Sjóbúðin – Tax & Duty Free

Um borð í Norrönu, finnur þú fjölbreytt úrval af frábærum fríhafnarvörum á góðu verði, bæði þekkt alþjóðleg vörumerki og einstök íslensk og færeysk merki.

Tax & Duty Free bæklingur
.

Afþreying & happy hour

Upplifðu notalega og skemmtilega ferð með Norrönu. Komdu um borð í skemmtilega og afslappaða siglingu með Norrönu. Dagskráin er full af skemmtilegum afþreyingum, m.a. lifandi tónlist, fróðlegir fyrirlestrar og spennandi bingó leikir. Ef þú ert að leitast eftir rólegum tíma, þá getur þú farið í notalega leshornið eða skorað á fjölskyldu og vini að spila í Undirhúsinu. Þegar daginn fer að enda, afhverju ekki að skála og fagna með skemmtilegum happy hour á barnum?

.

Heitir sjópottar

Njóttu í notalegu Norður Atlantshafinu og horfðu á stórkostlegt útsýni. Heitu og rúmgóðu sjópottarnir eru hitaðir með afgangsvarma frá vélarrými Norrönu og eru staðsettir á 7. þilfari, stjórnborðsmegin. Við erum með 3 heita sjópotta sem taka allt að 6 manneskjur hver. 

1 sjópottur (fyrir allt að 6 manneskjur) í eina klukkustund: DKK 199

· Vinsamlegast bókaðu í móttökunnni þegar þú ert um borð.
· Móttakan okkar getur boðið þér sloppa og inniskó fyrir DKK 200 í tryggingargjald. Endurgreiðsla er að upphæð DKK 150 þegar þú skilar þeim tilbaka. 

Opnunartími fer eftir veðri.

. . .

    Biósalur

    Sjáðu nýjustu bíómyndirnar um borð í Norrönu. Bíósalurinn er staðsettur á 5. þilfari og tekur allt að 23 manns í sæti. Miðar eru seldir í móttökunni á 5. þilfari. 

    Verð fyrir fullorðinn: DKK 65
    Verð fyrir barn: DKK 50

    .

    Móttakan á þilfari 5

    Á sumrin, vorin og um haustið er móttaka Norrænu opin allan sólarhringinn. Yfir vetrarmánuðina er móttakan opin frá 08:00-22:00 alla daga vikunnar.

    Móttakan getur aðstoðað þig við: Almennar upplýsingar, uppfærsla á klefum, tax free endurgreiðslur, nestisbox o.s.frv.

    Einnig er hægt að kaupa Wi-Fi aðgang, bíómiða og aðgang að heitum sjópottum í móttökunni.


    Móttakan á þilfari 5.

    Sundlaug & líkamsrækt

    Um borð í Norrönu er líkamsrækt, lítil sundlaug og heitir pottar. Frítt er í sundlaugina, líkamsræktina og heitu pottana sem staðsettir eru inni í skipinu. Það er óþarfi að sleppa líkamsræktinni í fríinu. Þú getur skellt þér á hlaupabrettið, hjólað eða lyft lóðum.

    .

    Nettenging um borð

    Internet er aðgengilegt í samstarfi við Telenor Maritime. 

    Verð
    4 timar: DKK 37 / € 5
    19 timar: DKK 66,50 / € 9
    36 timar: DKK 133,50 / € 18
    55 timar: DKK 185 / € 25
    7 dagar: DKK 259 / € 35

    Hægt er að kaup aðgang að internetinu á aðgangstölvu um borð eða með sérstökum aðgangskóðum í móttökunni. Aðgangskóðann er hægt að nota á nokkur tæki, þó einungis eitt tæki í einu. Greiðsla er fyrir þann tíma sem þú óskar, ekki tímann sem þú ert á internetinu.

    Vinsamlegast athugið að Wi-Fi á hafi úti hefur sínar takmarkanir. Það getur því verið að tengingin sé önnur en þú ert vanur á landi. 

    .

    Leiksvæði

    Í Norrænu er búið að stækka og betrumbæta leiksvæðið fyrir börnin. Fjölskylduvænt barnaland má finna á veitingastaðnum Nóatún Cafeteria.

    .

    Unglingaherbergi

    Frábær staður á 6. þilfari þar sem börn og unglingar geta hitt aðra og skemmt sér, t.d. með því að spila Play Station.

    .

    Fótboltavöllur

    Fótboltavöllurinn um borð er staðsettur á 9. þilfari og er sérstaklega hannaður fyrir yngri farþegana. Fótboltavöllurinn er opinn frá 12:00 til 18:00.

    . .

      Translate_Get_your_free_catalogues

      Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

      Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.