Saga fyrirtækisins

Aðalstarfsemi Smyril Line er farþega- og fraktflutningar í Norður Atlantshafi. 

Smyril Line var stofnað áður 1982 af skipstjórum sem unnu um borð í ferjunni M/F Smyril. Þeir keyptu ferjuna Gustav Vasa, nefndu hana M/S Norröna og árið 1983 byrjaði Smyril Line að sigla leiðina sem gamli M/F Smyril sigldi. 

Í dag er Smyri Line vel þekkt fyrirtæki í farþega- og fraktflutningum.  

Núverandi M/S Norröna byrjaði að sigla í apríl 2003. Síðan hún kom í færeyska flotann, hefur hún fengið yfirhalningu. Í lok árs 2020, byrjun 2021, voru miklar endurbætur gerðar á M/S Norrönu. Fjöldi klefa var aukinn um 50 talsins og á 10 þilfari var byggt nýtt kaffihús. Fjöldi klefa er nú 366, auk 30 klefa með svefnpokaplássi. Til viðbótar við þessar miklu endurbætur, þá voru einnig gerðar breytingar í gegnum allt skipið.  

M/S Norröna er 36.976 brúttótonn, er 165,7 metrar að lengd, 30 metrar á vídd og getur siglt allt að 21 mílu per klukkutíma. 

Smyril Line á og rekur einnig Smyril Line Cargo, sem á fimm flutningaskip: Eystnes, Hvítanes, Akranes, Mykines og Mistral. Fyrir frekari upplýsingar um Smyril Line Cargo, vinsamlegast skoðið cargo.fo.

Að auki við skipin og skrifstofuna í Færeyjum þá á Smyril Line einnig Smyril Line Travel A/S í Danmörku. Það fyrirtæki rekur starfsemina í Kiel í Þýskalandi. 

Aðaleigendur Smyril Line eru P/F 12.11.11 (59,5%), Føroya Landsstýri (16,2%) og Framtaksgrunnur Føroya (6,3%). Minni hluthafar eiga 18% til samans. Heildarhlutafé er 112.012.332 DKK. 

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.