Staðir sem gaman er að upplifa í Færeyjum

Í miðju Norður-Atlantshafinu, aðeins í dagsferð á skipi frá Íslandi, má finna Færeyjar sem eru rammaðar inn af 1.289 km strandlengju. Hvergi á eyjunni er lengri en 5 km í hafið. 

Við mælum hiklaust með þessu stórfenglega landi og sjávarsýn. Eyjaklasinn er þekktur fyrir milda vetur og köld sumur, en þrátt fyrir árstíðirnar ertu umvafin fallegu útsýni um leið og þú siglir inn í fjörðinn. 

Náttúran er ólýsanleg og hefur mikil áhrif á menningu eyjanna. Umhverfið er vel staðfest í háttsýni og hugsunarhátt íbúa. 

Fjöldi íbúa er yfir 54.000 manns sem teygir sig yfir 17 eyjar, sem tengdar eru með vegum, undirgöngum og ferjum. 

Færeyingar eru vinalegir og hlýlegir gestgjafar. Þeir eru fjölskylduræknir, niðri á jörðinni og bera mikla virðingu fyrir hefðum. Þekktur eiginleiki þeirra er hversu indælir og kurteisir þeir eru við ferðamenn sem heimsækja eyjarnar þeirra. Færeyingar eru stoltir af landi sínu og þjóð og hafa gaman af því að sýna gestum allt það góða sem Færeyjar hafa upp á að bjóða. 

Tórshavn

Tórshavn er ein af minnstu höfuðborgum í heimi og hefur um 20.000 íbúa. Borgin hefur sjarmerandi blöndu af því gamla og nýja, gamlar friðaðar byggingar koma saman við nýjan arkitektúr. Við mælum með að gengið sé í gegnum Tinganes, þar sem finna má alþingi Færeyinga auk þess að kynna sér menningu Færeyinga. Gaman er að smakka skandinavískri matargerð á mörgum af veitingastöðum Tórshavn. 

Góð ráð: Fylgstu með Sumartónum, færeyskri tónlistarhátíð með klassískri og númtímalegri tónlist. Tónlistarhátíðin felur í sér mikið af tónleikum víðsvegar um eyjarnar og margir af þeim eru með frían aðgang. 

. . . . .

  Afþreying í Tórshavn

  Afhjúpaðu fjársjóði Tórshavn, Listasafn Færeyja og Norræna Húsið. Skoðaðu SMS verslunarmiðstöðina eða færeyska hönnuði, Østrøm, Guðrun & Guðrun, NF10 og Ullvøruhúsið. Röltu um Tórshavn og skoðaðu styttur borgarinnar. Fyrir göngur getur þú upplifað Rossagøtan eða gamla veginn til Velbastaður, þar sem hægt er að taka rauða strætisvagninn tilbaka. Upplifðu það allra besta sem Tórshavn hefur upp á að bjóða.

  Ganga til Velbastaður

  Listi & kort af styttum
  . . .

   Nólsoy

   Nólsey er sjarmerandi eyja með mikilli náttúrufegurð og fallegu þorpi. Á eyjunni er hægt að fara í náttúrugöngur, t.d. meðfram steinilögðum stígum yfir fjallið Eggjarklett, að vita sem staðsettur er á Borðan. Gangan tekur um fjórar klukkustundir. Finna má nokkur kaffihús í þorpinu á Nólsey, sem ber sama nafn og eyjan. Finna má lifandi tónlist á dagskrá á Maggies. Þar getur þú einnig fengið þér að borða. 

   . .

    Kirkjubær

    Þorpið Kirkjubær hefur mikla sögu og má finna í einungis 10 mínútna akstursfjarlægð frá Tórshavn. Kirkjubær var aðsetur biskupsins og því kristilegur og menningarlegur miðpunktur Færeyja. Þar má nefna St. Ólavs kirkja (11.öld), Magnúsar kirkja (12.öld) og Kirkjubæjargarð, sem nú er heimili sautjánda ættliðar Patursson fjölskyldunnar. Þessi mannvirki hafa öll mikla sögu. Við mælum með að fara í góða göngu frá Tórshavn til Kirkjubæjar, en gangan er 7 km og frekar auðveld. Útsýnið er hreint stórkostlegt. 

    . . .

     Vestmanna Klettagarðar (Seacliffs)

     Klettagarðar Vestmanna eru einn af vinsælustu ferðamannastöðum Færeyja. Við mælum með að farið sé í bátsferð til klettagarðanna, þar sem gestir fá tækifæri til að vera í návígi við fuglalíf, hella og klettagarða. Hægt er að fá upplýsingar og bóka siglingu á puffin.fo.

     . .

      Saksun & Tjörnuvík

      Ljósmyndaferð um Saksun er vinsæl ferð í norðvesturhluta Straumeyjar. Þegar fjara er, þá er gengið um 3 km til strandar Atlantshafsins. Dúvagarður, sem er gamalt bóndabýli, hefur rætur sínar að rekja til 17. aldar og er opið á sumrin sem safn og kaffihús. Aðeins norðar á eyjunni er að finna Tjörnuvík, þar sem hægt er að líta yfir fjörðinn, með fjallagarðanna yfirgnæfandi beggja vegna við þorpið, sem nefnast “The Giant” og “The Hag”. 

      Við mælum með að stoppa og staldra við hjá fallegum fossi að nafni Fossá, sem finna má á leið til Tjörnuvíkur.

      . . . .

       Gjógv

       Gjógv, fagurt þorp á norðurströnd Austureyjar, er þekkt fyrir einstaka náttúrulega höfn sem finna má innan gils sem myndað hefur verið af hafinu. Gilið, nafn þorpsins og líflína þess til ársins 1960, býður upp á innsýn inn í samblöndu af náttúru og færeyskri hefð. Heillandi gistihúsið Gjáargarður býður gestum upp á að snæða á notalega veitingastaðnum sínum, umvafin kyrrlátu andrúmslofti þorpsins.

       Umvafin stórkostlegu landslagi, þá er Gjógv griðarstaður fyrir áhugafólk um útivist. Skoðaðu Slættaratind, nálægt þorpinu, sem er hæðsta fjall Færeyja. Gakktu fjallið með 880 metra hækkun og fáðu víðáttumikið útsýni í verðlaun. Þegar þú skoðar svæðið, frá miðjum apríl til septembers, mælum við með að hafa augun opin fyrir lundum sem sitja í fjallshlíðinni fyrir ofan gilið. Þessir fallegu fuglar bæta lifandi stemningu við stórkostlega sjón, sem gerir heimsóknina ógleymanlega.

       . . .

        Mykines

        Mykines er vestasta eyja Færeyja. Farðu í þægilega göngu gegnum heillandi þorpið Mykines, sem hefur 15 íbúa, eða farðu í fjallgöngu á hæsta tind eyjunnar sem nefnist Knúkur, til að upplifa frábært útsýni. Staðurinn er þekktur sem fuglaparadís, sem lýsir ríkifengnu fuglalífinu, sem felur í sér hundruði lunda sem byggja býli sín þar á sumrin. Til að bóka pláss í ferjunni eða til að bóka pláss til að ganga yfir eyjuna til Mykaneshólms er æskilegt að hafa samband við mykines.fo. Vinsamlegast athugið að ferðir geta breyst vegna veðurs. 

        . .

         Trælanípan & Gásadalur

         Trælanípa er einn af mest mynduðu stöðum Færeyja. Á klettabrúninni er hægt að horfa beint niður 142m á sjóinn, en á sama tíma horfir þú á Sorvágsvatn, stærsta stöðuvatn Færeyja. Frá þessum sjónarhól getur þú einnig séð part af suðurhluta Straumeyjar, auk Hestur, Koltur, Sandey, Skúvey og Suðurey. Í hina áttina er hægt að upplifa fuglabjarg Sorvágsbjarg, eyjuna Mykines og Mykineshólm.

         . . .

          Klaksvík

          Klaksvík er annar stærsti bær Færeyja. Hann stendur í norðurhlutanum við höfða sem gerir höfnina einstaka. Stórir fjallagarðar, þar á meðal Klakkur sem bærinn er nefndur eftir, umlykja bæinn. Við mælum með gönguferð, sem er rúmur 1 og hálfur tími, til Klakks. Í góðu veðri er útsýnið stórkostlegt en Klaksvík býður einnig upp á menningu, verslanir í litlum búðum heimamanna auk notalegra kaffihúsa.  

          . .

           Suðurey

           Ferðastu með morgunferjunni frá Tórshavn og keyrðu til syðsta punkts eyjunnar, þar sem þú getur upplifað stórkostlegt ústýni Akraberg vitann, sem byggður var árið 1909. Við mælum einnig með því að keyra upp mjóa veginn sem endar á Eggjarnar. Eggjarnar eru 350 m hátt fjall sem býður upp á frábært útsýni. 
             
           Fámjin er eini landnámsstaðurinn á vesturströnd Suðureyjar. Í gömlu kirkjunni sem finna má í þorpinu hangir fyrsti færeyski fáninn, Merkið, sem er hannaður og saumaður af færeykum nemendum í Kaupmannahöfn.  

           Fyrir þá sem hafa unun á að ganga, þá mælum við með að taka göngu til Hvannhaga, nálægt Tvøroyri sem er talinn vera einn af einstökustu náttúruupplifum Færeyja. Njóttu þess að fá þér léttan hádegisverð eða kaffibolla, á Café Mormor eða Glasstovan í Tvøroyri og á Hótel Bakkin í Vágur. Vinsamlegast sjáið siglingaráætlun fyrir ferjuna Smyril til Suðureyjar, leið 7, á ssl.fo.

           . .

            Kalsoy

            Einungis í 20 mínútna fjarlægð með ferju frá Klaksvík er einstaka eyjan Kalsoy. Þú getur keyrt á bíl eða með rútu gegnum fjögur mjóu göngin sem tengja fjögur þorp eyjunnar og upplifa allt það sem þessi fallega eyja hefur upp á að bjóða. 

            Farðu í fjallgöngu að fræga vitanum Kallur, sem staðsettur er á nyrsta hluta eyjunnar og upplifðu staðinn þar sem James Bond tók sinn síðasta andardrátt í kvikmyndinni No Time to Die. Ekki gleyma að taka mynd af styttunni Kópakonan í Mikladal og læra um þessa gömlu færeysku goðsögn. 

            Skoðaðu ssl.fo ferð 56 fyrir tímaáætlun ferjunnar frá Klaksvik til Syðradal. Fyrir upplýsingar um Kalsoy vinsamlegast skoðið visitkalsoy.fo.

            . .

             Translate_Get_your_free_catalogues

             Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

             Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.