Hagnýtar upplýsingar

Hér að neðan finnur þú hjálplegar upplýsingar varðandi ferð þína með Norröna. 

Ef þú finnur ekki þau svör sem þú ert að leita að, þá getur þú haft samband við okkur í síma +354 4702803 eða sent okkur tölvupóst á booking@smyrilline.is.

Barnagæsla
Um borð í Norrönu er engin barnagæsla. Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum á öllum stundum, einnig í sundlauginni og í líkamsræktarstöðinni. Börnum undir 15 ára aldri er ekki heimilt að vera í sundlauginni eða líkamsræktinni án þess að vera í fylgd foreldra. 

Barnakerra​
Leyfilegt er að koma með barnakerru um borð, hinsvegar vegna öryggisregla má ekki skilja barnakerruna eftir á gangi eða opnum svæðum heldur verður hún að vera geymd í klefa farþega á meðan á siglingu stendur. 

Barnarúm​
Hægt er að bóka barnarúm fyrir brottför eða leigja það um borð. Rúmföt eru innifalin í leigunni. Verð 3.150 ISK.

Bílaþilfar​
Bílaþilfarið er oft þéttsetið af bílum, sendiferðabílum, hjólhýsum og fleiru, svo gott er að hafa í huga að lítið pláss er á milli farartækja. Til að stuðla að öryggi farþega þá er bílaþilfarið lokað meðan á siglingu stendur. 

Drykkja vatns um borð​
Kranavatnið um borð í Norrönu hefur verið hreinsað og því leyfilegt að drekka það. 

Farangur
Hverjum farþega er leyfilegt að hafa farangur upp að 200 kg. Bílaþilfarið er lokað á meðan á siglingu stendur og því eru farþegar beðnir um að taka þann farangur sem þeir þurfa um borð þegar þeir fara frá bílaþilfarinu. Ef farangur inniheldur viðskiptavörur, þá biðjum við um að haft sé samband við flutningadeild fyrirtækisins, Smyril Line Cargo. 

Frosnar vörur og farangur​
Farþegar geta borið allt að 50 kg af frosnum vörum per bókun eða allt að ½ rúmmetra og svo farangur sem er allt að 50 kg án aukagjalds. Fyrir frekari upplýsingar varðandi flutninga á frosnum vörum, vinsamlegast hafið samband við starfsfólk í innritun. Frosnar vörur þurfa að vera merktar með nafni og heimilisfangi eiganda. Hinsvegar er ekki heimilt að koma með frosnar vörur til Íslands. Þessi þjónusta er gjaldlaus en Smyril Line tekur enga ábyrgð á skemmdum vörum. 

Vinsamlegast athugið: Flutningur á viðskiptavörum þarf að fara í gegnum Smyril Line Cargo (S: +354 4702800 eða island@cargo.fo). 

Gaskútar áfastir á farartæki​
Einungis gaskútar sem eru nú þegar á farartækinu eru leyfilegir. Auka gaskútar eru leyfilegir um borð ef þeir eru tómir. Vegna öryggis farþega eru farþegar skyldugir til að tilkynna til starfsfólks innritunar að gaskútur sé um borð í farartækinu. 

Gas um borð í Norrönu​
Leyfilegt er að koma með að hámarki 20 lítra af gasi um borð. Gaskútarnir þurfa að vera úr stáli og vottaðar fyrir þann tilgang sem þeim er ætlað. Við komu til Íslands: Farþegar skulu hafa samband við tollayfirvöld á Íslandi við komu til að greiða aukalega fyrir gasið.

Gjaldmiðill um borð​
Gjaldmiðillinn um borð í Norrönu er danskar krónur (DKK). Jafnframt er hægt að greiða með EUR, USD og ISK seðlum (ekki smápeningum) og er það gengi skipsins sem gildir hvern dag. Þegar greiðsla er gerð, þá er afgangur ávallt í DKK. 

Öll helstu kreditkort eru gjaldgeng um borð. Ekki er alltaf hægt að treysta á nettenginuna og því mælum við með því að farþegar komi einnig með aukakort og peninga.

Ekki er hægt að skipta eða taka út peninga um borð.

Gæludýr​
Flutningur á gæludýrum er gegn gjaldi og samkvæmt sérstökum reglum Smyril Line. Þegar bókað er búr, fær farþegi númerið 1- 4 ef það er lítið búr eða 5 - 6 ef það er stórt búr. Þegar komið er um borð í Norrönu, þarf farþegi að sækja tvo lykla í móttökuna. Tryggingargjald að upphæð 200 DKK er krafist sem endurgreitt er síðan þegar lyklunum er skilað. Stærð búranna er eftirfarandi: Stóru búrin eru 80 cm að breidd, 115 cm að hæð og 130 cm að lengd. Litlu búrin eru 80 cm að breidd, 55 cm að hæð og 130 cm að lengd. Gæludýr eru ekki leyfð í klefunum. Brot á þeirri reglu er sekt að upphæð 60.000 ISK. Gæludýr eru ekki leyfileg til Íslands. Varðandi Færeyjar er viðskiptavinum bent á að hafa samband við yfirvöld þar varðandi innflutning á gæludýrum. Nánari upplýsingar má finna á hfs.fo

Geymsluhólf
Farþegar geta sett farangur sinn í geymsluhólf á 2. og 7. þilfari. Geymsluhólfin eru í tveimur stærðum. Stóru boxin eru 88 cm að dýpt, 60 cm að hæð og 40 cm að breidd. Litlu boxin eru 78 cm að dýpt, 40 cm að hæð og 30 cm að breidd. Greiða þarf gjald fyrir notkun á geymsluhólfunum. Verðið er 10 DKK fyrir minni boxin og 20 DKK fyrir stærri boxin. Gjald er tekið fyrir hvert skipti sem geymsluhólfið er opnað. 

Innritun​
Farþegar sem ferðast með farartæki eru beðnir um innrita sig saman í innritunarhúsunum við Ferjuleira. Allir farþegar þurfa að vera í farartækinu þegar því er keyrt um og frá borði. 

Starfsmenn vinna að því að hafa förmun og afförmun bílaþilfarsins sem skilvirkasta og því getur skapast biðtími hjá bílstjórum við innritun, keyrslu um borð og frá borði. 

Innritun í Hirtshals: Fjord Line, Container kajen 4, DK-9850 Hirtshals, Denmark.
Innritun í Tórshavn: Eystarabryggja 2, FO-100 Tórshavn, Faroe Islands.
Innritun á Seyðisfirði: Fjarðargata 8, IS-710 Seyðisfjörður, Island.

Innritunartíma má finna hér

Komu- og brottfarartímar​
Vinsamlegast kynnið ykkur komu- og brottfarartíma á smyrilline.is.

Lyftur
Norröna hefur tvær lyftur framarlega í skipinu og tvær aftarlega. Hægt er að fara á öll þilför skipsins með lyftunum, fyrir utan 1. þilfar, þar sem sundlaugin og líkamsræktin eru staðsettar. Ef farþegi á við hreyfihömlun að stríða biðjum við um að það sé tekið fram við bókun, til að hægt sé að verða við þörfum farþegans og úthluta klefa við lyftu. 

Læknisaðstoð​
Norröna hefur aðstöðu fyrir aðhlynningu farþega. Þar geta farþegar fengið lyf sem leyfð eru af ríkinu. Starfsmannastjóri Norrönu er yfir aðhlynningu farþega og getur aðstoðað við skyndihjálp. Hann er í beinu sambandi við sjúkrahúsið í Tórshavn, ef faglegrar aðstoðar er þörf. Í neyð er hægt að fá lækni um borð með þyrlu auk þess sem farþegar geta verið sóttir um borð Norrönu og fluttir á næsta sjúkrahús til aðhlynningar á meðan á siglingu stendur. 

Matur og drykkir
Farþegum er velkomið að koma með sinn eigin mat um borð, hinsvegar er ekki heimilit að koma með sinn eigin mat inn á veitingastaði/bari eða önnur opin svæði, þar sem þessar reglur koma fram. 

Vinsamlegast skoðið hvað er leyfilegt að flytja inn til Færeyja, Íslands og Danmerkur: 

Flytja inn Færeyjar
Flytja inn Island
Flytja inn Danmörk  

Meðganga​
Farþegar sem bera barn undir belti geta siglt með Norrönu þangað til á 35 viku meðgöngunnar. Að sigla á meðgöngu er ávallt áhætta farþegans. Ef farþegi er á 31-35 viku meðgöngu þarf hún að sýna fram á læknisvottorð. Norröna er ekki með lækni um borð. 

Net- og símatenging
Hægt er að kaupa aðgang að interneti á meðan á siglingu stendur í móttöku Norrönu. Vinsamlegast sjáið verð auk annarra upplýsinga hér.  

Þegar siglt er með Norrönu geta farþegar hringt með gervihnattasíma. Það þýðir að ef farþegi hringir eða fær símtal þá er verðið mun hærra en venjulega. 

Rafmagn​
230 volt. Algengasta rafmagnsklóin í Evrópu er með tveimur pinnum. Vinsamlegast komið með aðlagara ef óvissa er um hvort rafsnúran sé með rétta kló. Hleðsla á batteríum fyrir rafmagnsbíla, húsbíla og hjólhýsi osfrv. er ekki heimil um borð í Norrönu. Gaskútar þurfa að vera lokaðir á meðan þeir eru um borð. Klefar innihalda tvær innstungur, hinsvegar eru þær ekki staðsettar við rúmið. 

Rafmagnsbil
Vegna öryggis um borð, þá er mikilvægt að þú látir Smyril Line vita, ef þú ert að ferðast á rafmangsbíl, þegar þú bókar ferðina þína. 

Reykingar
Reykingar eru einungis leyfðar í reykingarrýminu Hjallurinn á 9. þilfari. Þessar reglur varða bæði farþega og starfsfólk. Bannað er að reykja í klefunum og varða brot á þessum reglum sekt allt upp að 30.000 ISK.

Sérstakar þarfir
Norröna hefur 6 klefa sem eru sérstaklega hannaðir fyrir farþega með sérstakar þarfir. Klefarnir eru rúmgóðir og eru staðsettir á 5. og 6. þilfari. Aðgangur að klefanum, baðherbergi og salernisstaða eru hönnuð fyrir hjólastólaaðgengi. Þegar pantaður er farmiði með Norrönu, þá er æskilegt að taka fram ef farþegi á við andlega eða líkamlega hömlun að stríða og þarf á séraðstoð að halda til að gæta öryggi síns. 
Farþegar með sérstakar þarfir eru beðnir um að mæta ekki seinna en 2 klukkustundum fyrir brottför. Vinsamlegast látið vita við innritun varðandi sérþarfir og starfsmenn munu reyna að verða við þörfum farþegans. Það felur t.d. í sér að leyfa farþega að leggja farartæki sínu nálægt lyftunum og aðstoða farþegann að klefa sínum. Meðan starfsmenn Norrönu reyna sitt besta í að verða við þörfum farþegans getur verið að farþegi þurfi að bíða við innritun og útritun. 
Farþegar í hjólastólum eiga vanalega ekki í vandræðum að koma sér á milli staða um borð í Norrönu, jafnvel á opna þilfarinu.

Sjóveiki​
Hægt er að kaupa sjóveikistöflur í móttöku Norrönu. 

Tax Free refund
Þegar þú ferðast heim frá Danmörku, þá þarftu að hafa Tax Free kvittanirnar þínar stimplaðar. Stimpilinn færðu hjá SKAT sem staðsettur er á Dalsagervej 7, 9850 Hirsthals. Þú getur fengið endurgreiðslu frá Global Blue, Premier Tax-Free/Taxfree World Wide og Planet Taxfree í móttökunni um borð. 

Þegar þú ferðast heim frá Færeyjum, þá þarftu að hafa Tax Free kvittanirnar þínar stimplaðar af Færeyskum tollayfirvöldum. Tollurinn er staðsettur í ferjuhúsinu í Tórshavn 1 klukkustund fyrir brottför til að stimpla kvittanirnar. Tax Free kvittanirnar geta svo verið endurgreiddar í DKK í móttökunni um borð. 

Tími um borð
Tími um borð í Norrönu er færeyskur tími. Tíminn í Færeyjum er mældur með Greenwich Mean Time (GMT) að vetri til og GMT +1 klukkustund að sumri til. 

Týnt og fundið​
Ef eitthvað týnist eða gleymist um borð biðjum við um að haft sé samband við móttökuna. Viðskiptavinum er velkomið að hafa samband við Norrönu í síma +298 344900 eða senda tölvupóst á netfangið reception@norrona.fo. Ef viðskiptavinur óskar eftir því að fá eignir sínar sendar til sín, þarf sá sami að greiða sjálfur fyrir flutninginn og tjá móttöku Norrönu hvernig greiðsla á sendingunni eigi að fara fram. Eignir sem gleymst hafa um borð eru geymdar í um 2 mánuði. 

Útritun​
Farþegar er vinsamlegast beðnir um að fara úr klefum sínum í kringum 2 klukkustundum fyrir komu á áfangastað. Útritunartímar eru breytilegir og eru tilkynntir um borð. 

Almennar samgöngur
Vinsamlegast skoðið ssl.fo fyrir upplýsingar um brottfarartíma rútu og ferja í Færeyjum. Rútur og ferjur fara daglega en hinsvegar er það öðruvísi á minni eyjunum og í minni þorpum. Í höfðuborginni, Tórshavn, eru fríar rútur sem keyra um borgina.

Áfengi
Vín, spíri og bjór (yfir 2,25%) eru ekki seld í verslunum, einungis í Rúsdrekkasolan Landsins verslunum sem hafa sérleyfi á áfengi. Rúsdrekkasola Landsins er færeyska ÁTVR. Lágmarksaldur til að drekka áfengi í Færeyjum er 18 ára.

Bankar
Opnunartími banka er vanalega frá mánudegi til föstudags frá 10:00 – 16:00. Bankar eru lokaðir á frídögum.

Gisting
Hefðbundinn innritunartími er milli 14:00 – 16:00 og útritun er fyrir 11:00, ef annað er ekki tekið fram í ferðagögnum.

Gjaldmiðill
Danska krónan er notuð í Færeyjum. Flestir staðir á meginlandinu taka við kreditkortum en þó getur verið að sumir staðir, helst dreifbýliseyjurnar, taki einungis við peningum. Ef þú hyggst ferðast til þessara staða þá er mælt með að taka með sér seðla.

Göng
Færeyjar eru tengdar með mörgum göngum, sum eru einbreið en hinsvegar er meirihluti þeirra tvíbreið. Í Færeyjum eru göng sem liggja niður í sjó en greiða þarf tollagjald til að ferðast í gegnum þau. Fyrir frekari upplýsingar um tollagjöld er bent á tunnil.fo.

Hjálpsamleg númer ef um neyðarástand er að ræða
Neyðarlínan: 112
Læknavakt: 1870
Lögreglan: +298 351448
Neyðarnúmer tannlæknis: +298 314544

Kreditkort
Hægt er að nota öll alþjóðleg kreditkort. Hinsvegar er ávallt góð hugmynd að koma einnig með pening.

Pósthús
Hægt er að finna pósthús í stærri þéttbýlum og þorpum. Þau eru vanalega opin frá mánudegi til föstudags frá 09:30 – 16:00.

Rafmagn
220 volt. Algengasta rafmagnstengi í Evrópu er með tveimur pinnum. Vinsamlegast komið einnig með aðlögunartenging ef óvissa ríkir hvort rétt tengi er á kló.

Rafmagnsbílar
Vinsamlegast sjáið yfirlit yfir hleðslustöðvar í Færeyjum á elbil.fo. Fyrir leiðbeiningar varðandi hleðslukostnað, greiðslu osfrv. vinsamlegast skoðið sev.fo.

Reykingar
Reykingar eru bannaðar innandyra á öllum almennum svæðum.

Sími
Símasamband er á hverri eyju. Hinsvegar má vænta að ekki sé símasamband á meðan á fjallgöngu stendur.

Tax Free refund
Þegar þú ferðast heim frá Færeyjum, þá þarftu að hafa Tax Free kvittanirnar þínar stimplaðar af Færeyskum tollayfirvöldum. Tollurinn er staðsettur í ferjuhúsinu í Tórshavn 1 klukkustund fyrir brottför til að stimpla kvittanirnar. Tax Free kvittanirnar geta svo verið endurgreiddar í DKK í móttökunni um borð. 

Tímasvæði
Tími í Færeyjum er mældur með Greenwich Mean Time (GMT) að vetri til og GMT + 1 klukkustund að sumri til.

Upplýsingar
Hægt er að finna upplýsingar um Færeyjar á visitfaroeislands.com

Veðurfar
Veðurfar í Færeyjum einkennist af mildum vetrum og nöprum sumrum. Veður getur breyst skyndilega, jafnvel innan sömu klukkustundar og stundum er hægt að upplifa allar árstíðir sama dag. Hægt er að finna veðurspá fyrir Færeyjar á yr.no.

Vegabréf og vegabréfsáritun
Skandinavískir og EU ríkisborgarar þurfa ekki VISA áritun. Hinsvegar er nauðsynlegt að vera með gilt vegabréf. Ferðamenn eru ávallt ábyrgir fyrir því að hafa gild ferðagögn til að sýna þegar óskað er eftir. Hægt er að lesa meira hér.

Vegalengd
Fjarlægðin milli Seyðisfjarðar og Tórshavn er 290 sjómílur (1 míla = 1852 metrar). 

Vegakort
Hægt er að kaupa vegakort í móttökunni um borð í Norrönu. Upplýsingamiðstöðvar í Færeyjum eru einnig með kort.

Verslanir
Verslanir eru vanalega opnar frá mánudegi til föstudags frá 09:30 – 17:30, á laugardögum frá 10:00 – 14:00 en á sunnudögum eru verslanir lokaðar. Bensínstöðvar og matvörubúðir eru vanalega opnar til 22:00 eða 23:00.

Vetrardekk
Skylda er að vera á vetrardekkjum í Færeyjum yfir vetrartímann.

Almennar samgöngur
Vinsamlegast skoðið rejseplanen.dk fyrir upplýsingar um brottfarartíma lesta og rúta í Danmörku. Daglegar samgöngur eru frá Hirtshals til Álaborgar og annarra borga í Danmörku. Hægt er að fá upplýsingar um samgöngur fyrir alla Danmörku á síðunni. 

Áfengi
Áfengi er selt í öllum helstu matvörubúðum. Lágmarksaldur til að kaupa áfengi í Danmörku er 16 ára. 

Bankar
Opnunartími banka er vanalega frá mánudegi til föstudags frá 10:00 – 16:00. Bankar eru lokaðir á frídögum.

Gjaldmiðill
Gjaldmiðill er Danska krónan (DKK). Flestir staðir taka við kreditkortum og finna má hraðbanka í borgum og bæjum Danmerkur.  

Samgöngur
Helstu samgöngur í Danmörku eru mjög góðar en hægt er að ferðast á milli borga á hraðbrautum. Auðvelt er að keyra yfir til Fjón og Sjálands, auk þess að keyra áfram innan Evrópu. 

Hjálpsamleg númer ef um neyðarástand er að ræða
Neyðarlínan: 112
Sjúkrahús: Álaborg +45 97 66 00 00, Hjørring +45 97 64 00 00
Læknavaktin: +45 70 15 03 00
Lögreglan: 114
Neyðarnúmer tannlæknis: Álaborg +45 70 200 255 (opið um helgar og á hátíðardögum)

Kreditkort
Hægt er að nota öll alþjóðleg kreditkort. Hinsvegar er ávallt góð hugmynd að koma einnig með pening.

Pósthús
Hægt er að finna pósthús í flestum stórum matvörubúðum, Post Danmark. Þau eru vanalega opin frá mánudegi til föstudags frá 08:00 – 19:00. Vinsamlegast athugið að opnunartími pósthúsa er bundinn opnunartíma matvörubúðar hverju sinni. 

Rafbílar 
Hægt er að finna rafmagnsstöðvar í flestum stórborgum Danmerkur. Frekari upplýsingar um rafmagnsstöðvar fyrir rafbíla má finna á abetterrouteplanner.com eða á plugshare.com.

Rafmagn
220 volt. Algengasta rafmagnstengi í Evrópu er með tveimur pinnum. Vinsamlegast komið einnig með aðlögunartengingu ef óvissa ríkir hvort rétt tengi er á kló.

Reykingar
Reykingar eru bannaðar innandyra á öllum almennum svæðum.

Tímasvæði
Tími í Danmörku er mældur með Greenwich Mean Time (GMT) +1 að vetri til og GMT + 2 klukkustundir að sumri til.

Upplýsingar
Hægt er að finna upplýsingar um Danmörku á visitdenmark.com.

Veðurfar
Veðurfar í Danmörku einkennist af mildum vetrum og ljúfum sumrum. Hægt er að finna veðurspá fyrir Danmörku á yr.no.

Vegabréf og vegabréfsáritun
Skandinavískir og EU ríkisborgarar þurfa ekki VISA áritun. Hinsvegar er nauðsynlegt að vera með gilt vegabréf. Ferðamenn eru ávallt ábyrgir fyrir því að hafa gild ferðagögn til að sýna þegar óskað er eftir. Hægt er að lesa meira hér.

Vegalengd
Fjarlægðin frá Seyðisfirði til Hirtshals er 845 sjómílur (1 míla = 1852 metrar).

Vegakort 
Hægt er að kaupa vegakort í móttökunni um borð í Norrönu. Upplýsingamiðstöðvar í Danmörku eru einnig með kort.

Verslanir
Verslanir eru vanalega opnar frá mánudegi til föstudags frá 10:00 – 18:00, á laugardögum frá 10:00 – 16:00 og á sunnudögum 12:00 – 16:00. Sumar verslanir eru opnar lengur á föstudögum eða til 19:00. Vinsamlegast athugið að opnunartímar geta verið breytilegir eftir staðsetningu. 

Vetrardekk
Í Danmörku er ekki skylda að keyra um á vetrardekkjum. 

 

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.