Ferðastu til Danmerkur
Sigldu með Norrönu til Danmerkur á okkar besta verði. Frá Danmörku getur þú keyrt vítt og breytt um Evrópu á þínu farartæki.
Njóttu frelsisins að keyra um á þínu eigin farartæki á þínum hraða.
Sigldu með Norrönu til Danmerkur á okkar besta verði. Frá Danmörku getur þú keyrt vítt og breytt um Evrópu á þínu farartæki.
Njóttu frelsisins að keyra um á þínu eigin farartæki á þínum hraða.
miðast við 2 farþega:
Apríl
Með bíl: frá 32.456 ISK
Með mótorhjól: frá 27.836 ISK
Með húsbíl: frá 71.096 ISK
Maí
Með bíl: frá 18.806 ISK
Með mótorhjól: frá 16.496 ISK
Með húsbíl: frá 48.626 ISK
Júní
Með bíl: frá 53.456 ISK
Með mótorhjól: frá 45.948 ISK
Með húsbíl: frá 121.496 ISK
Dæmi um gott verð fram og tilbaka – verð á mann
Brottför frá Seyðisfirði 8. maí – tilbaka 18. maí.
Með bíl: frá 105.861 ISK
Með mótorhjól: frá 91.319 ISK
Með húsbíl: frá 246.666 ISK
Hagstæðir greiðsluskilmálar: Borgaðu 25% við bókun, að lágmarki 126.000 ISK. Greiða þarf eftirstöðvar ekki síður en 30 dögum fyrir brottför.
Hirsthals er fallegur hafnarbær nyrst á Jótlandi, þar sem Norröna kemur að bryggju. Bærinn býr yfir allskonar afþreyingu en þar má m.a. nefna North Sea Oceanarium sem er stærsta sjávardýrasafn í Norður Evrópu. Á safninu má finna beinagrind af langreyði. Í miðbænum eru notaleg kaffihús og veitingastaðir við höfnina. Ströndin í Hirsthals er einstaklega falleg og er þar viti, sem opnaði árið 1863, og stendur á bjarginu Stjen. Í vitanum má finna safn um sögu vitans auk kaffihúss. Á ströndinni er að finna minjar af 54 byrgjum frá Seinni Heimstyrjöldinni, auk annarra minja frá þeim tíma.
Skagen er nyrsti bær Danmerkur, staðsettur á Jótlandi, og má finna þar eina af aðalhöfnum landsins. Bærinn býr yfir ríku fuglalífi, sögu og ströndum. Einn af þeim stöðum er smábátahöfnin með veitingstaði, kaffihús og verslanir. Í kringum bæinn má finna stærstu sandöldu í Danmörku, Rabjerg Mile. Þar er Sct. Laurenti kirkjan, sem er niðurgrafin í sandinn að hluta til og má rekja tilvist hennar til 14. aldar. Eitt af stærstu aðdráttaröflum Skagen er Grenen, náttúrufyrirbæri, þar sem hægt er að standa á skerinu og snerta bæði höfin Skagerak og Kattagat, þar sem öldur þeirra mætast. Mikið dýralíf er á svæðinu og má finna bæði fugla og stundum seli í góða veðrinu.
Óðinsvé er þriðja stærsta borg í Danmörku á eftir Árósum og Kaupmannahöfn. Borgin er staðsett á Fjóni. Finna má allskonar afþreyingu, kaffihús, verslanir og söfn. Eitt af þeim söfnum er æskuheimili frægasta skálds Danmerkur, Hans Christian Andersen. Hefur æskuheimili hans verið gert að safni, þar sem gestir fá að kynnast nýjum hliðum skáldsins. Er hann m.a. þekktastur fyrir sögur á borð við Litla hafmeyjuna, Þumalínu og Litla ljóta andarungann. Borgin hefur einnig verið nefnd grænasta borg Danmerkur. Einn af fallegustu stöðum borgarinn er Dómkirkjan, St. Knuds Kirke.
Árósir er næst stærsta borg Danmerkur á eftir Kaupmannahöfn. Staðsett á Jótlandi í um 2 tíma fjarlægð frá Hirsthals. Borgin býr yfir mörgum skemmtilegum afþreyingum og má þarf nefna AROS listasafnið, stærsta listasafn í Norður-Evrópu og eitt mest heimsótta safn á Norðurlöndunum. Annað safn, sem vert er að skoða er Den Gamle By – Safnið um gamla bæinn, þar sem gestir ferðast aftur í tímann til gamla markaða alveg aftur til ársins 1864. Dómkirkjan í Árósum, Vores Frue Kirke, er lengsta kirkja Danmerkur og telur 93m að lengd. Fyrir framan hana er fallegt torg, sem finna má allskonar markaði yfir árið.
Kaupmannahöfn er höfuðborg Danmerkur, staðsett á Sjálandi. Borgin hefur um 660 þúsund íbúa, en rúma 1,4 milljónir íbúa ef öll úthverfi borgarinnar eru talin með. Borgin býður upp á margskonar afþreyingu, en frægust af þeim er Tivoli. Frá Tivoli er hægt að ganga beint á Ráðhústorgið og yfir á göngugötuna Strikið. Á Strikinu má finna búðir, kaffihús og veitingastaði. Við enda Striksins er hið fræga Kongens Nytorv, þar sem Hotel D‘anglaterre er staðsett. Frá Kongens Nytorv er svo gengið niður á Nyhavn og þaðan í átt að Amelie Borg, konugshöllinni í Kaupmannahöfn. Frá höllinni liggur leiðin síðan niður að Löngulínu, þar sem Litla Hafmeyjan er staðsett. Finna má margar matarhallir í borginni auk dýragarðs, Kobenhavn Zoo.