Njóttu í notalegu Norður Atlantshafinu og horfðu á stórkostlegt útsýni. Heitu og rúmgóðu sjópottarnir eru hitaðir með afgangsvarma frá vélarrými Norrönu taka allt að 6 manneskjur hver. Bókið í móttökunni.
Líkamsrækt, gufubað og sundlaug
Endurnærðu þig með því að nýta þér ókeypis líkamsræktaraðstöðuna, gufubaðið og sundlaugina á 1. þilfari. Sundlaugin er lokuð á vetrna og líkamsræktaraðstaðan er opin frá kl. 07:00 til 19:00.
Bíósalur
Notalegi bíósalurinn okkar á 5. Þilfari rúmar allt að 23 gesti og er með nýjustu kvikmyndirnar í sýnngu. Hægt er að kaupa miða og snakk í móttökunni.
Móttakan
Móttakan getur aðstoðað þig við: Almennar upplýsingar, uppfærsla á klefum, tax free endurgreiðslur, nestisbox o.s.frv. Einnig er hægt að kaupa Wi-Fi aðgang, bíómiða og aðgang að heitum sjópottum í móttökunni.
Nettenging
Hægt er að kaup aðgang að internetinu á aðgangstölvu um borð eða með sérstökum aðgangskóðum í móttökunni. Vinsamlegast athugið að Wi-Fi á hafi úti hefur sínar takmarkanir. Það getur því verið að tengingin sé önnur en þú ert vanur á landi.
Börn, unglingar og fjölskyldur geta notið góðra stunda saman um borð.
Sundlaug
Börnin geta átt skemmtilegar stundir í sunlauginni um borð. Frábær leið til að leika sér og slaka á í ferðinni.
Fótboltavöllur
Fótboltavöllurinn er staðsettur á 9. þilfari og er opinn frá 12:00 til 18:00.
Gaming Room
Líflegt og skemmtilegt afþreyingarsvæði fyrir börn og unglinga. Sestu við stýrið og kepptu í aksturshermum, taktu hraðan leik í þythokkí eða reyndu á heppnina í klóvélinni og ”klippa reipi” leiknum Þetta finnurðu allt á 6. þilfari
Leiksvæði
Leikherbergið er staðsett í kaffiteríunni Nóatúni. Þar geta börnin hist jafnaldra sína, eignast nýja vini og leikið sér í marga klukkutíma.
PlayStation
Í Undirhúsið geta börn og unglingar notið þess að spila PlayStation. Notalegur staður til að hittast, spila og hafa gaman saman á meðan á ferðinni stendur.