7 nætur um borð
Komdu um borð í Norrönu á Seyðisfirði og sigldu hringinn, Seyðisfjörður – Tórshavn – Hirsthals og tilbaka.
Norröna leggur að bryggju í miðbæ Tórshavn og eru því margir helstu staðir Tórshavn í göngufjarlægð auk kaffihúsa og verslana.
Norröna leggst að bryggju í Hirsthals og hafa farþegar tækifæri á að rölta inn í bæinn og skoða. Vinsamlegast athugið að um hálftíma göngu er að ræða, frá bryggjunni að miðbænum.
Brottfarir
Brottför er fimmtudaga frá 20. mars til 22. maí og svo frá 11. september til 13. nóvember 2025.
Siglt er frá Seyðisfirði á fimmtudagskvöldi kl. 20:00 með stoppi í Tórshavn í Færeyjum á föstudegi frá kl. 16:00 – 20:00.
Frá Færeyjum er síðan siglt til Hirsthals í Danmörku, þar sem komið er til bryggju á sunnudegi kl: 11:00.
Siglt er frá Hirsthals kl. 15:00 sama dag og komið til Færeyja á þriðjudagsmorgni með stoppi frá kl. 07:30 – 13:00.
Siglingin endar svo á Seyðisfirði á miðvikudagsmorgni kl. 09:00.