Skoðaðu Færeyjar og gistu í Tórshavn

Siglt er á fimmtudagsmorgnum frá Seyðisfirði og komið til Tórshavn aðfararnótt föstudags. Gist er 6 nætur í Færeyjum og siglt heim frá Tórshavn á miðvikudagskvöldi með komu til Seyðisfjarðar á fimmtudagsmorgni. 

Frá Tórshavn getur þú farið í skoðunarferðir um eyjurnar, tekið ferjurnar yfir til Nólsey og Suðurey, auk þess sem þú getur upplifað menningarborgina Tórshavn. Borgin er full af menningarlífi, skemmtilegum kaffihúsum auk góðra veitingastaða. 

Hótel Brandan

Hótelið er 4 stjörnu umhverfisvænt hótel með vottun frá Greenkey. Hótelið er vel staðsett í höfuðborginni Tórshavn, aðeins nokkrar mínútur frá miðbænum, verslunarmiðstöð, fótboltavelli og miðstöð íþrótta í Tórshavn.

Hótel Brandan samanstendur af 124 hótelherbergjum, 4 fundarherbergjum, saunu, líkamsrækt og heitum pottum auk þess sem til staðar eru 130 bílastæði fyrir gesti. 

Sjá nánar
.

Tíu staðir í Færeyjum

Við mælum hiklaust með þessu stórfenglega landi og sjávarsýn. Tíu staðir sem gaman er að upplifa í Færeyjum.

Sjá nánar
.

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.