Gleðilega páska

24.4.2014

Gleðilega páska

Kveðja frá starfsfólki um borð í Norrænu og okkur í landi

Um leið og við óskum ykkur gleðilegra páska viljum við þakka fyrir frábærar móttökur það sem af er árinu. Það er nú þegar nánast fullbókað í margar ferðir og eru páskarnir engin undantekning.

 

Það er sérlega skemmtilegt að vinna um borð þegar “ferða” vertíðin er hafin og margir farþegar eru saman komnir.

 

Gleðilega páska frá okkur öllum hjá Smyril Line

 


 

Við bjóðum ykkur velkomin um borð

 

Það er hér sem ferðin byrjar, þegar gestir okkar koma og fá afhenta lykla af klefum og eða upplýsingar um hvað hægt er að gera um borð í Norrænu.

 

Við sem störfum í móttökunni erum til þjónustu reiðubúin og gerum alltaf okkar allra besta til að ykkur líði vel á meðan siglt er til Færeyja og Danmerkur. Sumarfríið hefst um borð.

 

Við erum sífellt að betrumbæta aðstöðuna en þar er m.a. kvikmyndahús, heitir pottar, leiktæki fyrir börnin, sundlaug, fótboltavöllur, kaffihús og veitingastaðir.

 

Gleðilega páska frá okkur öllum í móttökunni.

 

Ruth N. Reinert,

Móttökustjóri M / S Norröna

 


 

Spennandi sumar framundan

 

Fyrst af öllu vil ég óska ​​öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra páska. Á sama tíma vil ég segja ykkur frá því hvað er að gerast um borð. Yfir vetrarmánuðina nýtum við tímann til að endurnýja og laga það sem þarf til að farþegum okkar líði sem best á meðan siglingu stendur. Við breytum og bætum við í matarinnkaupunum og erum stolt af því að bjóða upp á enn betra hlaðborð í morgunmatnum og á kvöldverðar-hlaðborði Norrönu.

 

Við erum einnig búin að endurbæta Sky Bar sem er úti-veitingastaðurinn okkar en þar grillum við þegar veður leyfir. Norræna siglir frá Seyðisfirði á miðvikudagskvöldum til og með 11. júní en á fimmtudögum frá og með 19. júní.

 

Við leitumst við að gera okkar besta til að þjóna farþegum okkar og vonumst til að sjá sem flesta um borð.

 

Gleðilega páska!

 

Lasse Kronborg,

Sölustjóri M / S Norröna

Eldri fréttir

Siglingaráætlun

Koma (staðartími)
Tórshavn. 23. Oct 07:00
Brottför (staðartími)
Tórshavn. 24. Oct 21:00
Koma (staðartími)
Hirtshals. 26. Oct 10:00