Bæklingur um borð

Bæklingur um borð.

Velkominn um borð!

Skoða

Sumarfríið hefst um borð í Norrænu

Sjóndeildarhringurinn, haf og himinn er útsýnið frá þilfari Norrænu. Það skemmir ekki fyrir að sjá fallegu Færeyjar birtast úr sjó á leið þinni frá Íslandi og svo magnaða Ísland á leiðinni heim.

Sumarfríið hefst um borð í Norrænu. Þar getur þú notið margskonar afþreyingar, farið í sund, líkamsrækt, bíó, heimsótt leikjasalinn, á kaffihús og borðað á góðum veitingastöðum. Hægt er að fylgjast með fuglum og jafnvel sjá hvali, ef veður leyfir, á siglingu yfir hafið. 

Hægt er að velja um "allskonar" mat. Þá má nefna létta rétti, steikur, fisk, hlaðborð með fjölbreyttu úrvali rétta auk nýbakað brauð og bakkelsi frá bakaríinu um borð. Smelltu á tenglana hér að neðan og veldu það sem hentar þér.

Á Nóatún Cafeteria er hægt að fá heita og kalda rétti og þú getur borðað eins og þér lystir á Skansagarður Buffet. Sælkera veitingastaðurinn Munkastova er huggulegur og kósí, þar sem er boðið er upp á úrval gómsætra rétta að skandinavískri og færeyskri fyrirmynd.

Um borð í Norrænu er góð fríhöfn. Þar er úrval hefðbundins fríhafnarvarnings, m.a. snyrtivörur, áfengi og sælgæti. Einnig má finna gott úrval af vörum frá færeyskum og íslenskum hönnuðum. Í fríhöfninni færðu falleg handverk og sérunnar heilsuvörur frá Danmörku, Færeyjum og Íslandi.

Skráðu þig í fréttabréf

Þú getur unnið ferð til Færeyja með Norrönu fyrir tvo með gistingu á 4* hóteli í 4 nætur með því að skrá þig í fréttabréfið okkar.

Þann 1. júní nk. munum við draga út einn heppinn vinningshafa úr hópi þeirra sem eru skráðir móttakendur fréttabréfsins okkar. 

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.