Klefar í Norrænu
Klefarnir um borð í Norrænu tryggja þér þægilega dvöl á meðan siglt er yfir Atlantshafið.
Þú getur valið um tegund klefa, t.d. hvort þú viljir klefa með glugga eða án glugga. Ef þú hefur áhuga á að gera vel við þig þá mælum við með deluxe klefum eða jafnvel svítunni um borð. Norræna býður einnig upp á ódýrari ferðamáta með svefnpokaplássi fyrir þá sem vilja ferðast ódýrt.
Minibar – Kaldir drykkir og snakk
Minibar/ísskáp má finna í öllum klefum sem hafa glugga. Ef þú bókar klefa með glugga þá getur þú pantað minibar í klefann fyrirfram. Með því að bóka minibar fyrirfram þá er hann ávallt opinn meðan þú siglir með Norrænu. Ef minibarinn klárast þá getur þú ávallt notað ísskápinn undir aðra drykki sem þú kaupir um borð í skipinu.