Norrænu skip ársins 2014

5.2.2015

Norrænu skip ársins 2014

Við hjá Smyril Line erum mjög stolt af þessari viðurkenningu.

Siglingamálastofnun Færeyja hefur tilnefnt Norrænu skip ársins 2014. Við hjá Smyril Line erum mjög stolt af þessari viðurkenningu. Þetta er mikill heiður fyrir okkur. Í tilkynningu Siglingamálastofnunnar Færeyja segir:

 

Færeyska Siglingamálastofnunin opinberar að Norræna hefur verið valin skip skip ársins 2014. Í öðru sæti var M/V Tananger og M/V Haukur var í þriðja sæti. Einu sinni á ári er veitt viðurkenning fyrir skip ársins sem siglir undir færeysku flaggi. Verðlaunin eru veitt fyrir fyrirmyndar viðhald og rekstur.

 

Siglingamálastofnun Færeyja tilnefnir skip ársins í upphafi hvers árs og er ákvörðunin byggð á árangri undangengins árs. Ástæðan fyrir árangri Norrænu er að allar skoðanir stofnunarinnar komu mjög vel út en þær voru margar. Norræna skoraði hærra í öllum skoðunum en önnur skip. Allar skoðanir voru gerðar undir merki “Paris MoU” Í öllum skoðunum sem eru margskonar, fundust engir gallar og ekki neinar aðfinnslur. Þegar samantekt var gerð á öllum skoðunum kom skipið út með hæstu einkun. Í skoðunum þessum er skoðað hvort finnast gallar um borð, ástand skipsins og gögnum sem eru um rekstur skipsins og öryggi.

 

Skipstjórinn axlar mikla ábyrgð. Skipstjórinn þarf að fylgjast mjög vel með öllum skráningargögnum skipsins, skráningu áhafnar og leyfum ásamt réttindum áhafnar. Skipstjórinn þarf ávalt að vera viðbúin heimsóknum skoðunarmanna viðkomandi yfirvalda hverju sinni.

 

Skipaeigendur, siglingayfirvöld og þeir sem reka skip krefjast af skipstjórum og áhöfnum að uppfylla kröfur um gæði, aðbúnað og viðhald sem standast skoðun hverju sinni af viðkomandi yfirvöldum. Þetta þýðir að þeir sem starfa við þennan atvinnuveg þurfa að standast mjög strangar kröfur. Aðaltilgangurinn með þessum kröfum að hálfu þeirra yfirvalda og fána sem viðkomandi skip sigla undir, bæði til handa áhafna og stjórnenda viðkomandi skipafélaga, er að tryggja að skip uppfylli ávalt hámarks kröfur um öryggi, gæði og viðhald.

Þetta stuðlar af viðurkenningu fyrir skipum sem sigla undir færeyskum fána.

Siglingamálastofnun Færeyja hefur á undanförnum árum unnið að því að hámarka leiðstögn til þeirra sem undir hana lúta. Stofnunin einbeitir sér að því að skip sem undir fána hennar sigla geti ávallt staðist alþjóðlegar skoðanir án athugasemda. Þetta er mikilvægt til þess að viðhalda virðingu fyrir færeyska fánanum og fyrir fyrirtæki sem vilja keppa á alþjóðamarkaði á meðal þeirra bestu.

Eldri fréttir

Siglingaráætlun

Brottför (staðartími)
Tórshavn. 21. Nov 21:00
Koma (staðartími)
Hirtshals. 23. Nov 10:00
Brottför (staðartími)
Hirtshals. 23. Nov 15:00