7 nætur um borð
Komdu um borð í Norrönu á Seyðisfirði og sigldu hringinn, Seyðisfjörður – Tórshavn – Hirsthals og tilbaka.
Ferðin er í boði frá miðjum september til október og svo frá mars til maí.
Norröna leggur að bryggju í miðbæ Tórshavn og eru því margir helstu staðir Tórshavn í göngufjarlægð auk kaffihúsa og verslana. Vinsamlegast athugið að í Tórshavn er ekki boðið upp á að taka bíl frá borði.
Norröna leggst að bryggju í Hirsthals og hafa farþegar tækifæri á að taka bíl sinn frá borði og ferðast um Hirsthals eða til nærliggjandi staða.
Brottför miðvikudaga frá miðjum september til október
Siglt er frá Seyðisfirði á miðvikudagskvöldi kl. 20:00 með stoppi í Tórshavn í Færeyjum á fimmtudegi frá kl. 16:00 – 20:00.
Frá Færeyjum er síðan siglt til Hirsthals í Danmörku, þar sem komið er til bryggju á laugardegi kl. 11:00.
Siglt er frá Hirsthals kl. 15:00 sama dag og komið til Færeyja á mánudagsmorgni með stoppi frá kl. 07:30 – 13:00.
Siglingin endar svo á Seyðisfirði á þriðjudagsmorgni kl. 09:00.
Brottför fimmtudaga frá mars til maí
Siglt er frá Seyðisfirði á fimmtudagskvöldi kl. 20:00 með stoppi í Tórshavn í Færeyjum á föstudegi frá kl. 16:00 – 20:00.
Frá Færeyjum er síðan siglt til Hirsthals í Danmörku, þar sem komið er til bryggju á sunnudegi kl: 11:00.
Siglt er frá Hirsthals kl. 15:00 sama dag og komið til Færeyja á þriðjudagsmorgni með stoppi frá kl. 07:30 – 13:00.
Siglingin endar svo á Seyðisfirði á miðvikudagsmorgni kl. 09:00.