Norröna
1982 – 2003
Fyrsta Norröna byrjaði að sigla milli Færeyja og Danmerkur árið 1983. Kaupin á Norrönu braut blað í sögu færeyskra farþegasiglinga. Hún koma inn í flota nýstofnaða fyrirtækisins Smyril Line sem hafði verið stofnað af frumkvöðlum árið áður. Skipið, sem byggt var árið 1973, hét áður Gustav Vasa og var skráð í Svíþjóð. Áður en hún kom til Færeyja þá var Norröna endurbyggð og nútímavædd í skipagarðinum í Flensburg. Í þá daga var hún talin vera nútímaleg og í takt við tímann. Norröna tók 1050 farþega og 250 bifreiðar. Það þýðir að hún var talin vera stærri og betur útbúin en forverar hennar sem tengdu Færeyjar við umheiminn. Upphaflega sigldi hún einungis til Færeyja á sumrin. Eftirspurn eftir fraktflutningum jókst og árið 1998 var Norröna að sigla milli Færeyja og Danmerkur allan ársins hring. Að sumri til sigldi hún milli Íslands, Færeyja, Hjaltlandseyja, Noregs og Danmerkur til ársins 2003, þegar ný Norröna, sem byggð var sérstaklega til þess að sigla þessar leiðir, tók við.