Sigldu með Norrænu og gakktu í spor gömlu víkinganna

Sjáðu Færeyjar rísa upp í fjarska á heillandi hátt þegar siglt er til Færeyja. Við bjóðum upp á fjölbreyttan ferðamáta, hvort sem þú vilt ferðast með bílinn og fellihýsið eða án bíls. Við getum skipulagt pakkaferð fyrir þig, sem sniðin er að þínum þörfum, með hóteli, fæði og öllu tilheyrandi. 

Færeyjar bjóða ekki einungis upp á fallega nátturu, en einnig má finna þar þjóð með mikla menningararfleið og ástríðu fyrir útivist. 

Saga Færeyja hefst um 625 e.kr. þegar fyrstu íbúar eyjunnar, írskir munkar, settust að. Munkarnir voru síðar hraktir af eyjunni af norskum víkingum, sem voru þá í leiðangri um Norður Atlantshaf. Síðar árið 825, settust fyrstu norsku víkingarnir að Færeyjum og í kringum árið 900 var fyrsta þingið stofnað í Færeyjum, af víkingunum, og er það nú eitt elsta þing í heiminum. Alþingi (Þingið) var staðsett á Tinganesi þar sem færeyska þingið er enn með aðsetur. 

Færeyska tungumálið kemur frá "Old Norse", sem talað var á Norðurlöndunum á tímum víkinga. Norræna gerir þér kleift að fylgja leið víkinganna og kynnast frændum okkur í Færeyjum. 

Njóttu þess að ferðast með Norrænu, það er þægilegur ferðamáti.

Ferðamátar og verð

Færeyjar eru 18 talsins. Íbúar eru um 50 þúsund og þar af búa um 21 þúsund í Tórshavn og nágrenni. Færeyska á uppruna sinn í gömlu norskunni sem var töluð í Skandinavíu á tímum víkinganna. Í Færeyjum er gott vegakerfi og auðvelt að ferðast um. Þar eru hótel, gistihús, sumarhús, farfuglaheimili og tjaldstæði.

Fáðu innblástur

Hefur þú áhuga á að fá reglulega fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið þitt?

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues