Sigldu með Norrænu og upplifðu stórkostlega náttúru

Norræna siglir til Tórshavn í Færeyjum, sem er staðsett á Straumey. Tórshavn er höfuðborg Færeyja, auk þess að vera talin minnsta höfuðborg Evrópu. Í Tórshavn búa um 21.000 íbúar, sem er stór partur þjóðarinnar, sem er um 50.000 talsins.

Færeyjar samanstanda af 18 eyjum af einstakri náttúru. Hver eyja hefur sinn einstaka sjarma og má finna veg yfir til flestra eyja. Einnig eru samgöngur yfir á þær eyjur sem ekki hafa vegi. Má þar nefna Suðurey og Sandey, sunnan við Straumey. Færeyjar búa yfir fallegum stöðum til að skoða og má sjá upplýsingar um þá 10 helstu staði til að skoða hér.

Lagst er að bryggju við miðbæinn og því stutt fyrir farþega að ganga eða keyra í miðbæinn til að skoða hvað hann hefur upp á að bjóða. Þegar Norræna er í höfn geta farþegar séð yfir Tórshavn, hvernig hún liggur upp með fjallshlíðum og teygir sig í allar áttir. Við hliðina á skipinu má svo sjá Tinganes, þar sem partur af Alþingi Færeyinga er enn starfandi.

Frá höfninni er stutt að keyra út á þjóðveginn sem tekur þig til annarra bæja í Færeyjum, en þar má t.d. nefna Rúnavík og Klaksvík, sem er önnur stærsta borg Færeyja á eftir höfuðborginni Tórshavn.

Aksturstími frá Tórshavn til eftirfarandi staða:

Rúnavík – 1 klukkustund

Klaksvík – 1 klukkustund

Vestmanna – 45 mínútur

Ferðamátar og verð

Færeyjar eru 18 talsins. Íbúar eru um 50 þúsund og þar af búa um 21 þúsund í Tórshavn og nágrenni. Færeyska á uppruna sinn í gömlu norskunni sem var töluð í Skandinavíu á tímum víkinganna. Í Færeyjum er gott vegakerfi og auðvelt að ferðast um. Þar eru hótel, gistihús, sumarhús, farfuglaheimili og tjaldstæði.

Pakkar

Hefur þá áhuga á að gista á hóteli í Færeyjum? Hafðu samband við okkur fyrir frekari aðstoð og við aðstoðum þig við að skipuleggja fríið.

Fáðu innblástur

Hefur þú áhuga á að fá reglulega fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið þitt?

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues