Skoðaðu fríhöfnina

Um borð í Norrænu er góð fríhöfn. Þar er úrval hefðbundins fríhafnarvarnings, m.a. snyrtivörur, áfengi og sælgæti. Einnig má finna gott úrval af vörum frá færeyskum og íslenskum hönnuðum. Í fríhöfninni færðu falleg handverk og sérunnar heilsuvörur frá Danmörku, Færeyjum og Íslandi.

Snyrtivörudeild fríhafnarinnar hefur verið stækkuð og endurnýjuð til muna. Þar er boðið upp á helstu merki, auk þess sem úrval er af víni og sælgæti. Njóttu þess að versla í glæsilegu umhverfi um borð í Norrænu. 

Í fríhöfninni er hægt að greiða með DKK, EUR auk kreditkorta (Visa & Mastercard)

Tollreglur - sí PDF

Minibar - Kaldir drykkir og snakk

Allir klefar með glugga hafa minibar eða ísskáp.
Ef þú bókar klefa með glugga getur þú pantað minibar með fyrirvara.
Með því verður minibarinn opinn og þú getur notið veitinganna í klefanum þínum.
Þú getur valið á milli minibars með eða án áfengra drykkja. Hér fyrir neðan sést hvað er í boði.

Minibar er innifalinn í verði fyrir deluxe klefa og svítuna.
Hann inniheldur: 2 Aqua D’or, tvo bjóra, 2 gosdósir, 1 Mars/Snickers/Twix og 1 Kims Chims (lítill poki).
Með fyrirvara um að innihald minibars geti breyst.

 

Minibar án áfengra drykkja ISK 1.9640
(keypt fyrir brottför)

2 x Vatn 50cl.
2 x Sódavatn 33cl.
2 x Coca Cola 33cl.
2 x Fanta 33cl.
1 x Súkkulaði KitKat
2 x Kims Chips 25g.
1 x Haribo Candy 500g.
2 x Súkkulaði Twix mini
2 x Súkkulaði Snickers mini

 

Minibar með áfengum drykkjum​ ISK 2.840
(keypt fyrir brottför)

2 x Vatn 50cl.
2 x Sódavatn 33cl.
2 x Coca Cola 33cl.
2 x Føroya Bjór Veðr bjór 33cl.
2 x Føroya Bjór Gull bjór 33cl.
1 x Rauðvín Casa Major
2 x Kims Chips 25g.
2 x Súkkulaði Twix mini
2 x Súkkulaði Snickers mini


Með fyrirvara um að innihald minibars geti breyst.

Heitir sjópottar

Njótið þess að koma í heitu sjópottana á siglingu yfir Norður Atlantshafið.
Þrír heitir pottar, hver með pláss fyrir 6 manns. 


Verð

1 heitur pottur (fyrir allt að 6 manns) í 1 klukkutíma:
DKK 199 - greitt um borð 
 

Bókun/Greiðsla 

Bókun í heitu pottana fer fram á Sky Bar á þilfari 8. 
Á Sky Bar eru afhentir baðsloppar og inniskór. 
Ekki er hægt að bóka í heitu pottana fyrir brottför.
Verð eru á mann, bókun er 1 klukkutími í senn.
Gestir eru beðnir um að fylgja öllum tímatakmörkunum. 


Almennar upplýsingar   

Pottarnir eru staðsettir á sjöunda þilfari. Aðgangur er frá klefa nr. 7501. Verið velkomin í heitu pottana!

Biósalur

Sjáðu nýjustu bíómyndirnar um borð í Norrænu.

Bíósalurinn er staðsettur á 5.dekki og tekur allt að 23 manns í sæti.

Miðar eru seldir í móttökunni á 5. þilfari. 

Verð fyrir fullorðinn: 65 DKK
Verð fyrir barn: 50 DKK

Njóttu kvöldsins um borð í Norrænu og skelltu þér í bíó!

Naust & Sky Bar

Um borð í Norrænu má finna bæði kaffihús og bar, sem staðsett eru á 5. og 8. þilfari.

Naust

Njóttu þess að fá þér kaffibolla, svalandi drykk eða vínglas á nýja kaffihúsinu okkar sem ber nafnið Naust. Kaffihúsið má finna á 5.dekki

Á daginn er hægt að sitja á kaffihúsinu og njóta útsýnis yfir Atlantshafið í þægilegu andrúmslofti. Hægt er að spila bingó eða hlusta á lifandi tónlist með nokkrum af bestu tónlistarmönnum Færeyja. 

Naust tekur allt að 225 gesti í sæti en einnig er hægt að nota staðinn fyrir ráðstefnur og fundi.

Sky Bar

Sky bar er staðsettur á 8. þilfari, stjórnborðsmegin. Barinn er hannaður sem slakandi setustofa með sófum og stólum í bland. Einnig býður hann upp á þægilega tónlist í bakgrunni. 

Bjórinn sem boðið er upp á eru bruggaður í Færeyjum og nefnist Føroya bjór.

Einnig eru í boði fleiri tegundir af drykkjum eins og kokteilar auk þess sem finna má kökur og annað ljúfmeti. 

Sundlaug & líkamsrækt

Um borð í Norrænu er líkamsrækt, lítil sundlaug og heitir pottar. Frítt er í sundlaugina, líkamsræktina og heitu pottana sem staðsettir eru inni í skipinu.

Það er óþarfi að sleppa líkamsræktinni í fríinu. Þú getur skellt þér á hlaupabrettið, hjólað eða lyft lóðum.

Móttaka

Móttökustarfsmenn Norrænu eru ávallt tilbúnir til að aðstoða.

Á sumrin, vorin og um haustið er móttaka Norrænu opin allan sólarhringinn.
Yfir vetrarmánuðina er móttakan opin frá 08:00-22:00 alla daga vikunnar. Ef óskað er eftir aðstoð utan þess tíma, þá er velkomið að hringja eftir aðstoð. 


Hér eru þau atriði sem móttakan getur aðstoðað þig við

Uppfærsla á klefum

Upplýsingar varðandi bókunina þína, til dæmis hvaða máltíðir eru bókaðar fyrirfram

Sala og upplýsingar um skoðunarferðir í Færeyjum

Upplýsingar um veður

Tax free endurgreiðslur

Nestisbox

Kælir fyrir lyfin þín

Skipti á gjaldmiðlum og úttekt á peningum     

 

Hér er dæmi um hvað er hægt að kaupa í móttökunni​

Wi-Fi aðgangur

Snakk

Tímarit

Bíómiða

Vegakort

Frímerki

Minibar í klefa

Handklæði/kodda/rúmföt

Lyf sem eru ekki lyfseðilsskyld

Nettenging

Hægt er að komast á internetið um borð gegn vægu gjaldi. Í samstarfi við "Telenor Maritime" hefur Smyril Line gert farþegum sínum gerlegt að komast á internetið á meðan siglingu stendur. 

Verð er eftirfarandi:

1 klukkustund: DKK 51,80 / € 7
4 klukkustund: DKK 66,60 / € 9
30 klukkustund: DKK 118,40 / € 16
48 klukkustund: DKK 155,40 / € 21
 

Hægt er að kaupa aðgang að internetinu um borð og er aðeins hægt að greiða með Visa kreditkortum.

Einnig er hægt að kaupa inneignarmiða í móttökunni og er þá hægt að greiða með peningum eða kreditkortum.

Greitt er fyrir þann tíma sem er keyptur þó svo að þú nýtir hann ekki allann.

Fótboltavöllur

Fótboltavöllurinn um borð er staðsettur á 8. þilfari og er sérstaklega hannaður fyrir yngri farþegana.

 

Unglingaherbergi

Frábær staður á 6. þilfari þar sem börn og unglingar geta hitt aðra og skemmt sér, t.d. með því að spila Play Station.

 

Leiksvæði

Í Norrænu er búið að stækka og betrumbæta leiksvæðið fyrir börnin. Fjölskylduvænt barnaland má finna á veitingastaðnum "The Diner".

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues