Smyril Line Ísland
470 2808
Norræna ferðaskrifstofan
570 8600

Norður á bóginn í meira en 37 ár

Þann 1. nóvember síðastliðinn voru 37 ár síðan Smyril Line var stofnað. Stofnendur voru Óli Hammar, Jógvan í Dávastofu og Andrias Jonensen sem störfuðu þá fyrir Strandfararskip Landsins. Smyril Line festi kaup á sænskri ferju sem var endurbyggð og gefið nafnið Norræna. Skipið tók 1.050 farþega og 300 bíla og hóf siglingar sumarið 1983.

 

Smyril Line þekkt fyrir að vera leiðandi fyrirtæki í siglingum á Norður Atlandshafi. Eftirspurnin eftir siglingum um norðurslóðir jókst stöðugt og eftir að hafa siglt í 20 ár þá var kominn tími til að endurnýja skipakostinn og fá stærra skip. Árið 2003 þá var nýtt og stærra skip tekið í notkun. Nýja Norræna tekur 1.482 farþega og 800 bíla. Hún fór í sína fyrstu ferð þann 7. apríl 2003.

 

Í dag er Pf. Smyril Line útgerðarfélag sem er viðurkennt og með gott orðspor. Félagið starfrækir ferðir á milli Danmerkur, Færeyja og Íslands og siglir með farþega, bíla og vörur. Smyril Line hefur byggt sig upp sem öflugt ferðaþjónustufyrirtæki. Árið 2012 hlaut félagið viðurkenningu Danskra stjórnvalda sem ferðaþjónustufyrirtæki í fremstu röð. Síðan var Norræna valin skið ársins í Færeyjum árið 2014 af Siglingamálastofnun Færeyja. 

 

Smyril Line á og rekur ferjuna Norrænu sem rúmar 1482 farþega, 800 bíla eða 130 gáma. Smyril Line á einnig flutningaskipin Eystnes og Hvítanes. Nánari upplýsingar um flutning getur þú fundið inná cargo.fo .

 

Aðalstarfssemi félagins er farþega og vöruflutningar á Norður Atlandshafi.

 

Aðalskrifstofa Smyril Line er í Þórshöfn í Færeyjum en félagið er einnig með skrifstofur í Danmörku, Þýskalandi og á Íslandi.

 

Nánar um skrifstofur okkar hér

 

Hafðu samband

Vinsamlegast hafðu samband við okkur með tölvuósti eða símtali og þjónustu fulltrúar okkar munu hjálpa þér. 

 

Siglingaráætlun

Brottför (staðartími)
Hirtshals. 21. Sep 15:00
Koma (staðartími)
Tórshavn. 23. Sep 05:00
Brottför (staðartími)
Tórshavn. 23. Sep 14:00

Fréttir