Keyrt um Evrópu á einkabílnum

Sumarið 2019, lagði Stefán Ásgrímsson og kona hans, Sif, í tveggja mánaða ferðalag um Evrópu. Ferðalagið tók þau á framandi staði í álfunni, þar sem þau keyrðu um á einkabílnum milli landa.

Hjónin notuðu þjónustu Smyril Line Cargo og fluttu einkabílinn með frakt frá Þorlákshöfn til Rotterdam með flutningaskipinu Mykines. Hagstæðara var að flytja bílinn með Mykinesinu en að leigja bílaleigubíl í 5 til 6 vikur. Hjónin flugu síðan til Amsterdam og sóttu bílinn til Rotterdam til að byrja för sína um Evrópu, en mest allan farangur höfðu þau látið sigla með bílnum. Bíllinn var skilinn eftir þann 2.ágúst í Þorlákshöfn og sóttur þann 7.ágúst í Rotterdam. 

Mykines siglir á miðnætti aðfararnótt laugardags og er komið til Rotterdam á mánudögum klukkan 16:00 á staðartíma. Hægt er að leysa út bíla á miðvikudagsmorgnum í Rotterdam. 

Að sögn Stefáns var eftirfarandi kostnaður við að flytja bílinn út með Mykines og sigla heim með Norrönu hagstæður kostur. “Leggurinn Þorlákshöfn – Rotterdam 125.000,- ísl kr. Leggurinn Hirtshals – Seyðisfjörður (bíll og bílstjóri í eins manns klefa) 58.485,- ísl kr. Verðið á heimferðinni var hagstætt vegna þess að þetta var fyrsta ferð skipsins Norrönu eftir að vetraráætlun tók gildi” skrifar Stefán. 

Þegar út var komið keyrðu þau hjónin til Belgíu og Lúxemborgar til að skoða áhugaverða staði og hitta vinafólk. Haldið var til Danmerkur og keyrt um Sjáland auk þess sem hjónin skoðuðu Kaupmannahöfn og nágrenni. Á leiðinni til baka sigldi Stefán með Norrönu ásamt bílnum í einstaklingsklefa en Sif flaug heim til Íslands í gegnum Billund. 

Almennt telur Stefán að auðvelt sé að aka um Evrópu og að mörgu leyti auðveldara en að aka á Íslandi. “Reglufesta er meiri, fólk fylgir betur umferðarlögum og -reglum, allar umferðarmerkingar eru miklu betri og skýrari en hér og það er mark takandi á þeim. Í Evrópu er öll upplýsingagjöf til ökumanna miklu meiri en hér, umferðarmerki og merkingar eru fleiri og skýrari.” að sögn Stefáns. 

Lesa má frekar um áhugavert ferðalag þeirra hjóna auk fræðandi upplýsinga um áfangstaði ferðar þeirra í FÍB blaðinu (Félag íslenskra bifreiðaeigenda), sem kom út haustið 2019. 

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.