“Ég vinn aldrei í Facebook leikjum”

Hjónin Unnsteinn Líndal Jensson og Steinunn Alda Guðmundsdóttir, eru sigurvegarar í einum af Facebook leikjum Smyril Line, en þau voru dregin úr stórum hópi þátttakenda. Verðlaun þeirra voru ferð með Norrönu til Færeyja og Danmerkur sumarið 2022. 

“Facebook leikur, afhverju að taka þátt í honum, enginn vinnur neitt. Þegar við fengum skilaboðin að við hefðum unnið, hélt ég að einhver væri að gera grín í mér” segir Unnsteinn. “Þegar við áttuðum okkur á því að þetta væri ekki grín urðum við mjög spennt fyrir sumrinu og lögðum öll áætluð sumarplön til hliðar” 

Steinunn hafði áður siglt með Norrönu árið 1983 og síðan árið 2006, en í bæði skiptin stoppaði hún í Færeyjum. Unnsteinn var hinsvegar að fara í sína fyrstu ferð. Þau ákváðu að ferðast innanlands á leið sinni til Seyðisfjarðar með heimsóknum til vina á Höfn í Hornafirði, skoðuðu Fraska safnið á Fáskrúðsfirði og kíktu í Kaupfélagið á Breiðdalsvík.

“Upplifun okkar um borð var mjög góð, borða, sofa og njóta þess að vera bara í slökun. Maturinn var góður og mjög fjölbreyttur. Þetta er svolítil núvitund að sigla svona, ferðin tekur tvo daga, þú getur verið laus við allt áreiti af síma og neti ef þú kýst svo. Við keyptum okkur spilastokk og rifjuðum upp spil síðan við vorum lítil. Á kvöldin var boðið upp á trúbador í Undirhúsinu og var fínt að sitja þar, spila, spjalla og hlusta á sönginn” 
Þegar þau komu í land í Hirsthals í Danmörku, þá fannst þeim mjög áhugavert að fylgjast með því hvernig verið var að lóðsa bílanna inn og út úr skipinu, hversu fljótt og vel það gekk fyrir sig. Leið þeirra lá til Árósa, þar sem þau hittu systur Steinunnar og fjölskyldu, sem búsett er í Noregi, auk frændfólks sem býr í Árósum. Þar skoðuðu þeu meðal annars “Den gamle by”, sem hefur að geyma hús frá 18. öld. 

“Við erum að gera upp rúmlega 100 ára gamalt hús á Patreksfirði og því var ekki annað hægt en að keyra á loppumarkaði í Danmörku og í Þýskalandi” segir Unnsteinn þegar við spyrjum þau um ferðalag þeirra þegar komið var til meginlands Evrópu. “Við keyrðum til Þýskalands og skoðuðum norðurströndina. Fórum í gegnum Flensborg, Kiel, Lubeck og Rostock ásamt ýmsum smærri bæjum” segir Unnsteinn. 

Þar sem þau voru að fara að ferðast með Norrönu þá kom ekki annað til greina en að stoppa í Færeyjum á milli ferða. Þau komust strax að því að þrír daga eru langt frá því að vera nægur tími. Á meðan þau dvöldu í Færeyjum skoðuðu þau meðal annars Tinganes og Skansann, höfnina í Tórshavn auk Kirkjubæjar, sem þeim fannst einstakur staður. Að sjálfsögðu prófuðu þau einnig nýju neðansjávargöngin. 

“Færeyjar eru hreinasta land sem við höfum komið til. Þar er hvergi rusl í hvorki bæjum né sveitum. Sveitin er sérstaklega falleg, þar er öllu vel viðhaldið, hvergi hálfhrunin hús eða gamlar vélar að grotna niður úti á túni. Í hverjm bæ, sama hversu stór eða lítill hann er, er að finna fótboltavöll, kirkju og tjaldsvæði” tjá þau okkur þegar við spurjum þau um Færeyjar. 

“Við þökkum kærlega fyrir okkur, þessi ferð var algjörlega frábær” 

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.