Svefnpokapláss

Svefnpokapláss er einfaldasta og hagkvæmasta gistingin um borð. Fullkomin leið fyrir þá sem vilja ferðast ódýrt og er hver klefi í boði fyrir 1 til 6 gesti. 6 kojur í hverjum klefa. Ekki er hægt að læsa dyrunum á þessum klefum auk þess sem snyrting og sturtur eru staðsettar á sameiginlegum gangi. Klefarnir eru kynjaskiptir, karlar og konur eru ekki saman í klefa. Svefnpokaplássið er staðsett á 2.dekki skipsins, sem er undir bíladekkinu. 

Þegar 2 til 6 manns ferðast saman er möguleiki að bóka allan klefann fyrir hópinn. Ef bókaður er heill klefi, þá er leyfilegt að bæði kyn gisti saman í klefanum. 

Rúmfatapakki​: Rúmföt eru ekki innifalin í verði fyrir svefnpokapláss, en mögulegt er að bóka þau fyrirfram á 1.540 ISK. Pakkinn inniheldur sæng, kodda, lak og handklæði. Ef rúmföt eru bókuð fyrirfram, þá er pakkinn afhentur þér stuttu eftir brottför. Einnig er hægt að leigja rúmföt um borð í móttöku ferjunnar á 5.dekki, en verðið um borð er 20 EUR. 

Skápar fyrir farangur​: Hægt er að leigja skápa á 2. og 7. dekki til að læsa farangurinn inni. Skáparnir eru í tveimur stærðum. Stærri skápurinn er 88 cm djúpur, 60 cm langur og 40 cm á breidd. Minni skápurinn er 78 cm djúpur, 40 cm langur og 30 cm breiður. Það kostar 10 DKK að loka minni skápunum og 20 DKK að loka þeim stærri. Borga þarf gjaldið í hvert skipti sem skáp er lokað á meðan á siglingu stendur. 


Svefnpokapláss.

Skráðu þig í fréttabréf

Þú getur unnið ferð til Færeyja með Norrönu fyrir tvo með gistingu á 4* hóteli í 4 nætur með því að skrá þig í fréttabréfið okkar.

Þann 1. júní nk. munum við draga út einn heppinn vinningshafa úr hópi þeirra sem eru skráðir móttakendur fréttabréfsins okkar. 

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.