Skilmálar vegna vetrarferða til/frá Íslandi

Smyril Line áætlar alltaf öruggar ferðir en ef aðstæður eru ekki ákjósanlegar getur verið að það þurfi að breyta siglingaráætlun í samræmi við þær.

 

Smyril Line áskilur sér allan rétt til að breyta ferðum Norrænu, seinka eða flýta brottför eða fella niður ferðir.
Ef ferð fellur niður, seinkar eða brottför er flýtt, ber Smyril Line enga ábyrgð á kostnaði sem af því getur hlotist, svo sem gistingu, fæði eða flugferðum og öðru.

 

Ef farþegar eru veðurtepptir eða um tæknileg vandamál er að ræða í Færeyjum vegna þess að ferð til Íslands er felld niður, ber Smyrl Line enga ábyrgð á að koma farþegum heim með flugi. Smyril Line mun hins vegar senda bílinn til Íslands með næstu ferð farþegum að kostnaðarlausu og bjóða farþegum gistingu um borð í Norrænu þeim að kostnaðarlausu og máltíðir á vægu verði.

 

Ef farþegar eru veðurtepptir eða um tæknileg vandamál er að ræða á Íslandi vegna þess að ferð er felld niður, ber Smyril Line enga ábyrgð á að flytja farþega með öðrum flutningsaðilum eða gistingu eða öðrum kostaði sem hlýst vegna ferðarofs.

 

Vertu upplýstur um brottfarartíma

Farþegar þurfa að vera upplýstir um brottfarartíma og mögulegar breytingar sem hægt er á finna á heimasíðu Smyril Line smyrilline.is eða hringt í síma 570-8600. Smyril Line mun ávallt gera sitt besta til þess að upplýsa farþega um væntanlegar breytingar og því er mikilvægt að farþegar veiti Smyril Line símanúmer sem er hægt að ná í á öllum stundum.

Vetrarsiglinga Norrænu

 
27.10-31.12.2018

01.01-29.03.2019

01.11-31.12.2019

Bæklingur 2018

Catalogue (single)

  • Bæklingur 2018

    Bæklingur 2018

    Taktu bílinn með til Færeyja og Danmerkur.

Siglingaráætlun

Koma (staðartími)
Seyðisfjørð. 18. Sep 09:00
Brottför (staðartími)
Seyðisfjørð. 19. Sep 20:00
Koma (staðartími)
Tórshavn. 20. Sep 15:00

Fréttir