Með Norrænu til Danmerkur

Norræna siglir til Hirtshals í Danmörku á Norður-Jótlandi. Í Hirtshals búa um 6.000 íbúar, auk þess sem bærinn býr yfir vissum sjávarþorpsblæ. Í bænum má finna hótel, veitingastaði og kaffihús. Auk þess má finna stórt og gott tjaldstæði við sjóinn og Hirtshals vitann sem er eitt af kennileitum bæjarins.

Í Hirtshals má einnig finna ferjurnar Color Line og Fjordline sem sigla báðar til Noregs, ef leiðin liggur þangað. Það tekur svo rúmar 45 mínútur að keyra til Fredrikshavn, en þar má finna Stena Line ferjuna sem siglir frá Fredrikshavn til Gautaborgar í Svíþjóð.

Á Jótlandi má finna allskonar afþreyingu fyrir fjölskylduna, þar á meðan Legoland og Djurs Sommerland. 

Finna má almennissamgöngur í Hirtshals, sem koma þér áfram til allra helstu staða í Danmörku.

Aksturstími frá Hirtshals til eftirfarandi staða:

Álaborg – 45 mínútur

Árósar – 2 klukkustundir

Kaupmannahöfn – 5 klukkustundir

Fáðu innblástur

Hefur þú áhuga á að fá reglulega fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið þitt?

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues