Siglt til Færeyja með Norrönu

Ástæða ferðarinnar með Norröna var að ég og systir mín vorum á leið á Víkingahátíðina í Hov á Suðurey í Færeyjum. Við vorum beðnar að koma og spá á hátíðinni. 

Ferðin á Seyðisfjörð gekk vel en þar hittum við fyrir hóp af Víkingum frá félaginu Rimmugýg úr Hafnarfirði sem voru ferðafélagar okkar á Víkingahátíðina. Siglingin út var dásamleg.

Hægt var að vera úti á þilförum og njóta veðursins, fá sér að borða og drekka og njóta lífsins.

Á heimferðinni var best að halda sig í koju en veðrið var þannig. Hinsvegar var stórkostlegt að horfa út um kýraugað á mikilfengi hafsins.

Hátíðin í Hov var yndisleg. Gestrisni Færeyinga er náttúrulega með eindæmum góð. Við fengum gistingu hjá einstakri vinkonu og skemmtum okkur konunglega á hátíðinni.

Ferðasagan er fengin frá Evu Ingibjörgu Sumarliðadóttur, en hún ferðaðist til Færeyja ásamt systir sinni Sveinbjörgu Rósu. 

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.