Skilmálar vegna vetrarsiglinga til Íslands

SML hefur öryggi farþega í fyrirrúmi þegar siglt er á milli áfangastaða og ef aðstæður eru ekki öruggar, getur siglingaráætlun breyst. 

Ef veðuraðstæður og/eða tæknilegar örðugleikar hindra örugga siglingu á milli Færeyja og Íslands, eða Íslands og Færeyja, veitir SML sér þann rétt til að breyta siglingaráætlun, þannig að brottför getur verið fyrr eða seinna en áætlað var. SML veitir sér einnig þann rétt að aflýsa brottför. 

Ef Norröna fer fyrr eða seinna frá landi en áætlað var, eða ef brottför er aflýst, þá er SML ekki skylt að greiða bætur eða kostnað fyrir aðrar flutningsleiðir, eða gistingu. Farþegar bera ábyrgð á þessum kostnaði. SML getur hinsvegar boðið farþegum sem eru strandaglópar í Færeyjum, fría gistingu um borð í Norrönu, en ekki fyrir þær máltíðir sem þeir kaupa um borð. Ef farþegar eru strandaglópar á Íslandi, ber SML ekki ábyrgð á útgjöldum farþega, meðal annars á hótelgistingu. Jafnframt mun SML aðstoða gesti við að finna gistingu, ef þess er óskað. 

Sem dæmi má nefna, að ef vika líður án þess að Norröna komist til Seyðisfjarðar og farþegi óskar þess að komast til Íslands fyrr, mun SML ekki greiða fyrir flugkostnað farþega. Farþegar eru ábyrgir fyrir breytingum á ferðahögum. Jafnframt ef farþegi er með bíl meðferðis og biður um að hann sé sendur með ferjunni til Íslands, þá mun SML ásamt farþega komast að samkomulagi um að senda bílinn til Seyðisfjarðar án kostnaðar í næstu ferð. 

Farþegum ber að halda sér upplýstum um brottfarartíma og breytingar á vefsíðu Smyril Line á Íslandi smyrilline.is eða hafa samband í síma +354 470 2803. SML mun ávallt gera sitt besta þegar kemur að því að upplýsa farþega varðandi breytingar á siglingaráætlun og er það því mikilvægt að farþegar veiti SML símanúmer, sem hægt er að ná í þá á öllum stundum. 

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.