Danland Norddjurs
Staðurinn er vel staðsettur við strönd og skóglendi auk þess sem stutt er til Árósa. Hér er allt á einum stað, sundlaug, leikvöllur, trampolín, minigolf, fótboltavöllur og margt annað.
Á þessum frábæra stað ertu einungis 200m frá barnvænni strönd og nálægt skóglendi. Börnin geta leikið sér í sundlauginni eða á leikvellinum, hoppað á trampolínunum eða bjóða öðrum að spila við sig í borðtennis, billjard eða minigolf.
Ef þú vilt afslöppun, þá getur þú farið í gufubað, spa eða saunu.
Staðurinn er um klukkutíma akstur frá Árósum og nálægt skemmtigarðinum Djurs Sommerland, safari garðinum Ree Park og Kattegat sædýrasafnin.
Lestu meira um staðinn hér.
Fyrir bókanir og frekari upplýsingar, þá vinsamlegast sendið tölvupóst á booking@smyrilline.is eða hafið samband í síma 470-2803.