Jafnlaunastefna Smyril Line

Smyril Line Ísland hefur það að markmiði að allir starfsmenn sem vinna sambærilega eða jafn verðmæt störf njóti jafnra launa og sömu kjara þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.

Launastefna félagsins er að vera eftirsóttur og fjölskylduvænn vinnustaður þar sem jafnréttis sé gætt við allar launaákvarðanir og starfsfólki veitt jöfn tækifæri í starfi, óháð kyni.

Smyril Line Ísland hefur sett sér jafnlaunastefnu sem kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki launajafnrétti sem kveðið er á um í lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur Smyril Line sig til að:

• Innleiða vottað jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85, það skjalfest og því viðhaldið.

• Fylgja viðeigandi kjarasamningum, lögum og reglum sem eru í gildi á hverjum tíma.

• Framkvæma launagreiningu árlega og kynna helstu niðurstöður ásamt jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki.

• Hafa eftirlit með óútskýrðum launamun og bregðast við ef kröfur staðalsins eru ekki uppfylltar með stöðugum umbótum.

• Framkvæma innri úttekt og halda rýni stjórnenda a.m.k. einu sinni á ári.

• Tryggja að jafnlaunastefnan sé aðgengileg starfsfólki og almenningi á vefsíðu félagsins.

Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu Smyril Line og tekur til allra starfsmanna.

Reykjavík, 28. nóvember 2022.

Óskar Sveinn Friðriksson
Framkvæmdastjóri

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.