Skoðaðu fríhöfnina

Um borð í Norrænu er góð fríhöfn, Sjóbúðin – Tax & Duty Free. Þar er úrval hefðbundins fríhafnarvarnings, m.a. snyrtivörur, áfengi og sælgæti. Einnig má finna gott úrval af vörum frá færeyskum og íslenskum hönnuðum. Í fríhöfninni færðu falleg handverk og sérunnar heilsuvörur frá Danmörku, Færeyjum og Íslandi.

Snyrtivörudeild fríhafnarinnar hefur verið stækkuð og endurnýjuð til muna. Þar er boðið upp á helstu merki, auk þess sem úrval er af víni og sælgæti. Njóttu þess að versla í glæsilegu umhverfi um borð í Norrænu. 

Í fríhöfninni er hægt að greiða með DKK, EUR auk kreditkorta (Visa & Mastercard).

Tax & Duty Free bæklingur
Skoðaðu fríhöfnina

Kaldir drykkir & snakk

Ef þú bókar klefa með glugga getur þú pantað minibar með fyrirvara. Minibar eru innifalin í lúxusklefum og svítum. Þú getur valið á milli minibars með eða án áfengra drykkja.

Minibar án áfengra drykkja
ISK 1.960
(keypt fyrir brottför i 2021)
ISK 1.869 (keypt fyrir brottför i 2022)
2 x vatn 50cl, 2 x sódavatn 33cl, 2 x Coca Cola 33cl, 2 x Fanta 33cl, 1 x súkkulaði KitKat, 2 x Kims Chips 25g, 1 x Haribo Candy 500g, 2 x súkkulaði Twix mini, 2 x súkkulaði Snickers mini.

Minibar með áfengum drykkjum​
ISK 2.840 
(keypt fyrir brottför i 2021)
ISK 2.709 (keypt fyrir brottför i 2022)
2 x vatn 50cl, 2 x sódavatn 33cl, 2 x Coca Cola 33cl, 2 x Føroya Bjór Veðr bjór 33cl, 2 x Føroya Bjór Gull bjór 33cl, 1 x rauðvín Casa Major, 2 x Kims Chips 25g, 2 x súkkulaði Twix mini, 2 x súkkulaði Snickers mini.

Með fyrirvara um að innihald minibars geti breyst. Ef þú vilt bóka minibar fyrirfram getur þú sent tölvupóst með bókunarnúmerinu á booking@smyrilline.is eða haft samband við okkur í síma +354 470 2803. 

Kaldir drykkir & snakk

Heitir sjópottar

Njótið þess að koma í heitu sjópottana á siglingu yfir Norður Atlantshafið. Þrír heitir pottar, hver með pláss fyrir 6 manns. 

Þegar bókun er gerð, þarf að greiða DKK 100 í tryggingu, fyrir baðsloppa og inniskó sem skila þarf eftir notkun á pottunum. Þegar þeim er skilað eru DKK 80 endurgreiddar. Mismunur er vegna þrifa á pottunum eftir notkun.

1 heitur pottur (fyrir allt að 6 manns) í 1 klukkutíma: DKK 199 - greitt um borð 

• Bókun í heitu pottana fer fram í móttökunni á þilfari 5. Í móttökunni eru afhentir baðsloppar og inniskór. 
• Ekki er hægt að bóka í heitu pottana fyrir brottför.
• Gestir eru beðnir um að fylgja öllum tímatakmörkunum. 
• Pottarnir eru staðsettir á sjöunda þilfari. Aðgangur er frá klefa nr. 7501.

Verið velkomin í heitu pottana!

Heitir sjópottar

Biósalur

Sjáðu nýjustu bíómyndirnar um borð í Norrænu. Bíósalurinn er staðsettur á 5.dekki og tekur allt að 23 manns í sæti. Miðar eru seldir í móttökunni á 5. þilfari. 

Verð fyrir fullorðinn: DKK 65
Verð fyrir barn: DKK 50

Njóttu kvöldsins um borð í Norrænu og skelltu þér í bíó!

Biósalur

Sundlaug & líkamsrækt

Um borð í Norrænu er líkamsrækt, lítil sundlaug og heitir pottar. Frítt er í sundlaugina, líkamsræktina og heitu pottana sem staðsettir eru inni í skipinu.

Það er óþarfi að sleppa líkamsræktinni í fríinu. Þú getur skellt þér á hlaupabrettið, hjólað eða lyft lóðum.

Sundlaug & líkamsrækt

Móttaka

Móttökustarfsmenn Norrænu eru ávallt tilbúnir til að aðstoða. Á sumrin, vorin og um haustið er móttaka Norrænu opin allan sólarhringinn. Yfir vetrarmánuðina er móttakan opin frá 08:00-22:00 alla daga vikunnar. Ef óskað er eftir aðstoð utan þess tíma, þá er velkomið að hringja eftir aðstoð. 

Hér eru þau atriði sem móttakan getur aðstoðað þig við
Uppfærsla á klefum · Upplýsingar varðandi bókunina þína, til dæmis hvaða máltíðir eru bókaðar fyrirfram · Sala og upplýsingar um skoðunarferðir í Færeyjum · Upplýsingar um veður · Tax free endurgreiðslur · Nestisbox · Kælir fyrir lyfin þín · Skipti á gjaldmiðlum · úttekt á peningum     

Hér er dæmi um hvað er hægt að kaupa í móttökunni​
Wi-Fi aðgangur · Snakk · Bíómiða · Vegakort · Frímerki · Minibar í klefa · Handklæði/Kodda/Rúmföt · Lyf sem eru ekki lyfseðilsskyld.

Móttaka

Nettenging

Hægt er að komast á internetið um borð gegn vægu gjaldi. Í samstarfi við "Telenor Maritime" hefur Smyril Line gert farþegum sínum gerlegt að komast á internetið á meðan siglingu stendur. Verð er eftirfarandi:

4 klukkustund: DKK 37,00 / € 4,98
19 klukkustund: DKK 66,50 / € 8,94
36 klukkustund: DKK 133,50 / € 17,95
55 klukkustund: DKK 185,00 / € 24,88
7 daga: DKK 259,00 / € 34,83
 
Hægt er að kaupa aðgang að internetinu um borð og er aðeins hægt að greiða með Visa kreditkortum. Einnig er hægt að kaupa inneignarmiða í móttökunni og er þá hægt að greiða með peningum eða kreditkortum. Greitt er fyrir þann tíma sem er keyptur þó svo að þú nýtir hann ekki allann.
Nettenging

Leiksvæði

Í Norrænu er búið að stækka og betrumbæta leiksvæðið fyrir börnin. Fjölskylduvænt barnaland má finna á veitingastaðnum Nóatún Cafeteria.

Leiksvæði

Unglingaherbergi

Frábær staður á 6. þilfari þar sem börn og unglingar geta hitt aðra og skemmt sér, t.d. með því að spila Play Station.

Unglingaherbergi

Fótboltavöllur

Fótboltavöllurinn um borð er staðsettur á 9. þilfari og er sérstaklega hannaður fyrir yngri farþegana.

Fótboltavöllur

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues