eftir sér koju eða rúmi greiðist sama verð og fyrir börn, 3-11 ára.

  Ekki er heimilt að bóka sig með ungbörn í svefnpokapláss eða sameiginlegum kynjaskiptum klefa.

 • Breytingar

  Þegar bókun hefur verið gerð, meðhöndlast sérhver breyting sem afbókun og ný bókun í samræmi við gildandi afbókunarreglur. Fyrirvari er tekinn um laus pláss á skipi Smyril Line, sem og á hótelum o.s.frv.

  Gjald fyrir hverja breytingu er kr. 7.000.

 • Lenging á ferð

  Ef annað kemur ekki sérstaklega fram í áætlun um viðkomandi ferð er ekki hægt að nota aðra brottfarar- og heimferðadaga en auglýstir eru í áætluninni. Þ.e.a.s. ferð getur ekki byrjað eða endað á öðrum dögum en auglýstir eru í áætlun.

  Staðfestingargjald -  er 25% af heildarverði og greiðist við bókun.

  Viðskiptavinur getur afpantað innan viku og endurgreiðist þá staðfestingargjaldið. Ef meira en vika líður frá bókun er staðfestingargjaldið óendurkræft (sjá nánar málsgrein um forfallagjald).

  Eftirstöðvar þarf að greiða í síðasta lagi 30 dögum fyrir brottför.

 • Afpantanir

  Staðfestingargjald er 25% af heildarverði og greiðist við bókun.

  Viðskiptavinur getur afpantað innan viku og endurgreiðist þá staðfestingargjaldið. Ef meira en vika líður frá bókun er staðfestingargjaldið óendurkræft (sjá nánar málsgrein um forfallagjald).

  Sé afpantað með 30 -15 daga fyrirvara þá er 50% af fargjaldi haldið eftir ásamt bókunargjaldi og forfallatryggingu ef við á.

  Sé afpantað með 14-8 daga fyrirvara fyrir brottför verður 75% af fargjaldi haldið eftir ásamt bókunargjaldi og forfallatryggingu ef við á.

  Sé fyrirvarinn aðeins sjö virkir dagar eða skemmri er allt fargjaldið óafturkræft. Semja verður sérstaklega um hópa.

 • Breytingar vegna veðurfarslegra þátta

  Smyril Line tekur enga ábyrgð á breytingum sem verða vegna veðurfarslegra þátta, t.d. storma, flóða eða annarra orsakavalda sem kunna að seinka eða breyta áætlunum skipsins, né heldur tekur Smyril Line ábyrgð á breytingum af völdum veðurs sem verða á öðrum þáttum í pakkaferðum. Smyril Line tekur enga ábyrgð á kostnaði eða öðru sem getur hlotist ef ferð er felld niður vegna veðurs (ef ferð er ekki hafin). Vegabréf, áritanir o.þ.h.

  Farþegar bera sjálfir ábyrgð á að öll gögn þeirra séu í lagi, s.s. vegabréf, vegabréfsáritanir, reglur um bólusetningar o.s.frv. þar sem þess er krafist.

  Í viðkomulöndum Smyril Line er vegabréfsáritana ekki krafist fyrir íslenska rikisborgara en nauðsynlegt er að hafa vegarbréfið ávallt með sér.

 • Vetrarsiglingar (nóvember - mars)

  Fyrir þá sem bóka sig með Norrænu í vetrarsiglinar utan reglulegrar áætlunar, frá 1.nóvember til lok mars á næsta ári, gilda eftirfarandi skilmálar:

  Smyril Line áskilur sér allan rétt til að breyta ferðum Norrænu, seinka eða flýta brottför eða fella niður ferðir.

  Ef ferð fellur niður, seinkar eða brottför er flýtt, ber Smyril Line enga ábyrgð á kostnaði sem af því getur hlotist, svo sem gistingu, fæði eða flugferðum og öðru.

  Ef farþegar eru veðurtepptir í Færeyjum vegna þess að ferð til Íslands er felld niður, ber Smyrl Line enga ábyrgð á að koma farþegum heim með flugi. Smyril Line mun hins vegar senda bílinn til Íslands með næstu ferð farþegum að kostnaðarlausu. Ef farþegar eru veðurtepptir á Íslandi vegna þess að ferð er felld niður, ber Smyril Line enga ábyrgð á að flytja farþega með öðrum flutningsaðilum eða gistingu eða öðrum kostaði sem hlýst vegna ferðarofs.

  Smyril Line mun hins vegar bjóða farþegum gistingu um borð í Norrænu þeim að kostnaðarlausu ef farþegar eru strandaðir í Færeyjum og máltíðir á vægu verði.

 • Tryggingar

  Smyril Line og flutningsaðilar / gististaðir á vegum félagsins, taka ekki ábyrgð á stolnum eða eyðilögðum farangri, útgjöldum í tengslum við sjúkdóma eða slysi á fólki meðan á ferð stendur. Hugið vel að tryggingamálum áður en lagt er af stað (vegna fólks, farangurs, bíla o.s.frv.) því þú tryggir ekki eftir á!

 • Fyrirvarar

  Smyril Line kemur einungis fram sem umboð fyrir flutningsaðila, hótel eða aðra aðila, eða einstaklinga, sem félagið er í samstarfi við. Smyril Line tekur ekki ábyrgð á breytingum, seinkunum, verkföllum eða öðrum ófyrirséðum atburðum sem kunna að verða og félagið hefur ekki áhrif á. Farþegar bera sjálfir aukakostnað sem af því hlýst. Smyril Line er óviðkomandi lögbundnar skyldur sem hvíla á viðkomandi flutningsfyrirtæki, hóteli eða öðrum aðilum sem Smyril Line er í samstarfi við. Smyril Line tekur ekki ábyrgð á slysum á fólki né stolnum eða eyðilögðum farangri.

  Fyrirvari er tekinn um gengisbreytingar, verðhækkanir, breytingar á olíuverði, uppgefnar tímasetningar og villur sem kunna að leynast á þessari heimasíðu. Smyril Line áskilur sér rétt til að breyta eða aflýsa ferðum sem ekki fæst næg þátttaka í.

  Verð eru gefin upp í íslenskum krónum.

  Ofannefndar ákvarðanir eru í samræmi við almennar reglur um samsettar ferðir og miðast við reglur Félags ferðaskrifstofa í Danmörku. Smyril Line takmarkar ábyrgð sína í samræmi við alþjóðlega sáttmála.

  • Í flugi: Varsjár sáttmálann
  • Á sjó: Aþenu sáttmálann
  • Í lestarferðum: (coti/cif) alþjóðlegur sáttmáli um járnbrautarflutninga.

  Í samræmi við reglugerð ESB nr. 392/2009 um ábyrgð þeirra sem flytja farþega á sjó, gerir Aþenusamningurinn skv. 8. gr. síðarnefnda um ábyrgð rekstaraðila vegna tjóns sem hann hefur valdið á ökutæki , ráð fyrir að eigin áhættu fyrir farþega allt að SDR 330 (jafngildir um 400 evrur) gildir, og verður slíkur fjárhæð (SDR 330) dregið frá heildarupphæð tjónsins.

  Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

 • Fragtflutningar

  Öll farartæki án farþega, á einnig við um farartæki sem falla undir skilgreiningu sem atvinnutæki, hvort sem er með eða án farþega, s.s. sendibílar með eða án farms, flutningabílar, vörubílar og vinnuvélar hvers konar og almenn fragt er flutt skv. fragtflutningsgjöldum Smyril-Line Cargo. Þessi ákvæði eiga einnig við um öll farartæki í innflutningi, fólksbíla jafnt og annað. Farangur með miklu umfangi er einnig meðhöndlaður sem fragt. Upplýsingar um fragt fást hjá Smyril Line Cargo á Seyðisfirði, sími 470 2800 eða í 4702810. Öll farartæki sem eiga að tollafgreiðast á Seyðisfirði á að bóka sem fragt.

 • Innritun

  Farþegar og farartæki þeirra mæti við skipshlið í síðasta lagi 1,5 tímum fyrir brottför. Öll farartæki skulu vera tryggð (hafa græna kortið). Upplýsingar hjá viðkomandi tryggingafélagi. Smyril-Line áskilur sér rétt til að vísa frá þeim sem ekki mæta innan tiltekins tíma til innritunar. Farþegar eru ábyrgir fyrir réttum upplýsingum um stærð farartækja. Þeir, sem gefa upp rangar upplýsingar um hæð eða lengd ökutækja sem eru yfir stærðarmörkum fólksbíla (1,9m á hæð og 5m á lengd), geta átt á hættu að vera vísað frá við innritun.

 • Tímasetningar

  Allar tímasetningar komu- og brottfara eru miðaðar við staðartíma í hverri viðkomuhöfn. Smyril-Line áskilur sér rétt til að bregða út af auglýstum tíma, ef veðurfarslegir þættir krefjast þess. Þá áskilur félagið sér rétt til að breyta um viðkomuhafnir í Færeyjum og Danmörku ef veður hamlar komu á venjulega viðkomustaði. Í Færeyjum eru Kollafjörður og Klakksvík varahafnir fyrir Þórshöfn og í Danmörku er farið til Fredrikshavn eða Hanstholm ef ófært er til Hirtshals.

  Farþegar bera sjálfir ábyrgð á að kynna sér nýjustu upplýsingar um brottfarartíma. Þetta má gera með því að hafa samband við næstu skrifstofu Smyril-Line, eða að fara á heimasíður félagsins, smyrilline.is ,smyrilline.com., smyrilline.fo og smyrilline.dk Símanúmer á skrifstofum Smyril Line eru:

  Farþegar eru sérstaklega hvattir til að hafa opna og svara í farsíma sína, sem gefnir eru upp við bókun þegar nálgast brottför.

  • Norræna Ferðaskrifstofan Reykjavík, (354) 570 8600
  • Smyril-Line Ísland (354) 470 2808
  • Smyril-Line Danmörk +45 96 558 500
  • Smyril-Line Færeyjar +298 34 59 00
 • Almennar upplýsingar

  Farþegar og farartæki þeirra mæti við skipshlið í síðasta lagi 1,5 tímum fyrir brottför. Öll farartæki skulu vera tryggð (hafa græna kortið).

  Upplýsingar hjá viðkomandi tryggingafélagi. Ökumaður skal ganga tryggilega frá bifreið sinni á bíladekki í lægsta gangstigi (park) og í handhemli áður en hann yfirgefur hana fyrir sjóferð. Skemmdir á farartækjum sem verða meðan á sjóferð stendur, eru flutningsaðila óviðkomandi séu þær ekki vottaðar af vakthafandi stýrimanni. Að öðru leyti vísast til ákvæða um hámarksbætur vegna tjóna, samanber farseðlakápu. Farþegar skulu hafa vegabréf á öllum áætlunarleiðum Norrænu. Neiti yfirvöld farþega um landgöngu skal farþegi sjálfur bera kostnað af heimferð.

  Aðgangur að bíladekki er óheimill meðan á sjóferð stendur nema í fylgd áhafnar og eru því farþegar beðnir um að taka úr bílum sínum farangur sem þeir telja sig þurfa áður en sjóferð hefst. Smyril Line ber ekki ábyrgð á peningum né öðrum verðmætum farþega. Farþegar skulu sjálfir koma farangri sínum um borð og frá borði. Farþegar skulu sjálfir gæta þess að þeir fari frá borði í réttri höfn. Allir bílstjórar ökutækja og leiðsögumenn hópa eru ábyrgir fyrir því að farþegar fylgi eftir sínum farangri í tolli við komu til Íslands og séu viðstaddir í tollskoðun.

 • Dýraflutningar

  Um borð í Norrænu er sérklefi með búrum, ætlaður fyrir hunda sem hægt er að leigja gegn gjaldi og þarf að panta það sérstaklega við bókun. Einnig þarf að hafa samband við dýralækni vegna innflutnings-reglna hvers viðkomulands og bólusetningar.

  Innflutningur á dýrum til Íslands með Norrænu er bannaður Um innflutning dýra gilda lög nr. 54/1990 og sbr. 2.gr þessara laga er óheimilt að flytja inn "hvers konar dýr, tamin eða villt, svo og erfðaefni þeirra," ennfremur segir síðar í sömu grein laganna: "Dýrum sem flutt eru inn án heimildar skal tafarlaust lógað og skrokkum eytt svo eigi stafi hætta af." Sérstök reglugerð hefur síðan verið sett um innflutning gæludýra, nr. 935/2004, þar sem skýrt er tekið fram að einungis er heimilt að flytja lifandi gæludýr til Íslands með flugi og Keflavíkurflug-völlur er eina löggilta innflutningshöfnin hér á landi.

  Enn ein reglugerðin er síðan til um einangrunarstöðvar og búnað þeirra, nr. 432/2003. Varðandi innflutning á tollfrjálsum varningi, vinsamlegast leitið upplýsinga á www.tollur.is eða hjá Tollgæslunni. Sími Tollgæslunnar á Seyðisfirði er 569-1725

  Allar upplýsingar í þessum bæklingi geta hugsanlega breyst án fyrirvara. Smyril Line tekur enga ábyrgð á afleiðingum sem hlotist gætu af villum í þessum bæklingi. Smyril Line ber ekki ábyrgð á hugsanlegum töfum eða breytingu á áætlun og áskilur sér rétt til breytinga, ef þörf krefur á skilmálum, áætlun, fargjöldum o.þ.h. án fyrirvara. Smyril Line takmarkar ábyrgð sína (sem og ábyrgð umboða og áhafnar sinnar) samkvæmt gildandi færeyskum sjóferðalögum (sjá farseðlakápu). Allar kröfur og deilur skulu meðhöndlaðar í Þórshöfn og samkvæmt færeyskum lögum.

 • Reykingar

  Reykingar eru aðeins leyfðar á opnu dekki, dekki númer 8. Þetta gildir bæði fyrir farþega og áhöfn. Reykingar eru ekki leyfðar í klefum. Fyrir brot á þessum reglum er sekt uppá 203 evrur.

 • Frosin vara og farangur

  Farþegar mega taka með allt að 50 kg af frosinni vöru per bókun eða allt að hálfum rúmmetra og farangur allt að 50 kg án aukagjalds. Frekari upplýsingar um meðferð frosnu vörunnar er að fá hjá innritunar starfsfólkinu. Frosin vara verður að vera merkt eigandanum, nafn og heimilisfang. Athugið að ekki er leyfilegt að koma með frosna vöru til Íslands. Þessi þjónusta er ókeypis en Smyril Line tekur enga ábyrgð á skemmdum eða öðru varðandi vöruna. Ath: Flutingur á frakt verður að fara í gegnum Smyril Line Cargo(sími +298 309600 eða cargo@cargo.fo)

 • Gæludýr

  Flutning á gæludýrum er greitt sérstaklega fyrir samkvæmt samningi þar að lútandi við Smyril Line. Gæludýr eru ekki leyfð í klefum. Brot á þessari reglu þýðir sekt uppá 405 evrur fyrir þrifin. Það eru hundabúr um borð. Tvö stór, 80 cm x 115 cm x 130 cm. 6 smærri búr, 80 cm x 55 cm x 130 cm. Gæludýr eru ekki flutt til Íslands. Til Færeyja: Vinsamlegast athugðið að skoða reglur um innflutning gæludýra hjá yfirvöldum.

 • Lög og varnarþing

  Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.

Siglingaráætlun

Brottför (staðartími)
Tórshavn. 21. Nov 21:00
Koma (staðartími)
Hirtshals. 23. Nov 10:00
Brottför (staðartími)
Hirtshals. 23. Nov 15:00