Markmið og stefna

Stefnuyfirlýsing stjórnar

Öryggisstefna Smyril Line á að sjá til þess að fyrirtækið (t.d. farþegar og sérstakar vörur í frakt) stefni ekki öryggi fólks, eigna og umhverfisins. 

Fyrirtækið hefur því stuðlað að mjög ströngum öryggisreglum í samræmi við alþjóðlegrar reglur auk reglna sem gerðar eru af Classification Society.

Þessar reglur, sem fjalla um hvernig meðhöndla á vörur sem verið er að flytja, stjórnun skipa og véla auk siglinga fela í sér:

 • Viðhald öryggisstuðla um borð í skipinu
 • Viðhalda orðspori fyrirtækisins sem öruggu og hæfu fyrirtæki
 • Koma í veg fyrir aðstæður sem ógna öryggi 
 • Reglulegar úttektir á búnaði og verkferla til að tryggja að þeir séu í samræmi við reynslu, nýja tækni og breytingar á áliti almennings. 
 • Innleiðing regla og sjá til þess að starfsfólk sé almennt hæft til að sinni starfi sínu. 
 • Samræmi við reglur og viðhald öryggisstaðla

Umhverfisstefna

Tilgangur umhverfisstefnu Smyril Line er að sjá til þess að aðgerðir fyrirtækisins stuðli ekki að hættu gagnvart fólki og umhverfinu. 

Sumar vörur sem siglt er með, t.d. eins og olía og gasefni og notuð í rekstri skipsins, geta verið skaðlegar fyrir fólk og umhverfi ef þær eru ranglega meðhöndlaðar. 

Til að tryggja rétta meðhöldun á vörum sem verið er að flytja, auk rétta meðhöndlun á skipinu og vélum þess, hafa verið gerðar ítarlegar leiðbeiningar sem lýsa réttum aðgerðum og dreift til starfsmanna. 

Tilgangur ítarlegra leiðbeininga er til að tryggja að skipinu sé stjórnað í samræmi við alþjóðlegar reglur og reglugerðir varðandi umhverfisvernd. 

Leiðbeiningarnar skal uppfæra reglulega, svo þær séu ávallt í samræmi við nýjustu tækni og taki tillit til breytinga í eftirspurn auk krafna stjórnvalda og Classification Society. 

 

Reglur um notkun vímuefna

 • Misnotkun á vímuefnum er stranglega bönnuð
 • Skipstjórinn ræður þessari reglu
 • Sala á áfengi til starfsmanna undir 18 ára aldri er bönnuð, til annarra starfsmanna má einungis selja á þeim degi sem þau fara frá borði. 
 • Lyf sem ekki eru lyfsseðilsskyld og ekki finnast í lyfjaboxi skipsins eru stranglega bönnuð um borð. 
 • Skipstjóranum er heimilt að taka þá ákvörðun að skoða hvort starfsmaður sé undir áhrifum vímuefna, t.d. með því að mæla öndun, blóð eða þvag.
 • Aðeins skv. beiðni skipstjóra, yfirvélstjóra, starfsmannastjóra og hótelstjóra er leyfilegt að bjóða áfenga drykki á börum og veitingastöðum. 
 • Að lágmarki 4 óskipulögð vímuefnapróf eru gerð reglulega í hverri viku allt árið af skipstjóranum. 
 • Að minnsta kosti tvisvar á ári er óskipulagt áfengispróf gert á starfsfólki með aðstoð sérmenntaðra aðila í landi. Þessi próf eru skipulögð af deild skipsins í landi. 

Vinsamlegast hafið í huga að sá starfsmaður sem ekki samræmist vímuefnastefnunni mun vera látinn fara um leið og upp kemur um atvikið. 

Það er ábyrgð skipstjórans að upplýsa alla starfsmenn um gildandi reglur. 

Skipadeild fyrirtækisins tilkynnir vímuefnastefnu fyrirtækisins til starfsmanna áður en þeir fara um borð.

 

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.