Norræna hlýtur ströngustu öryggisreglum

Við viljum bjóða þig velkomin um borð í Norrænu á ferð þinni til Danmerkur, Færeyja og Íslands. 

Skipið er eina farþegaskipið sem siglir allt árið um kring í Norður Atlantshafi. Í heil 39 ár hefur Smyril Line stjórnað flutningum milli Evrópu og eyjanna í Norður Atlantshafi og hefur Norræna orðið góð viðbót við vegakerfi Evrópu. 

Meðan þú nýtur þess að sigla yfir hafið mun starfsfólk okkar reyna að verða við öllum þínum þörfum og gera ferð þína um borð í Norrænu að ógleymanlegri upplifun. Það þarf engum að leiðast um borð. Upplifðu einstöku veitingastaðina um borð þar sem þú getur snætt menningarlegan mat sem rekja má til tíma víkinganna. Þú ert á leið víkinganna, þegar þú siglir með Norrænu. 

Á öld víkinganna sigldu víkingarnir til vesturs. Sigldu þeir til Englands, Skosku eyjanna í norðri auk þess að uppgvöta ný lönd. Það voru Færeyjar, Ísland og Grænland. Þeir sigldu jafnvel til Ameríku, sem þeir kölluðu Vínland, um hundrað árum áður en Spánardrottning sendi Kólumbus til vesturs til að finna Indland. 

Fyrir marga fylgir einnig spenna að ferðast með Norrænu yfir hafið og sjá víðernið sem birtist á hafi úti. Við viljum að ferð þín verði full af upplifunum. Við munum að sjálfsögðu reyna okkar besta í að gera ferðina þína ógleymanlega, fulla af minningum sem þú deilir með vinum og fjölskyldu sem bíða heima. 

Um borð í Norrænu einblínum við á upprunann og erum því mjög stolt af öllu því sem þjóðirnar í Norður Atlantshafi hafa upp á að bjóða. Þú getur einnig upplifað fríhöfnina, þar sem við höfum unnið hörðum höndum að velja góðar vörur frá Færeyjum, Íslandi og Danmörku. Upplifðu augnablikið um borð í Norrænu og skoðaðu skipið. Farðu á sólardekkið og andaðu að þér ferska loftinu á meðan enn sést til lands og dásamaðu útsýninu, þú gætir jafnvel séð hval. Sama hvernig veður þú færð þá er siglingin í Norður Atlantshafi ávallt sérstök upplifun. Við hlökkum til að bjóða þér velkomin um borð í Norrænu sem fyrst og óskum þér notalegrar ferðar. 

Bestu kveðjur

Skipstjóri Norrænu. 

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues