Innviðir

Færeyjar státa af flottum innviðum, þar sem flestar aðal eyjurnar eru tengdar með malbikuðum vegum, brúm og undirgöngum, þ.m.t. fjórum neðansjávargöngum. Í heildina eru 90,8% Færeyinga tengdir við vegakerfið. 

. .

    Dagur 1 – Heimsóknir í þorp á Straumey og Austurey

    Byrjaðu daginn á að heimsækja Saksun, um 45 mínútna akstur frá Tórshavn. Saksun er staðsett á fallegu svæði, við enda af fyrrum firði. Heimsóttu kirkjuna og Dúvagarðar, varðveitt sveitabýli frá 17. öld, sem er núna safn. Keyrðu næst til Tjørnuvík, sem er notalegt þorp umkringt háum fjöllum og býður upp á stórkostlegt útsýni af dröngunum Risin og Kellingin. Mundu eftir því að stoppa hjá fossinum Fossá á leið þinni frá Saksun. Haltu áfram til Gjógv, þar sem þú getur gengið um svæðið og heimsótt gistiheimilið Gjáargarður til að snæða léttan hádegisverð eða fá þér kaffi. Eftir að hafa skoðað Gjógv, þá keyrir þú til Funningur og svo þaðan til Elduvík áður en þú heldur aftur til Tórshavn.

    . . . . . . .

      Dagur 2 – Mykines

      Sigldu með ferju frá Sørvágur til Mykines, ferð sem tekur um 30 mínútur. Bókaðu miðann með góðum fyrirvara. Mykines er þekkt fyrir mikið fuglalíf og útsýnisgöngur. Á sumrin verður eyjan vinsæll ferðastaður með mörgum gestum. Til að bóka ferjuna, skoðaðu mykines.fo.

      . .

        Dagur 3 – Norðureyjarnar

        Keyrðu frá Tórshavn til Klaksvík, annaðhvort 75.3 km eftir þjóðveginum eða 41.4 km gegnum Austureyjagöngin. Klaksvík er annar stærsti bær Færeyja, sem býður upp á fjallgöngur, menningu og verslanir. Við mælum með því að ganga fjallið Klakkur, fyrir stórkostlega útsýnið. Frá Klaksvík, getur þú heimsóstt Kunoy og Viðareiði, tvö falleg þorp. Sigldu með bílaferjunni til Kalsey og skoðaðu frægu styttuna af selakonunni í Mikladalur. Fyrir siglingaráætlun og bókanir fyrir þá ferju, skoðaðu ssl.fo.

        . . . .

          Dagur 4 – Gásadalur, Trælanípan og Vestmannabjargir

          Keyrðu til Gásadalur á eyjunni Vágar og skoðaðu hinn fræga foss Múlafossur. Haltu áfram til Trælanípan nálægt Sørvágsvatn, þar sem þú getur notið útsýnis af suðureyjunum og fossinum Bøsdalafossur. Á leið þinni tilbaka getur þú heimsótt Kvívík og varðveittan uppgröft frá víkingaöld. Hápunktur dagsins er bátsferð til Vestmannabjarga, þar sem þú getur upplifað dramatíska færeyska náttúru og fuglalíf. Bókaðu sætið þitt hér á puffin.fo.

          . . . . . . .

            Dagur 5 – Suðurey

            Sigldu með morgunferjunni frá Tórshavn til Tvøroyri, ferðin tekur um tvær klukkustundir. Keyrðu til Akraberg og skoðaðu vita frá 1909. Heimsóttu Eggjarnar nálægt Bágur og Ruth Smith listasafnið. Við mælum einnig með fjallgöngu til Hvannhagi nálægt Tvøroyri. Njóttu létts hádegisverðar eða kaffibolla á Café Mormor í Tvøroyri. Fyrir siglingaráætlun ferjunnar og bókanir, þá skoðaðu hér ssl.fo.

            .

            Dagur 6 – Skoðaðu Tórshavn

            Eyddu einum til tveimur dögum í að skoða Tórshavn, heimsins minnstu höfuðborg sem hefur mikið upp á að bjóða. Heimsóttu listasafn Færeyja, sem hýsir alla bestu færeysku listina. Norræna húsið er menningarmiðstöð með tónleikum og sýningum. Röltu í gamla bænum á Reyni og Tinganes, þar sem ríkisstjórnin er til húsa. Heimsóttu Skansin, sögulegt virki frá 1580. Verslaðu í litlu búðunum í miðbænum, Guðrun & Guðrun og Ullvøruhúsið eða farðu á kaffihúsið Umami og Kaffihúsið við höfnina eða Panamé sem er gömul bókabúð í miðbænum. Prófaðu veitingastaðina í Tórshavn, sem bjóða upp á heimsklassa matarlist. Upplifðu Heimablídni fyrir einstaka upplifun þar sem þú snæðir þjóðlega rétti með heimafólki. 

            . . . . . . . .

              Dagur 7 – Sandey

              Sandey, fjórða stærsta eyja Færeyja, opnaði nýjan kafla í sögunni þegar neðansjávargöngin Sandoyjartunnilin komu í stað ferjunnar í desember 2023. Nú býður þessi náttúrulegi demantur að vera uppgvötaður frá mörgun ferðamönnum með ævintýraþrá. Eyjan stendur undir nafninu “Sandeyjan” með sínar sjaldgæfu sandstrendur og áberandi sandöldur í þorpinu Sandur – sjaldgæf sjón í Færeyjum. Róandi landslagið er frábugðið frá annars stórkostlegum fjöllum Færeyja, sem skapar fullkomnar aðstæður fyrir bæði stuttar og lengri fjallgöngur um fjölbreytt landslagið. 

              Í notalegu þorpunum finnur þú nokkur spennandi söfn, sem lífga upp á ríkan menningararf eyjunnar. Heimsæktu listasafnið og þorpsafnið í Sandur, þar sem hefðir og handverk heimamanna er kynnt í ekta umhverfi. Hvert þorp á eyjunni hefur sína sögu og einstakt andrúmsloft. Taktu þér pásu frá náttúruupplifunum og njóttu færeyskra rétta á kaffihúsi, t.d. Café Retro í Sandur, sem býður upp á notalega stemningu og góðan mat, eða Café Mølin í Skálavík, sem býður upp á léttar máltíðir og nýbakaðar kökur í heillandi umhverfi. Hér, hittast heimmenn og gestir yfir kaffibolla og heimagerðu bakkelsi og njóta útsýnisins yfir fallegt landslagið.  

               

              .

              Translate_Get_your_free_catalogues

              Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

              Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.