Klefi fyrir hreyfihamlaða
Um borð eru klefar fyrir hreyfihamlaða á 5. og 6. þilfari og eru þeir innréttaðir með þarfir þeirra í huga. Klefarnir rúma fjóra manns og eru mög rúmgóðir, þar sem hægt er að keyra hjólastól í gegnum dyrnar. Í þeim er staðlaður útbúnaður fyrir hreyfihamlaða. Að öðru leyti eru þeir útbúnir á sama hátt og fjögurra manna klefar með glugga.
Klefarnir innihalda eftirfarandi: Sængurföt, náttborðslampa, handklæði, fataskáp, sjónvarp, baðherbergi með sturtu