Norður á bóginn í meira en 37 ár
Smyril Line var stofnað árið 1982 og er í dag virt flutningafyrirtæki sem tengir saman Norður Atlantshafið við Evrópu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Tórshavn í Færeyjum en fyrirtækið er með skrifstofur á Íslandi, í Þýskalandi og í Danmörku. Einnig er Smyril Line í samstarfi við umboðsaðila víðsvegar í Evrópu auk annarra staða í heiminum.
Fyrir 37 árum var flutningafyrirtækið Smyril Line stofnað þann 1. Nóvember 1982 af þremur skipaeigendum, Óla Hammer, Jógvan í Dávastovu og Andrias Joensen, sem voru þá starfandi hjá ríkisfyrirtækinu Strandfaraskip Landsins. Smyril Line keypti sænska ferju, gerði hana upp og nefndi M/S Norræna. Ferjan gat tekið 1.050 farþega auk 300 bíla og fór sína fyrstu ferð sumarið 1983.
Með árunum hefur Smyril Line orðið þekkt fyrir frábær og traustvekjandi ævintýri í Norður Atlantshafi. Eftirspurn jókst stöðugt og eftir 20 ár í þjónustu, var það orðið ljóst að uppfæra þurfti Norrænu með tilkomu stærri og nútímavæddara skips. Árið 2003 var ný og núverandi M/S Norræna tekin í notkun, með rými fyrir 1.482 farþega og 800 bíla, en jómfrúarferðin var 7. apríl árið 2003.
Aðalstarfsemi Smyril Line er í farþega- og fraktflutningum í Norður Atlantshafi.