Skoðaðu fríhöfnina

Valmöguleikarnir til að gera góð kaup eru margir og verðin eru mjög hagstæð. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af hefðbundnum tax-free vörum, auk fjölbreytt úrval af merkjavörum. 

Við erum einnig með stórt sérvöru svæði með ilmvötnum, snyrtivörum, víni og sterku víni auk sælgætis.


Skoðaðu fríhöfnina.

Tax & Duty Free bæklingur

Tax & Duty Free bæklingur.

Tax & Duty Free bæklingur gildir frá nóvember til apríl.

Skoða

Heitir sjópottar

Njóttu í notalegu Norður Atlantshafinu og horfðu á stórkostlegt útsýni. Heitu og rúmgóðu sjópottarnir eru hitaðir með afgangsvarma frá vélarrými Norrönu og eru staðsettir á 7. þilfari, stjórnborðsmegin. Við erum með 3 heita sjópotta sem taka allt að 6 manneskjur hver. 

1 sjópottur (fyrir allt að 6 manneskjur) í eina klukkustund: DKK 199

· Vinsamlegast bókaðu í móttökunnni þegar þú ert um borð.
· Móttakan okkar getur boðið þér sloppa og inniskó fyrir DKK 150 í tryggingargjald. Endurgreiðsla er að upphæð DKK 130 þegar þú skilar þeim tilbaka. 

Heitir sjópottar.

Biósalur

Sjáðu nýjustu bíómyndirnar um borð í Norrönu. Bíósalurinn er staðsettur á 5.dekki og tekur allt að 23 manns í sæti. Miðar eru seldir í móttökunni á 5. þilfari. 

Verð fyrir fullorðinn: DKK 65
Verð fyrir barn: DKK 50

Biósalur.

Sundlaug & líkamsrækt

Um borð í Norrænu er líkamsrækt, lítil sundlaug og heitir pottar. Frítt er í sundlaugina, líkamsræktina og heitu pottana sem staðsettir eru inni í skipinu.

Það er óþarfi að sleppa líkamsræktinni í fríinu. Þú getur skellt þér á hlaupabrettið, hjólað eða lyft lóðum.

Sundlaug & líkamsrækt.

Móttakan á þilfari 5

Á sumrin, vorin og um haustið er móttaka Norrænu opin allan sólarhringinn. Yfir vetrarmánuðina er móttakan opin frá 08:00-22:00 alla daga vikunnar.. 

Móttakan getur aðstoðað þig við: Almennar upplýsingar, uppfærsla á klefum, tax free endurgreiðslur, nestisbox, skipti á gjaldmiðlum o.s.frv.

Einnig er hægt að kaupa Wi-Fi aðgangur, bíómiða og aðgangur að heitum sjópottum í móttökunni.


Móttakan á þilfari 5.

Nettenging um borð

Internet er aðgengilegt í samstarfi við Telenor Maritime. 

Verð
4 timar: DKK 37 / € 4,98
19 timar: DKK 66,50 / € 8,94
36 timar: DKK 133,50 / € 17,95
55 timar: DKK 185 / € 24,88
7 dagar: DKK 259 / € 34,83

Hægt er að kaup aðgang að internetinu á netinu um borð eða með sérstökum aðgangskóðum í móttökunni. Aðgangskóðann er hægt að nota á nokkur tæki, þó einungis eitt tæki í einu. Greiðsla er fyrir þann tíma sem þú óskar, ekki tímann sem þú ert á internetinu. 
Nettenging um borð.

Leiksvæði

Í Norrænu er búið að stækka og betrumbæta leiksvæðið fyrir börnin. Fjölskylduvænt barnaland má finna á veitingastaðnum Nóatún Cafeteria.

Leiksvæði.

Unglingaherbergi

Frábær staður á 6. þilfari þar sem börn og unglingar geta hitt aðra og skemmt sér, t.d. með því að spila Play Station.

Unglingaherbergi.

Fótboltavöllur

Fótboltavöllurinn um borð er staðsettur á 9. þilfari og er sérstaklega hannaður fyrir yngri farþegana. Fótboltavöllurinn er opinn frá 12:00 til 18:00.

Fótboltavöllur.

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.