Background preview

Velkomin um borð

Veldu klefa sem hentar þér, pantaðu máltíðir fyrir brottför og forðastu biðraðir. Settu ferðina saman þannig að hún henti þér sem best.

Veldu þinn klefa

Við bjóðum upp á allt frá venjulegum herbergjum til lúxusherbergja. Öll herbergin eru með flatskjá, fataskáp, skrifborði, sér baðherbergi.

Matur & drykkur

Um borð er mikið úrval af ljúffengum mat – njóttu góðs hlaðborðs, ljúffengrar máltíðar á Munkastovu eða nýbakaðrar pizzu á Nóatúni.

Background preview


Fríhöfn, aðstaða og afþreying

Það er alltaf eitthvað að gera um borð fyrir ferðalanga á öllum aldri.

Verslun um borð

Sjóbúðin er fríhöfn með fjölbreytt úrval af hágæða vörum á frábæru verði. Þar finnurðu vinsæl alþjóðleg vörumerki auk einstakra sérvara.

Heitir sjópottar

Njóttu í notalegu Norður Atlantshafinu og horfðu á stórkostlegt útsýni. Heitu og rúmgóðu sjópottarnir eru hitaðir með afgangsvarma frá vélarrými Norrönu taka allt að 6 manneskjur hver. Bókið í móttökunni.

Líkamsrækt, gufubað og sundlaug

Endurnærðu þig með því að nýta þér ókeypis líkamsræktaraðstöðuna, gufubaðið og sundlaugina á 1. þilfari. Sundlaugin er lokuð á vetrna og líkamsræktaraðstaðan er opin frá kl. 07:00 til 19:00.

Bíósalur

Notalegi bíósalurinn okkar á 5. Þilfari rúmar allt að 23 gesti og er með nýjustu kvikmyndirnar í sýnngu. Hægt er að kaupa miða og snakk í móttökunni.

Móttakan

Móttakan getur aðstoðað þig við: Almennar upplýsingar, uppfærsla á klefum, tax free endurgreiðslur, nestisbox o.s.frv. Einnig er hægt að kaupa Wi-Fi aðgang, bíómiða og aðgang að heitum sjópottum í móttökunni.

Nettenging

Hægt er að kaup aðgang að internetinu á aðgangstölvu um borð eða með sérstökum aðgangskóðum í móttökunni. Vinsamlegast athugið að Wi-Fi á hafi úti hefur sínar takmarkanir. Það getur því verið að tengingin sé önnur en þú ert vanur á landi. 

Sjá verð

04 timar DKK 40 / € 5.40 – 1GB 
19 timar DKK 95 / € 12.83 – 3GB
36 timar DKK 144 / € 19.45 – 6GB
55 timar DKK 220 / € 29.72 – 6GB
07 dagar DKK 495 / € 66.87 – 21GB

Fyrir börn og ungmenni

Börn, unglingar og fjölskyldur geta notið góðra stunda saman um borð.

Sundlaug

Börnin geta átt skemmtilegar stundir í sunlauginni um borð. Frábær leið til að leika sér og slaka á í ferðinni.

Fótboltavöllur

Fótboltavöllurinn er staðsettur á 9. þilfari og er opinn frá 12:00 til 18:00.

Gaming Room

Líflegt og skemmtilegt afþreyingarsvæði fyrir börn og unglinga. Sestu við stýrið og kepptu í aksturshermum, taktu hraðan leik í þythokkí eða reyndu á heppnina í klóvélinni og ”klippa reipi” leiknum Þetta finnurðu allt á 6. þilfari

Leiksvæði

Leikherbergið er staðsett í kaffiteríunni Nóatúni. Þar geta börnin hist jafnaldra sína, eignast nýja vini og leikið sér í marga klukkutíma.

PlayStation

Í Undirhúsið geta börn og unglingar notið þess að spila PlayStation. Notalegur staður til að hittast, spila og hafa gaman saman á meðan á ferðinni stendur.

Bókaðu ferðina hér