Svefnpokapláss

Klefi á 2. dekki skipsins, sem er undir bíladekkinu, með 6 kojum og ólæsanlegum dyrum. Sameiginleg sturtu- og salernisaðstaða. Svefnpokapláss er einfaldasta og hagkvæmasta gistingin um borð.

Bókanlegur fyrir einstaklinga í sameiginlegum klefa (kynjaskiptur).

Bókanlegur fyrir 2 til 6 farþega (heill klefi).

Bóka rúmfatapakka fyrirfram fyrir 3.675 ISK. Rúmfatapakkinn inniheldur sæng, kodda, lak og handklæði.

Skápar fyrir farangur​: Hægt er að leigja skápa á 2. og 7. dekki til að læsa farangurinn inni. Skáparnir eru í tveimur stærðum. Stærri skápurinn er 88 cm djúpur, 60 cm langur og 40 cm á breidd. Minni skápurinn er 78 cm djúpur, 40 cm langur og 30 cm breiður. Það kostar 10 DKK að loka minni skápunum og 20 DKK að loka þeim stærri. Borga þarf gjaldið í hvert skipti sem skáp er lokað á meðan á siglingu stendur. 


Svefnpokapláss.

Skráðu þig og fáðu sent fréttabréf

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.