Tjaldsvæði og verslun

Hér er yfirlit yfir tjaldsvæði í Færeyjum og aðstöðu þeirra.
SkoðaHeimili fjölskyldunnar í næsta sumarfríi
Keyrðu um á húsbílnum í Færeyjum í næsta fríi. Auðvelt er að keyra á milli staða og bjóða flestir bæir í Færeyjum upp á tjaldsvæði með mögnuðu útsýni. Ímyndaðu þér að sitja fyrir utan húsbílinn og horfa á fjallagarða í bland við hafið og stórkostlegt umhverfi.
Finna má leikvelli fyrir börnin og hina ýmsa afþreyingu. Það er einnig ánægjulegt að keyra í gegnum bæina á leið þinni á áfangastaðinn, en þú hefur val um 18 eyjar í fríinu. Þitt er valið á meðan á ferðalaginu stendur.
Njóttu þess að sigla á áfangastað með húsbílinn, tilbúinn í ferðalagið.
Heimilt er að taka gashylki með um borð í húsbílnum, en það þarf að merkja það sérstaklega með t.d. límmiða á framrúðu bílsins. Loka skal fyrir og aftengja alla gaskúta/eldfimt áður en ekið er um borð í Norrænu .
Vinsamlegast athugið að tjaldsvæði í Færeyjum eru eingöngu opin yfir sumartímann!
Sjáðu verð og bókaðu á netinu með því að ýta á BÓKA hér að neðan.
Þér er einnig velkomið að hafa samband við okkur í síma eða senda okkur fyrirspurn í tölvupósti og við aðstoðum þig.
Hagstæðir greiðsluskilmálar: Borgaðu 25% við bókun, að lágmarki 63.000 ISK. Greiða þarf eftirstöðvar til SML ekki síður en 30 dögum fyrir brottför. Nýttu þér þessa hagstæðu greiðsluskilmála og bókaðu þann klefa og brottfarardag sem hentar þér með góðum fyrirvara.
Við mælum hiklaust með þessu stórfenglega landi og sjávarsýn.
Lestu meira