Sigling og 4 nætur á Hótel Brandan

Færeyjar eru fallegur áfangastaður til að ferðast til með bland af menningu og náttúrufegurð. Keyrðu um eyjarnar að degi til og njóttu menningarlífsins í Tórshavn á kvöldin. 

Tórshavn hefur upp á margt að bjóða, frá úrvali af veitingastöðum, fallegum byggingum og sögulegum stöðum. Hægt er að ganga um borgina, heimsækja Tinganes og Skansann, auk annarra fallegra staða í borginni. Njóttu páskahátíðarinnar í Færeyjum. 

Siglt er frá Seyðsfirði kl. 20:00 á miðvikudagskvöldi og komið er til Tórshavn á fimmtudegi kl. 16:00. Siglt er frá Tórshavn á mánudegi kl. 13:00 og komið til Seyðisfjarðar á þriðjudagsmorgni kl. 09:00. 

Dagsetning
Brottför frá Seyðisfirði: 05.04*, 12.04, 19.04 & 26.04.2023
Brottför frá Tórshavn: 10.04*, 17.04, 24.04 & 01.05.2023

* Páskahátíðin

Verð á mann

frá 89.990 ISK

 • Innifalið:
  • Verð á mann þegar tveir ferðast saman
  • Sigling til Tórshavn og tilbaka
  • 2 rúma sérklefi án glugga
  • Bíll <1,9m H & 5m L
  • 4 nætur á Hótel Brandan með morgunverði 
 • Viðbætur:
  • 2 rúma sérklefi með glugga: frá 8.400 ISK á mann
  • Hagstæðara er að panta máltíðir fyrirfram. Sjá verð hér
Skoða verð & bóka

Hagstæðir greiðsluskilmálar: Borgaðu 25% við bókun, að lágmarki 126.000 ISK. Greiða þarf eftirstöðvar ekki síður en 30 dögum fyrir brottför.

 

Hótel Brandan

Hótelið er 4 stjörnu umhverfisvænt hótel með vottun frá Greenkey. Hótelið er vel staðsett í höfuðborginni Tórshavn, aðeins nokkrar mínútur frá miðbænum, verslunarmiðstöð, fótboltavelli og miðstöð íþrótta í Tórshavn.

Hótel Brandan samanstendur af 124 hótelherbergjum, 4 fundarherbergjum, saunu, líkamsrækt og heitum pottum auk þess sem til staðar eru 130 bílastæði fyrir gesti. 

Sjá nánar
Hótel Brandan.

Tíu staðir í Færeyjum

Við mælum hiklaust með þessu stórfenglega landi og sjávarsýn. Tíu staðir sem gaman er að upplifa í Færeyjum.

Sjá nánar
Tíu staðir í Færeyjum.

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.