Með Norrænu til Danmerkur

Við bjóðum frábær tilboð fyrir alla fjölskylduna frá Íslandi, með Norrænu, til Færeyja og Danmerkur. Þaðan má aka vítt og breitt um Evrópu.

Danir eru góðir heim að sækja enda einstaklega vinalegt fólk sem tekur vel á móti gestum. Ánægjulegt er að ferðast um Danmörku, njóta góðs matar og veðurblíðunnar, sem einkennir Danmörku á sumrin. Danmörk hefur upp á margt að bjóða. Þar má nefna Tívolí í Kaupmannahöfn, Legoland og Djurs Sommerland á Jótlandi. Það eru endalausir möguleikar í boði, bæði í Danmörku og í Evrópu. Það besta við að fara með bílinn í fríið og taka Norrænu, er að það er allt mögulegt.  

Hægt er að keyra suður í sólina, heimsækja vini og ættingja á Norðurlöndunum, skoða stórborgir eins og Berlín og París. Það er einnig dásamlegt að njóta tímans í Danmörku, að sumri og vetri til. 

Fáðu innblástur

Hefur þú áhuga á að fá reglulega fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið þitt?

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues